Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.05.2017, Blaðsíða 8
Gróðurmold 20 l Blákorn 5 kg 1.190kr. Sláttuvélar, verð frá kr.490kr. 42.990 SLYS Maður af erlendu bergi brotinn fær ekki bætur vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut við að stinga sér út í sundlaug. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátrygginga­ málum. Atvik voru þau að maðurinn kom úr búningsklefa og sá skilti við suðurenda laugarinnar þar sem stóð að dýfingar væru bannaðar. Taldi hann að norðurendinn væri dýpri, gekk þangað, stakk sér og slasaðist á höfði við það. Maðurinn taldi að ekki hefði komið nægilega skýrt fram að bannað væri að dýfa sér. Einn­ ig hefði skiltið verið á íslensku en hann skildi ekki það tungumál. Í áliti nefndarinnar kemur fram að ekkert í málinu bendi til þess að frágangi á sundlauginni væri ábóta­ vant og því var bótum úr ábyrgðar­ tryggingu rekstraraðila laugarinnar hafnað. – jóe Skall á botn sundlaugar DÓMSMÁL Fyrrverandi aðstoðar­ skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) hefur stefnt ríkinu til greiðslu launa og bóta vegna ólögmætrar uppsagnar á haustmánuðum 2015. Maðurinn hafði starfað við FVA í tæpa tvo áratugi við góðan orð­ stír  þegar staða aðstoðarskóla­ meistara, staðgengils skólameistara, var auglýst laus til umsóknar. Afréð hann að sækja um starfið meðal ann­ ars eftir hvatningu frá skólameistara. Í stefnu segir að samstarf aðstoðar­ skólameistara og skólameistara hafi gengið vel framan af. Hins vegar kom smám saman í ljós að skólameistari ætlaðist til annarra hluta af stað­ gengli sínum en féllu undir eðlilega túlkun á starfslýsingu hans. Í stefnu mannsins segir að skólameistari hafi litið svo á að hlutverk hans væri fyrst og fremst að vera aðstoðar­ maður skólameistara í hverju því sem honum kæmi til hugar. Af þessum sökum kvartaði mað­ urinn til skólameistara og í kjölfarið fóru fram tveir fundir vegna málsins. Þar var aðstoðarskólameistaranum tilkynnt að hann stæði sig illa í starfi þó eigi væri tilgreint frekar hvar þá vankanta væri að finna. Þriðji fundur var áætlaður í lok september en ekki kom til hans þar sem aðstoðarskóla­ meistaranum var án skýringa kynnt riftun á ráðningarsamningi hans. Við skoðun á aðdraganda riftunar og efni uppsagnarbréfsins taldi hann að brotið hefði verið á sér. Freistaði hann þess að afhenda skólameistar­ anum greinargerð um stöðu málsins en skólameistarinn neitaði að veita henni viðtöku. Degi síðar var maður­ inn beðinn um að taka saman föggur sínar og mæta ekki frekar í skólann. Aðstoðarskólameistarinn fyrr­ verandi telur að riftunin hafi verið ólögmæt. Eigi hann því rétt á efnda­ bótum, bótum fyrir ólögmæta upp­ sögn og miskabótum, alls rúmlega 63 milljónum króna. – jóe Skólameistari kom fram við staðgengil sem aðstoðarmann ÁSTRALÍA Ætli ungt fólk að hafa ráð á að eignast eigið heimili verður það að breyta neysluvenjum sínum og byrja að spara. Þetta segir ástralski fasteignajöfurinn Tim Gurner í við­ tali við 60 Minutes Australia. Haft er eftir Gurner, sem er 35 ára, að þegar hann hafi reynt að kaupa sitt fyrsta heimili hafi hann ekki keypt lárperumauk  á 1.400 krónur og fjóra kaffibolla á 300 kr. bollann. Gurner segir væntingar ungs fólks mjög miklar. Þeir sem eigi húsnæði í dag hafi unnið hörðum höndum fyrir því og sparað hverja krónu. – ibs Gagnrýnir neyslu hjá ungu fólki Í upphafi vikunnar sagði Fréttablaðið frá því að FVA hefði komið verst allra framhaldsskóla út úr könnun SFR á stofnun ársins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsandi innan skólans í molum og má rekja það að hluta til stjórnunarhátta