Fréttablaðið - 18.05.2017, Page 28
Vi n n a vi ð g e r ð ný r ra r aðgerðaáætlunar í loftlagsmálum ríkisstjórnarinnar
var kynnt með samstarfsyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar fyrir stuttu. Þar
kennir ýmissa grasa en fátt sem
tönn á festir um hvers sé að vænta.
Hvað sjávarútveginn varðar var
nefnt að möguleikarnir felast í
orkuskiptum og tæknilausnum
við veiðar.
Það hefur lengi verið ljóst að
veiðar smábáta eru umhverfis
vænni en veiðar stærri skipa og
margar skýrslur sem staðreyna
það. Sú nýjasta á þeim vettvangi er
frá árinu 2014, unnin af MATÍS og
ber heitið „Life Cycle Assessment
on fresh Icelandic cod, loins“. Þar
kemur meðal annars fram hversu
sláandi munurinn er á togveiðum
og línuveiðum smábáta. Sótspor
togveiða er um það bil þrefalt
meira en við veiðar á smábátum.
Því ætti það ekki að vefjast fyrir
höfundum að nýrri aðgerðaáætlun
stjórnvalda, þegar hún verður
birt, að mikil áhersla verði lögð
á að efla smábátaútgerð og veita
þeim útgerðum sem hana stunda
ívilnanir vegna umhverfissjónar
miða. Fordæmi eru fyrir slíku, t.d.
við álagningu aðflutningsgjalda á
bílum þar sem beint hlutfall er á
milli gjalda og útblásturs CO2. Á
einfaldan hátt mætti byrja á því að
við aukningu á útgefnu aflamarki
í þorski eins og stefnir vonandi í,
verði sú aukning eingöngu færð
í krókaaflamark og strandveiðar,
sem og til þeirra sem veiða með
kyrrstæðum veiðarfærum – línu,
handfærum, netum og hugsanlega
síðar gildrum. Einnig væri hægt
að nýta álagningu veiðigjalda sem
hvata til smábátaútgerðar.
Orkusparnaður
En hvers er að vænta frá þeim ráð
herrum sem skrifuðu undir vilja
yfirlýsinguna? Í febrúar síðastliðn
um, á öðrum fundi Landssambands
smábátaeigenda með sjávarútvegs
ráðherra, voru kynntar kröfur LS
um sanngjarna hlutdeild smábáta
í veiðiheimildum á makríl. Krafan
er að smábátum verði úthlutað 16
prósentum í stað fjögurra prósenta.
Ein af fjölmörgum röksemdum fyrir
kröfunni fjallar um orkusparnað
við veiðar á makríl með handfæri.
Tekið var raunverulegt dæmi frá
síðustu vertíð af smábát sem veiddi
310 tonn af makríl og brenndi
við það 2.600 lítrum af dísilolíu
á rúmum sex vikum, eða tæplega
níu lítrum á tonnið. Á vinnsluskipi
við veiðar á sama magni af makríl,
brennir það 42.000 lítrum af dísil
olíu, eða um 135 lítrum á tonnið.
Það er fimmtán sinnum meira en
það sem smábáturinn brennir. Og
hvað gerir þetta í magni ef þessi
munur er uppfærður á 16 prósent
af heimildunum eða um 26.000
tonn? Smábátar myndu brenna 235
þúsund lítrum af dísilolíu til að ná
þessu magni en vinnsluskipið 3,5
milljónum lítra. Þetta gerir mis
mun upp á tæpar 3,3 milljónir lítra,
sem samsvarar árs eyðslu rúmlega
3.100 dísilbíla sem brenna 7 lítrum
pr./100 km og aka 15.000 km á ári,
CO2 magnið er um 10 þúsund tonn.
Ráðherra hafnaði þessari kröfu
og setti nú í apríl reglugerð sem
fyrst var sett á af Sigurði Inga
Jóhannssyni árið 2015 þegar hann
var gerður afturreka með lög
um kvótasetningu makríls með
undirskriftum rúmlega 50 þúsund
Íslendinga. Reynslan af þessari
reglugerð er subbuleg og leitt að
ráðherra hafi ekki meiri metnað
að standa betur að útdeilingu auð
linda þjóðarinnar.
Engin veiðiskylda er á neinum
heimildum og á síðustu vertíð voru
37 þúsund tonn af makríl framseld
frá þeim sem fengu upp í hendur
þessi gæði. Í ár er ráðherra að
úthluta rúmlega 30.000 tonnum af
makríl til skipa sem ekki nýttu eitt
kíló af sínum heimildum á síðustu
vertíð, heldur leigðu þær allar frá
sér á 26 kr. kílóið, samtals á rúmar
700 milljónir króna. Flokkur skipa
án vinnslu fékk í fyrra úthlutað
7.900 tonnum af makríl sem dreifð
ust á 77 skip. 75 þeirra veiddu ekki
neitt heldur leigðu frá sér heimild
irnar, samtals 7.850 tonn. Í flokki
vinnsluskipa var úthlutað um
28.000 tonnum á 23 skip. Sautján
af þeim veiddu ekki neitt heldur
leigðu frá sér heimildirnar, samtals
um 19.000 tonn.
Nú bíða smábátaeigendur
spenntir eftir því hvort orðum
fylgja efndir, því hér hefur ráð
herra einstakt tækifæri til að slá
tvær flugur í einu höggi með því
að verða við kröfum LS um aukna
hlutdeild smábáta í makríl og
minnka í leiðinni útblástur sem
samsvarar akstri þúsunda dísilbíla.
