Fréttablaðið - 18.05.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 18.05.2017, Síða 2
Veður Stíf norðanátt vestan til en lægir þegar líður á daginn. Dálítil rigning eða skúrir en víða léttskýjað suð- vestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast syðst. sjá síðu 38 Barnlausir vagnar Tilvera, samtök um ófrjósemi, stóð fyrir gjörningi við Reykjavíkurtjörn í gær þar sem fólk gekk með barnlausa barnavagna í kringum tjörnina. Í boði Tilveru á gjörninginn segir að vagnarnir tákni sársauka þeirra sem glíma við ófrjósemi og þrá það heitt að eignast barn. Fréttablaðið/Eyþór Trú Sóknarbörnum í Breiðholts- sókn í Reykjavík hefur fækkað svo mikið undanfarið að tekjur standa ekki lengur undir rekstri safnaðar- ins. Til að bregðast við þessu hefur sóknin rætt við aðrar sóknir í Breiðholti um sameiningu. „En við erum skuldlaus. Við skuldum 1,5 milljónir sem verða greiddar upp á þessu ári og næsta,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formað- ur sóknarnefndar, en bætir við að rekstrarreikningurinn fyrir síðasta ár, sem kynntur var um helgina, hafi verið um 300 þúsund krónur í mínus. „Við höfum rekið þetta af mikilli ábyrgð og útsjónarsemi en það verður ekki lengra komist með það. Það er algjörlega fyrirséð,“ segir Inga Rún. Inga Rún segir að frá árinu 2010 hafi sóknarbörnum fækkað um 800 og séu nú rétt tæplega 1.900. Skýr- ingarnar á fækkuninni séu margvís- lega. Í fyrsta lagi þjóni söfnuðurinn litlu hverfi, Bakka- og Stekkjahverfi. Í öðru lagi séu margir útlendingar að flytja í hverfið, sem ef til vill eru ekki í þjóðkirkjunni. Í þriðja lagi er að fækka í hverfinu vegna þess að börn flytja að heiman og hverfið ekki eins ungt og áður var. „Það hefur fækkað gríðarlega mikið og hratt og þetta er svo sem það sem margir aðrir söfnuðir standa frammi fyrir,“ segir hún. Inga Rún segir auk þess að sóknargjöld hafi verið skert í mörg ár og það segi til sín í rekstrinum. „Það sem við erum að gera er að við erum í samtali við nágranna- sóknirnar um sameiningu. Við erum núna að tala við Fella- og Hólasókn,“ segir hún en áður hafi sóknin talað við Seljasókn, án þess að nokkuð kæmi út úr því samtali. Hún bendir á að við sameiningu myndi rekstrareiningin stækka og það gæti skilað einhverri hag- ræðingu. Inga Rún segir að margar sóknir standi í nákvæmlega þessum sömu sporum og séu að skoða sam- einingu. „Þetta er kannski vandi sem kirkjan stendur frammi fyrir almennt,“ segir Inga Rún. jonhakon@frettabladid.is Hundruð sóknarbarna farin úr Breiðholtssókn Rekstur Breiðholtssóknar stendur ekki undir sér og á sóknarnefndin í við- ræðum við Fella- og Hólasókn um sameiningu. Sóknarbörnum hefur fækkað um mörg hundruð á undanförnum árum og sóknargjöld eru skert. breiðholtskirkja hefur vakið mikla athygli allt frá því hún var byggð og hefur stundum verið kölluð indíánatjaldið. Fréttablaðið/gva Við höfum rekið þetta af mikilli ábyrgð og útsjónarsemi en það verður ekki lengra komist með það. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður sóknar- nefndar UP!ÍLOFT Við látum framtíðina rætast. he kl a. is /u p Nýr up! frá aðeins 1.790.000 kr. írak Vígamenn hryðjuverkasam- takanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) grafa nú jarðsprengjur við útgönguleiðir borgarinnar Mósúl í Írak. Frá þessu greindi Reuters í gær og hafði eftir vitnum og írösku lög- reglunni en írakski herinn þjarmar nú að hryðjuverkamönnunum og virðist ætla að vinna borgina aftur af þeim eftir sjö mánaða orrustu. Að sögn vitna og lögreglu eru jarðsprengjurnar grafnar til þess að koma í veg fyrir að almennir borgar- ar flýi borgina. Írakski herinn hefur greint frá því að vígamennirnir nýti sér hundruð þúsunda borgara sem varnarvegg gegn árásum Írakshers. Sókn Íraka hefur gengið vel og heldur ISIS nú einungis tólf ferkíló- metra hverfi sem kallað er Gamla borgin. Hverfið er fjölmennt og götur þröngar. Því þurfa írakskir hermenn að skilja bíla og skrið- dreka eftir og sækja fótgangandi inn í hverfið. Í samtali við ríkissjónvarp Íraks sagði hershöfðinginn Abdul Ghani al-Assadi að stefnt væri að því að ná borginni á vald Íraka fyrir hinn helga mánuð ramadan. Hann hefst í lok maímánaðar. Þá sagði hann að ISIS hefði sprengt þrjátíu bílsprengjur undan- farna tvo daga í baráttunni við her- menn hans. – þea ISIS grefur sprengjur í Mósúl Ekki er lengur hægt að flýja Mósúl. Nordicphotos/aFp Venesúela Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beinir nú sjónum sínum að óeirðum undanfarinna vikna í Venesúela. Fjallaði ráðið í fyrsta sinn um óeirðirnar í gær þegar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, vakti máls á alvarlegum óstöðug- leika í landinu. „Við erum að horfa upp á alvar- legan óstöðugleika í Venesúela. Ástæða þess að ég vek máls á þessu er að ganga úr skugga um að allir viti af ástandinu. Ég er ekki að sækjast eftir því að öryggisráðið hlutist til,“ sagði Haley í gær. Þá sagði Rafael Ramirez, sendiherra Venesúela hjá SÞ, að Bandaríkin hvettu til ofbeldis og vildu steypa Nicolas Maduro for- seta af stóli. – þea Öryggisráðið horfir til Venesúela 1 8 . m a í 2 0 1 7 F I m m T u D a G u r2 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 2 -0 8 1 8 1 C E 2 -0 6 D C 1 C E 2 -0 5 A 0 1 C E 2 -0 4 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.