skólameistarans. Reynt hefur verið að bæta úr þessu en menntamálaráðuneytið hefur meðal annars fengið vinnustaðasálfræðinga og sérstakan skólameistara til að sitja tíma­ bundið við hlið skólameistara. uMhveRfiSMÁL „Það eru vonbrigði að Náttúruminjasafnsins skuli ekki vera getið í ríkisfjármálaáætluninni. Sérstaklega vegna þess að fyrir liggur samþykkt Alþingis frá síðasta þingi um að tryggja skuli uppbyggingu safnsins í áætluninni,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúru­ minjasafns Íslands. Hópur félagasamtaka á sviði nátt­ úrufræða, útivistar og umhverfismála afhenti í gær Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta­ og menningarmálaráðherra, sameiginlega ályktun og áskorun um að stjórnvöld standi við fyrirheit, sem gefin voru í ályktun Alþingis vegna 100 ára fullveldisafmælis landsins árið 2018, um uppbyggingu Náttúru­ minjasafns Íslands. Hilmar segir þó ekki alla von úti. „Enn er tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að þingmenn standi við lof­ orð sín og sjái sóma sinn í því að leið­ rétta stöðu Náttúruminjasafnsins. Samstarf við háskólasamfélagið og hugsanleg bygging safnahúss í Vatns­ mýri, eins og nefnt er í ályktun sam­ takanna, kann að vera mikilvæg lausn til frambúðar fyrir Náttúruminja­ safnið,“ segir Hilmar og bætir við að um langtímaverkefni sé að ræða og fleira þurfi að koma til og fyrr. Þar á meðal er möguleg þátttaka safnsins í sýningahaldi í Perlunni með Perlu norðursins ehf., sem mennta­ og menningamálaráðherra hefur nýlega ákveðið að láta kanna nánar og er sú vinna hafin. Hilmar segir að hvatning sextán samtaka um uppbyggingu Náttúru­ minjasafnsins sé bæði ánægjuleg og dýrmæt í baráttunni fyrir bættum hag safnsins – og þakkar hann framtakið. „Þarna taka saman höndum sam­ tök á ýmsum sviðum sem snerta Ekkert um safnið í áætlunum Náttúruminjasafns Íslands er ekki getið í fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Það er þvert á samþykktir Alþingis. Sextán félagasamtök skoruðu á menntamálaráðherra í gær að virða gefin loforð um uppbyggingu safnsins. Kristján Þór Júlíusson, menntamála- og menningarráðherra, tók við áskorun 16 félagasamtaka í gær. Fréttablaðið/GVa Safn í minningu aldarafmælis Ályktun Alþingis nr. 70/145 um hvernig minnast skuli aldar­ afmælis fullveldis Íslands, sem formenn allra þingflokka á Alþingi fluttu undir lok síðasta kjörtíma­ bils og samþykkt var með 56 atkvæðum mótatkvæðalaust, er mikið fagnaðarefni. Þar kemur m.a. fram að Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni … „að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminja­ safns.“ Úr ályktun sextán félagasamtaka til Alþingis og mennta- og menningar- málaráðherra. Enn er tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að þing- menn standi við loforð sín og sjái sóma sinn í því að leiðrétta stöðu Náttúruminja- safnsins. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands náttúrufræði, jafnt samtök um nátt­ úrufræðikennslu, náttúruvernd, umhverfismál og útivist. Þetta lýsir vel málefninu sem ályktunin snýst um – starfsemi Náttúruminjasafns­ ins snertir alla þjóðina og aðra gesti landsins – sem er fræðsla og kynn­ ing á undrum náttúrunnar, landsins gögnum og nauðsynjum og upplýsing um hvernig sjálfbær umgengni við auðlindirnar skilar okkur áfram veg­ inn á vistvænan hátt,“ segir Hilmar. svavar@frettabladid.is 1 8 . M A Í 2 0 1 7 f i M M T u D A G u R8 f R é T T i R ∙ f R é T T A B L A ð i ð 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 2 -4 3 5 8 1 C E 2 -4 2 1 C 1 C E 2 -4 0 E 0 1 C E 2 -3 F A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.