Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 13

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 13
4. Ábyrgð á verkum annarra manna 4.1. Húsbóndaábyrgð Sakarreglan hefur nú verið rædd í alllöngu máli. Önnur mikilvæg ólögfest bótaregla er reglan um húsbóndaábyrgð. í henni felst, að atvinnurekandi ber bótaábyrgð á tjóni, sem starfsmenn hans valda við vinnu sína með vanrækslu eða mistökum. Nær reglan (eins og sakarreglan) bæði til tjóns viðskiptamanns og annarra. Reglan um húsbóndaábyrgð er flestum svo kunn, að ekki er ástæða til að fjölyrða um hana. Aðeins skal minnt á, að bótaskylda getur fallið á endurskoðanda samkvæmt henni, þótt hann sjálfur hafi gætt ítrustu varkárni við val á hæfum starfs- mönnum, gefið þeim fullnægjandi leiðbein- ingar og haft nægilegt eftirlit með störfum þeirra. Þessi bótaregla eykur mjög rekstr- aráhættu flestra endurskoðenda. Starfsmaður, sem á sök á tjóni, er auðvitað persónulega ábyrgur, hvort sem hann er sjálfur endurskoðandi eða ekki, en í fram- kvæmd myndi tjónþoli oftast beina kröfu sinni að húsbónda tjónvalds. Endurskoð- andi, sem hefur orðið að greiða skaðabætur vegna yfirsjóna starfsmanns, myndi eiga endurkröfurrétt á hendur honum, en slík krafa myndi í reynd oftast vera lítils virði. Gera má ráð fyrir, að endurskoðandi þurfi í starfi sínu stundum að styðjast við þjónustu manna, sem ekki verða taldir starfsmenn > hans í merkingu reglunnar um húsbónda- ábyrgð, einkum sérfræðinga, sem sjálfir eru sjálfstæðir atvinnurekendur. í sumum tilvik- um myndi endurskoðandi bera ábyrgð á skaðaverkum slíkra manna. Dæmi: Vegna mikils vinnuálags á endurskoðunarskrifstofu A biður hann endurskoðandann B að vinna hluta af endurskoðunarverkefni. A skilar síðan heildarverkefninu í sínu nafni og áritar ársreikning einn. A ber hér tvímælalaust bótaábyrgð, ef tjón hlýst af rangri niður- stöðu, sem rakin verður til mistaka B. Sama gildir væntanlega um sérfróða matsmenn, sem endurskoðandi fær til að meta viss atriði í rekstri fyrirtækis. Endurskoðandi myndi þó ekki bera ábyrgð á mistökum matsmanna, ef hann lætur það koma skýrt fram, að niðurstöður hans séu reistar á upplýsingum frá nánar tilteknum sérfróðum matsmönn- um. Ástæða er til, að endurskoðendur sýni mikla varkárni í þessu efni og geri skýran fyrirvara, ef stuðst er við upplýsingar frá öðrum. Þetta á einnig við, ef viðsemjandi endurskoðanda vinnur hluta af verkefni endurskoðanda skv. sérstöku samkomulagi þeirra. 4.2. Ábyrgð endurskoðanda vegna manna, sem hann er í félagi við Þegar endurskoðunarfélag er rekið í formi hlutafélags eða sameignarfélags fer um ábyrgð félagsins vegna skaðaverka einstaks félagsmanns eftir almennum lagareglum um ábyrgð félaga. Hlutafélag verður því að sjálfsögðu bótaskylt vegna yfirsjóna eða mistaka hluthafa, sem veldur tjóni við starf sitt í þágu félagsins. Eigendur sameignar- félags bera sömuleiðis óskipta ábyrgð á tjóni, sem einn félagsmanna veldur þriðja manni. Tilvik sem þessi valda sjaldan vafa. Öllu erfiðara er að gefa ákveðin svör, þegar tengsl eru óformlegri, t.d. þannig að tveir eða fleiri endurskoðendur skipta með sér vissum rekstrarútgjöldum, svo sem laun- um starfsfólks, húsaleigu, símagjöldum o.s. frv. Slík tengsl eru með ýmsum hætti. Vera má að endurskoðendur, sem hafa samvinnu um einstaka rekstrarþætti, komi í sumum til- fellum fram sem samstarfsaðilar gagnvart viðskiptamönnum sínum éða öðrum, þannig að um óskipta ábyrgð verði að ræða vegna skaðaverka annars eða eins endurskoðand- ans. Hæpið er, að það eitt, að endur- skoðendur nota sameiginlegt bréfsefni með nöfnum beggja eða allra leiði til óskiptrar bótaábyrgðar (Vinding Kruse bls. 91). Úr þessu hefur aldrei verið skorið hér og í nágrannalöndunum ríkir einnig nokkur óvissa um þetta efni. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.