Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2017, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 18.05.2017, Qupperneq 52
1 8 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R40 B í l a R ∙ F R É T T a B l a ð I ð Bílar Mercedes Benz C-Class Coupé er þriðja gerðin sem kom út af núverandi C-Class bíl og sá hann fyrst dagsljósið árið 2015. Honum var fylgt á eftir með Cabri- olet-gerð ári seinna, eða blæjubíl. Þar fer svo til alveg sami bíll, nema að þak hans er úr mjúku efni en ekki stáli. C-Class er nú af fjórðu kynslóð, þ.e. frá árinu 2014 og fyrst komu sedan-útgáfan og langbakur og þeim er svo fylgt á eftir með þessum Coupé- og Cabriolet-gerðum. Fyrir það fyrsta er Mercedes Benz C-Class einkar fallegur bíll en í Coupé-formi er hann enn fallegri. Hallandi aftur- línan gefur bílum almennt sport- legra yfirbragð og það klæðir þenn- an bíl einkar vel. Hann er eiginlega algjör töffari og það fékkst staðfest með mörgum forvitnum augum í reynsluakstri hans, hvað þá þegar skipt var yfir á Cabriolet-útgáfuna. Þá var nú aldeilis spaðalegt að spóka sig um götur bæjarins í sólinni sem skein glatt á meðan á reynsluakstr- inum stóð. Bíllinn sá vakti svo mikla athygli að langt er að minnast ann- ars eins. Einhver blessun var yfir reynsluakstursmanni við prófun beggja bílanna því sólin skein frá fyrstu til síðustu mínútu í nokk- urra daga prufu á þessum tveimur gæðingum. Mikið vélaúrval Mercedes Benz C-Class Coupé og Cabriolet má fá með miklu úrvali vélarkosta, þ.e. með 170 og 204 hestafla 2,1 lítra dísilvélum og 156, 184, 211, 245 og 333 hestafla bens- ínvélum, auk AMG útgáfum bílsins með 367, 476 eða 510 hestafla kost- um. Alls ekki lítið úrval þar á ferð. Reynsluakstursbílarnir báðir voru með 184 hestafla bensívélinni sem er 2,0 lítra. Með henni heitir bíllinn með harða þakinu C 200 Coupé og kostar 6.130.000 kr. í grunnverði en þar sem hann var fjórhjóladrifinn er hann á 6.760.000 kr. Blæju útgáfan kostar 7.410.000 kr., en þá með drifi aðeins á afturöxlinum. Þessi vélarkostur hljómar ekki sem nein spyrnukerra, en samt er þessi bíll ári sprækur og ekki nema 7,5 sekúndur í hundraðið, enda er togið 300 Nm. Uppgefin eyðsla þessa bíls er 5,3 lítrar, en í reynsluakstrinum lá hann milli 9 og 10 lítra og er það væntan- lega raunhæfari tala til viðmiðunar en sú sem frá framleiðandanum kemur. Sannir töffarar Reynsluakstur Finnur Thorlacius finnurth@365.is Kostir og gallar Mercedes Benz c-class coupé l 2,0 lítra bensínvél l 184 hestöfl l afturhjóladrif Eyðsla 5,3 l/100 km í bl. akstri mengun 123 g/km CO2 Hröðun 7,5 sek. Hámarkshraði 237 km/klst. Verð frá 6.130.000 kr. Umboð: Askja l Útlit l innrétting l Verð á tengiltvinnútgáfu l lítið skottrými l sérlega í cabriolet Mercedes Benz c-class coupé og cabriolet má fá með miklu úrvali vélarkosta, þ.e. með 170 og 204 hestafla 2,1 lítra dísilvélum og 156, 184, 211, 245 og 333 hestafla bensínvélum, auk aMg útgáfu bílsins með 367, 476 eða 510 hestafla kostum. fréttaBlaðið/gVa Coupé eru fremur góðir, en hann slær samt ekki við keppinautum sínum hvað það varðar. Miklu fremur er C-Class Coupé þægilegur í akstri