Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 35

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 35
um fjárhagsstöðu en áður hafði gerst. Var meðal annars stigið fyrsta skrefið til þess að leiðrétta reikningsskilin fyrir áhrifum verð- lagsbreytinga. Eiga aðstandendur þessara laga miklar þakkir skildar fyrir frammi- stöðuna. A þessum árum sem liðin eru síðan nefnd lög voru samþykkt, hafa löggiltir endurskoð- endur jafnframt sjálfir haft forystu um miklar framfarir í reikningshaldi hérlendis. Er öllum notendum reikningsskila ljóst hvílíkar um- bætur hér hafa á orðið. Það er hins vegar eðli erindis eins og þess sem ég flyt ykkur hér í dag, að því er ætlað að koma á framfæri gagnlegum ábeningum og hlýtur því að fjalla efnislega um það sem betur mætti fara. Ég vil því geta þess í upphafi, að ástandið í þessum efnum er í dag býsna gott hjá því sem var fyrir örfáum árum. Notendur reikningsskila Notendur reikningsskila leita í þau eftir upplýsingum um rekstrarárangur og stöðu fyrirtækisins. Stjórnendur þurfa upplýsingar um hagnaðinn, vegna ákvarðanatöku um ráðstöfun verðmæta. Ytri hagsmunaaðilar, svo sem eigendur, lánadrottnar og opinberir aðilar þurfa upplýsingar um hagnaðinn til mats á frammistöðu stjórnenda, til saman- burðar við önnur tímabil og fyrirtæki og að auki til álagningar opinberra gjalda. Næstu árin áður en þau tímamót urðu sem ég nefndi í upphafi, má segja að notendum reikningsskila hafi verið næsta lítil stoð í þeim við ákvarðanatöku sína. Nú hefur hins vegar verið ráðin á þessu mikil bót. Aðstæður lánastofnana Eins og öllum er kunnugt er það verkefni banka og sparisjóða að ávaxta sparifé al- mennings. Þeir starfa því með fé, sem að öllu jöfnu er álitið áhættulaust. Það er einnig eðli innlána að vera bundin í skamman eða tiltölulegan skamman tíma. Því er það, að skammtímafyrirgreiðsla eða rekstrarlánatyr- irgreiðsla hefur komið í hlut þessara stofnana. Fjárfestingalánasjóðir eru hins vegar flest- ir opinberar stofnanir, sem stofnaðir eru með sérstökum lögum, sem kveða gjarnan á um stuðning við uppbyggingu nýjunga í til- teknum atvinnugreinum o.s.frv. Þeir hafa gjarnan notið opinberra framlaga og hafa því hærra hlutfall eigin fjár heldur en innlánsstofnanir. Enda þótt það sé ekki álitið verkefni þeirra að veita áhættulán má þó segja, að í starfsemi þeirra sé tekin nokkru meiri áhætta en innlánsstofnanir gera. Við þekkjum öll söguna um hinn ófull- komna íslenska lánamarkað. Þar hafa löng- um ríkt neikvæðir raunvextir með óseðjandi eftirspurn eftir lánsfé. Lánastofnanir hafa því getað valið úr lántakendum og komist upp með ríkar kröfur til trygginga. Skuldir hafa ennfremur hjaðnað í verðbólgunni og hefur því ekki verið vandasamt að veita örugg lán, enda hafa reikningar bankanna ekki sýnt veruleg útlánatöp á undanförnum árum. Má því álíta, að þarfir lánastofnana fyrir reikn- ingsskil frá viðskiptamönnum þeirra hafi löngum ekki verið jafn miklar hérlendis eins og víða gerist í öðrum löndum. Nú eru hins vegar breyttir tímar, að minnsta kosti að nokkru leyti. Verðtrygging hefur farið mjög vaxandi og þörfin fyrir vönduð vinnubrögð við lánveitingar hefur vaxið að sama skapi. Á þeim fimm árum sem liðin eru síðan „reikningsskilabyltingin" varð, má segja að hliðstæð bylting hafi orðið í vinnubrögðum bankanna. Ákvörðun um lánveitingu Við venjulega ákvörðun um lánveitingu kemur fleira til athugunar en fjárhagur umsækjanda. Þeir sem útlánum stýra spyrja sig gjarnan þeirrar spurningar, hver sé reynslan af stjórnanda fyrirtækisins. Er það ábyrgur maður sem náð hefur árangri í starfi sínu? Hafa samskiptin við hann verið með sanngjörnum og eðlilegum hætti? Hefur hann haft hæfilegan fyrirvara á lánsumsókn sinni 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.