Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 40

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 40
Helgi Backmann, forstöðumaður Hagdeildar Landsbanka Islands: REKSTRAR- OG GREIÐSLUÁÆTLANIR FRÁ SJÓNARHÓLI BANKA Það munu vera um þrettán ár síðan að tekin var upp skipuleg starfsemi hér á landi við meiriháttar lánveitingar. Þessi starfsemi var einkum fólgin í tvennu, fjárhagslegum athug- unum á lánþegum og rekstrar- og greiðslu- áætlunum. Upphaf reglulegrar starfsemi af þessu tagi varð á árunum 1969 og 1970, þegar Seðlabankinn ákvað að taka þátt í rekstar- lánum til iðnfyrirtækja, þar sem lánveitingar skyldu byggðar á fjárhagslegum athugunum, ásamt rekstrar- og greiðsluáætlunum. Öllum má vera ljóst að greinargóð reikningsskil og áætlanir voru nauðsynleg forsenda þess að vel tækist til. Fá fyrirtæki höfðu nokkru sinni áður gert áætlanir af þessu tagi. Stjórnendur höfðu að sjálfsögðu hugboð um næstu fram- tíð og stýrt samkvæmt því. En skipuleg áætlanagerð af því tagi sem nú var krafist, hafði yfirleitt ekki verið gerð áður í fyrir- tækjum hér á landi. Reynslan af þessari fyrstu gerð áætlana er mér minnisstæð og að ýmsu leyti skemmtileg. Margir þeirra, sem hæst létu yfir því að þurfa að setja saman þessa „vitleysu", urðu síðar hinir dyggustu fylgi- fiskar áætlanagerðar og hófu upp frá þessu að nota reikningshaldið og áætlanagerð við daglega stjórnun fyrirtækja sinna. Enda þótt margir viðskiptavina bankanna hafi tileinkað sér áætlanagerð strax á árunum eftir 1970 var vinnubrögðum í ýmsu ábóta- vant hjá mörgum þeirra, og reikningshaldið var enn ófullkomið. Það gaf ekki svör við mörgu af því, sem bankinn vildi vita. Ur þessu rættist afar hægt allan síðastliðinn áratug. Það var ekki fyrr en um og eftir 1980 að tímamót urðu í þessu efni. Þá varð grund- vallarbreyting um gerð og gæði reikningsskila almennt. Ég tel þrennt hafa ráðið mestu um að svo varð: 1. Lög um hlutafélög nr. 32/1978. 2. Lög um tekjuskatt og eignarskatt nr. 40/1978 með síðari breytingum-. 3. Samræming í vinnubrögðum löggiltra endurskoðenda, sem kom í kjölfar álits reikningsskilanefndar F.L.E. fyrri hluta árs 1980 og ályktunar námsstefnu félagsmanna um sama efni. Bæði hlutafélagalögin og skattalögin fólu í sér grundvallarbreytingar á framsetningu reiknings- og skattaskila, breytingar sem hafa gert mat á fjárhagsstöðu fyrirtækja mun auðveldara en nokkrar aðrar aðgerðir, sem gerðar hafa verið til þessa. Nefnd lög gera annars vegar kröfur til mun ítarlegri og vandaðri upplýsinga um fjárhagsstöðuna en áður hafa þekkst og hins vegar er stigið fyrsta skrefið til „verðbólgureikningsskila", þar 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.