Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 11

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 11
vörur seljast fyrir lægra verð en búast mátti við eða skuldir innheimtast verr en gera mátti ráð fyrir á þeim tíma, er endurskoðunin fór fram. Endurskoðun felur nefnilega ekki í sér að endurskoðandi ábyrgist (“garanteri"), að þeir, sem reiða sig á reikningsskil, verði ekki fyrir tjóni. Með því að taka að sér starf ábyrgist endurskoðandi aðeins að vinna það eftir því, sem krafist verður eftir góðri endurskoðunarvenj u. Áður hefur verið vikið að áritun á ársreikn- ing. Hér skulu nefnd örfá atriði til viðbótar. Endurskoðandi er sjálfstæður og óháður sérfræðingur, sem er skylt að gefa hlutlausar upplýsingar. Af því leiðir, að endurskoðandi getur bakað sér bótaskyldu, ef einhver verður fyrir tjóni sökum þess að hann treystir áritun, sem er efnislega röng eða ófullnægjandi. Skilyrði bótaskyldu hér er hið sama og áður var getið, þ.e. sök. Verður því að meta hverju sinni hvort endurskoðandi hefur gert áritun þannig úr garði, að hún geti villt fyrir þeim, sem hana les í því skyni að nota ársreikninginn í viðskiptum. Utanaðkom- andi maður veit almennt ekki hvað endur- skoðanda og viðskiptavini hefur farið á milli. Það er því ekki nægilegt, að endurskoðandi veki athygli viðskiptavinar síns á villum og göllum í ársreikningi. Um það verður að koma athugasemd í áritun. Ef svo er ekki, telst endurskoðandi sekur. Um áritun árs- > reikninga má að öðru leyti vísa til greinar Helga V. Jónssonar, sem birtist 1978, sjá einkum bls. 32 o.áfr. Áður en skilið er við sakarmatið skal sérstaklega minnst á hvað endurskoðanda ber að gera, ef hann verður var við eitthvað athugavert varðandi fjárreiður og reiknings- hald í rekstri, sem hann endurskoðar. Þetta fer að sj álfsögðu eftir aðstæðum hverj u sinni. Stundum getur nægt að tilkynna viðskipta- vininum eða vara hann við, ef eitthvað er í ólagi, t.d. þegar eitthvað skortir á að nægilegt innra eftirlit sé haft með bókhaldi eða meðferð fjármuna viðskiptavinarins, án þess að um mjög alvarlega ágalla sé að ræða . Sjá hér til athugunar 3. mgr. 3.3. gr. reglna frá 1979 um endurskoðun á ársreikningum hluta- félaga (Helgi V. Jónsson 1978, bls. 32). Aðvörun getur verið munnleg eða skrifleg. Með skriflegri tilkynningu eða aðvörun mælir það, að endurskoðandi á auðveldara með að sanna að hún hafi verið gerð. Skriflega formið á auk þess betur við, ef um flókin eða margþætt atriði er að ræða. Tilkynningum sem þessum skal beint til stjórnenda félags eða stjórnar stofnunar, þegar viðskiptavin- urinn er ópersónulegur aðili. Ef endurskoðun leiðir í ljós, að stjórnarmaður eða menn hafa dregið sér fé aðila, sem endurskoðunin nær til, ber endurskoðanda að tilkynna öðrum stjórnarmönnum og eftir atvikum einnig hluthöfum, ef um hlutafélag er að ræða (Gomard, bls. 64). í 7.3. gr. reglna frá 1979 um endurskoðun á ársreikningum hlutafél- aga er sérstakt ákvæði um skyldur endurskoð- anda, sem fær grun um misferli starfsmanna félags. Það álitamál getur komið upp, hvort endurskoðanda sé skylt að kæra til rann- sóknarlögreglu, ef hann verður þess áskynja, að auðgunarbrot eða annað afbrot, t.d. brot gegn skatta- eða gjaldeyrislöggjöf, hefur verið framið í rekstri viðskiptavinar hans. Engin almenn skylda hvílir á endurskoð- endum til að kæra afbrot, en aðstæður geta verið þannig, að endurskoðanda sé skylt að kæra. Vanræksla í því efni myndi varða skaðabótaskyldu, ef leitt er í ljós, að tjón hafi hlotist af vanrækslunni (Gomard, bls. 64). Hér má minna á, að skv. 7. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur bera þeir skyldur opinberra sýslunarmanna og vera kann, að einhver sérákvæði í lögum um kæruskyldu opinberra starfsmanna verði tal- in ná til löggiltra endurskoðenda. (Um skyldu til að kæra þegar frámin brot eða gera lögreglu viðvart um að refsiverð háttsemi sé fyrirhuguð eða hafin, sjá Jónatan Þórmunds- son, bls. 126-127 og 129-130. Um réttarstöðu 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.