og allri meðhöndlun. Hann eyðir ójöfnum vel, svo fremi sem þær eru ekki of stórar. Fjöðrunin er ekki of stíf og er greinilega sett þannig upp að hún veiti þægindi í akstri fremur en ómótstæðilega hæfni í beygjum. Fyrir það munu margir þakka, en mestu bílabrjál- æðingarnir bölva í hljóði. glæsileg innrétting Þegar kemur að innviðunum í C-Class Coupé er óhætt að gefa Benz talsvert hrós. Innréttingin er af miklum klassa og klæðir töff- aralegt ytra útlit bílsins. Hægt er að tala um nokkurn íburð þar og meira að segja sætin eru talsvert meira djúsí en í hefðbundnum C-Class og ekki vantar rafstilling- arnar í þeim. Allir ættu að finna sína bestu akstursstöðu í þessum bíl. Meira að segja má lengja setuna fram á við og er það frábær kostur í langakstri. Sem fyrr í Benz eru stillitakkarnir í hurðum bílsins. Aftursætin eru fyrir tvo og þó svo ágætt sé að setjast í þau er fremur þröngt um fullvaxna, bæði hvað varðar fóta- og höfuðrými. Sjö tommu aðgerðaskjár er fyrir miðju mælaborði og er það snertiskjár. Þar má flestu stjórna hæglega en þó fundust ekki með góðu móti stillingar fyrir hljóðkerfi bílsins sem aldeilis átti að leika sér með, en þar fór gríðarflott Burmeister kerfi sem ekki varð þó notið til fulls því það er greinilega fyrir lengra komna að finna út úr still- ingum þess á tveimur mínútum. Eftir það finnst greinarritara til siðs að hætta tilraunum sem þá taka of langan tíma til að finnast og virka. Skottrými í C-Class Coupé er ekki sérlega mikið og enn minna í Cabriolet, en þessir bílar eru ekki hugsaðir fyrir stórfjölskyldur eða til langra ferðalaga. C-Class Coupé og Cabriolet eru ferlega flottir bílar, en þó er rétt að benda áhuga- sömum C-Class kaupendum á enn eina gerð bílsins, C 350 e sem er tengiltvinnbíll á aðeins 5.650.000 kr. en samt 279 hestöfl. töffaraskapurinn heldur áfram þegar inn í bílana er komið. segja verður að þeir séu býsna laglegir innanborðs. Klassískar lofttúð- urnar eru á sínum stað og hin sér- staka staðsetning stillitakka fyrir framsætin er í hurðunum. Mercedes Benz C-Class Coupé og Cabriolet eru bílar sem allra augu fest- ast á. Annar með sína hallandi afturlínu og hinn með blæjuna niðri spila þeir á til- finningaskalann. Með mikinn íburð að innan og mikið úrval vélbúnaðar. fjöðrun stillt fyrir þægindi í akstri Vélin vinnur vel með 9 gíra sjálf- skiptingunni og svo margra gíra skipting tryggir að vélin er alltaf á sínum heppilegasta snúningi. Bæði C 200 og C 200d útgáfur bílsins má þó fá með beinskiptingu frá verk- smiðjum Benz, þó svo Askja sé ekki með þá í auglýstu vöruúrvalinu. Mercedes Benz C-Class Coupé á sér aðallega tvo keppinauta, Audi A5 Coupé og BMW 4 Series og þar fer hörð samkeppni. Allir þessir bílar hafa sína kosti, líklega er C-Class Coupé þeirra þægilegastur, BMW 4 Series þeirra sportlegastur í akstri og Audi A5 Coupé þeirra sparneyt- nastur. Allir eru þeir samt fagrir bílar sem vekja athygli hvar sem þeir fara. Aksturseiginleikar C-Class 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E 2 -2 0 C 8 1 C E 2 -1 F 8 C 1 C E 2 -1 E 5 0 1 C E 2 -1 D 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.