Einstakt tækifæri!
Í desember síðastliðnum óskaði Landssamband veiðifélaga (LV) eftir því við Matvælastofnun
(MAST) að fá afrit af öllum eftir
litsskýrslum frá sjókvíaeldi sem
stofnunin hefði undir höndum.
Beiðninni var hafnað á grundvelli
þess að hún væri of víðtæk. Auð
vitað var ástæða beiðninnar að LV
hefur ekki fullt traust á þeim tak
mörkuðu upplýsingum sem MAST
veitir um umrædda starfsemi. Hins
vegar eru hagsmunir LV af því að
fá afrit af upplýsingum miklir þar
sem fjallað er um áform fyrirtækja
um að auka sjókvíaeldi á frjóum
norskum laxi upp í 200.000 tonn
í öllum fjörðum þar sem slíkt eldi
er heimilt.
Í kjölfar þessarar neitunar á
afhendingu gagna óskaði LV eftir
upplýsingum um umfang lúsa smits
frá 1. september 2016 til 15. febrú
ar 2017. Áður hafði komið fram í
fjölmiðlum, m.a. hjá starfsmanni
MAST, að óvenju mikið væri um
lúsasýkingar í Arnarfirði. Í svari
MAST, sem enn þá skilaði engum
gögnum frekar en við fyrri fyrir
spurn, kom eftirfarandi fram orð
rétt: „Engin kvöð er á fiskeldisfyrir
tækjum um að tilkynna nákvæmar
tölur um lúsasmit, hvort sem er af
völdum fiskilúsar eða laxalúsar og
því hefur Matvælastofnun engar
skrár eða skýrslur um lúsasmit á
Austfjörðum eða Vestfjörðum.“
Þetta svar MAST er athyglisvert
í ljósi þess að meðfylgjandi fyrra
svari stofnunarinnar við erindi LV
var leiðbeiningablað um lúsataln
ingu og lúsasmit í sjókvíum útgefið
af Matvælastofnun sjálfri. Athygli
vekur síðasta setning í þeim leið
beiningum sem hljóðar svo:
„Talningarniðurstöður skal senda
til MAST sem heldur utan um upp
lýsingarnar.“
Um tíðni talningar segir í eyðu
blaðinu: „Einu sinni í mánuði á
tímabilinu 1. apríl til 1. júní, að
því gefnu að hitastig sjávar sé yfir
4°C. Frá 1. júní til 1. október skal
telja 2. hverja viku, og svo aftur
mán aðar lega þar til veður og hiti
hindrar.“
Síðan er gefið upp netfang til
tekins starfsmanns MAST.
Í þessu ljósi verður sú spurning
áleitin, hvort MAST hefur í raun
inni upplýsingar undir höndum
en kýs að láta þær ekki í té. Hinn
möguleikinn er að fyrirtækin
hreinlega hundsi fyrirmæli MAST
og upplýsi ekki um umfang lúsa
smits í stöðvum sínum. Væri það
enn einn áfellisdómur yfir eftir
liti stofnunarinnar. Fyrir Lands
samband veiðifélaga skiptir það
ekki öllu máli. Aðalatriðið er
að ekki fæst aðgangur að hald
bærum upplýsingum um lúsasmit
í íslensku fiskeldi. Staða LV til að
gefa umsagnir um áform um allt
að 200 þúsund tonna framleiðslu
á norskum eldislaxi varðandi áhrif
lúsasmits er því engin. Opinberir
aðilar gefa ekki kost á upplýsing
um, sem þeir þó augljóslega afla, og
eiga að liggja til grundvallar mati á
umhverfisáhrifum og útgáfu eldis
leyfa. Við svo brotakennda stjórn
sýslu verður ekki unað lengur.
Leynir MAST upplýsingum
um lúsasmit?
Axel Helgason
formaður Lands-
sambands smá-
bátaeigenda
Nú bíða smábátaeigendur
spenntir eftir því hvort
orðum fylgja efndir, því hér
hefur ráðherra einstakt tæki-
færi til að slá tvær flugur í
einu höggi með því að verða
við kröfum LS um aukna
hlutdeild smábáta í makríl
og minnka í leiðinni út-
blástur sem samsvarar akstri
þúsunda dísilbíla.
Jón Helgi
Björnsson
formaður Lands-
sambands veiði-
félaga Staða LV til að gefa umsagnir
um áform um allt að 200
þúsund tonna framleiðslu á
norskum eldislaxi varðandi
áhrif lúsasmits er því engin.
Opinberir aðilar gefa ekki
kost á upplýsingum, sem
þeir þó augljóslega afla, og
eiga að liggja til grundvallar
mati á umhverfisáhrifum
og útgáfu eldisleyfa. Við svo
brotakennda stjórnsýslu
verður ekki unað lengur.
intellecta.is
RÁÐNINGAR
L-Mesitran
Náttúruleg
sáragræðsla
með hunangi
- Fæst í apótekum -
Hunangsplástur og sárakrem með
hunangi. Hentar á allar tegundir sára.
Plásturinn hentar vel á lítil yfirborðssár.
Nauðsynlegur á sára hæla eftir göngur.
www.wh.is
Nýjar vörur frá
Útsöluaðilar:
Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri
K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum
Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is
1 8 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R28 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð
1
8
-0
5
-2
0
1
7
0
5
:0
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
E
2
-6
0
F
8
1
C
E
2
-5
F
B
C
1
C
E
2
-5
E
8
0
1
C
E
2
-5
D
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K