Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 18.05.2017, Qupperneq 12
Ólafur Ólafsson mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær og svaraði spurningum um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. FRéttABlAðið/eyþÓR Viðskipti „Hvers vegna ertu að senda okkur þetta,“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þing- maður Viðreisnar og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forviða á fundi nefndar- innar síðdegis í gær  og beindi orðum sínum til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jón vísaði þar í gögn sem Ólafur sendi nefndinni á þriðjudag  og áttu að hrekja niðurstöðu Rann- sóknarnefndar Alþingis um að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Bún- aðarbankanum í janúar 2003 hefði einungis verið til málamynda og Ólafur þar leikið lykilhlutverk. Ólafur  óskaði  eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndar- innar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Ólafur fullyrti á fundinum, og í ávarpi sem hann birti fyrir hádegi í gær, að Hauck & Aufhäuser hefði í raun keypt í bankanum. Líkt og í ávarpinu gerði hann mikið úr þeirri fullyrðingu sinni að ályktun rann- sóknarnefndarinnar, um að þátt- taka erlends fjárfestis hefði verið forsenda í kaupunum á Búnaðar- bankanum,  væri röng. Jón Stein- dór tók síðan til máls og fullyrti að gögnin sem Ólafur sendi nefndinni, og áttu að réttlæta það að hann fékk fund með stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd,  hefðu öll með fáeinum undantekningum farið inn á borð rannsóknarnefndarinnar. „Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina,“ sagði Jón Steindór. Vilhjálmur Bjarnason, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sat fund- inn í gær í fjarveru Brynjars Níels- sonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna frétta- tilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðar- bankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekk- ingar,“  fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi?“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði í kjöl- farið hvort Ólafur gæti í „hjartans einlægni“ svarað því hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að bak- samningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra  og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhags- legs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekk- ing,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Þegar rúmlega klukkustund var liðin spurði Ólafur hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mæl- endaskrá  en fundinum lauk um hálftíma síðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði þá ítrek- að að Rannsóknarnefnd Alþingis nyti fulls trausts nefndarinnar og nokkrir aðrir nefndarmenn kvart- að  yfir  ófullnægjandi svörum af hálfu Ólafs. Nokkrir höfðu á orði við fréttamenn að ætlunarverkið, að hrekja niðurstöðu rannsóknar- nefndarinnar, hefði ekki tekist. Vil- hjálmur Bjarnason gekk fyrstur út og endurtók að mestu það sem hann hafði áður kallað yfir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ haraldur@frettabladid.is Kvöddu Ólaf forviða eftir fundinn Þingmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis gagnrýndu gögnin sem athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson sendi þeim á þriðju- dag. Ólafur mætti á fund þeirra í gær og þvertók fyrir að hafa beitt blekkingum við einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi? Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina. Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 1 8 . m a í 2 0 1 7 F i m m t U D a G U R12 F R é t t i R ∙ F R é t t a B L a ð i ð 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 2 -5 2 2 8 1 C E 2 -5 0 E C 1 C E 2 -4 F B 0 1 C E 2 -4 E 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.