Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 14

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 14
5. Um tjónið Að sjálfsögðu er það grundvallarskilyrði fyrir skaðabótarétti, bæði samkvæmt sakar- reglunni og reglunni um húsbóndaábyrgð, að tjón hafi hlotist af hinni saknæmu og ólögmætu hegðun. Margvísleg mistök geta orðið í starfi endurskoðanda án þess að viðsemjandi hans eða aðrir verði fyrir tjóni þeirra vegna. Dæmi: Ýmsar villur má leið- rétta í tæka tíð og sumar villur skipta litlu eða engu máli. Annað dæmi: Vegna vanrækslu endurskoðanda skilar hann ekki skattfram- tali viðskiptavinar síns á réttum tíma. Skatt- stjóri áætlar því tekjur og eru opinber gjöld lögð á samkvæmt því. Viðskiptamanni endur- skoðandans tekst þó að fá leiðréttingu, þannig að hann greiðir gjöld í samræmi við raunverulegar tekjur. Hér yrði endurskoð- andinn vitanlega ekki dæmdur til að greiða bætur fyrir annað en kostnað þann, sem viðskiptavinur hans kann að hafa haft af því að fá leiðréttingu sinna mála, t.d. þóknun annars endurskoðanda eða lögmanns. Bætur greiðast aðeins fyrir fjártjón. Frá þeirri reglu er að vísu undantekning í 264. gr. hgl. nr. 19/1940, en það ákvæði myndi mjög sjaldan eiga við á því sviði, sem hér er til umræðu. Fjártjón er það tjón, sem metið verður til peninga eftir almennum mælikvarða. Sem dæmi má nefna tap lánardrottna viðskipta- vinar endurskoðandans, tap kaupanda hluta- bréfa, og ýmsan útlagðan kostnað. (Um kostnað sjá danskan hæstaréttardóm í UfR 1952,1047, sbr. Gomard, bls. 63). Bæturfyrir óþægindi eða annan miska fást ekki greiddar. Ljóst er, að viðskiptavinur endurskoðanda, sem gerst hefur sekur um vanrækslu, kann að verða fyrir óþægindum og leiðindum, t.d. vegna vanefnda á margendurteknum loforð- um um að ljúka verki eða eltingarleiks við endurskoðanda, sem sjaldan er við. Fyrir þess háttar óþægindi fást engar bætur, nema unnt sé að sanna að beint vinnutap eða missir tekna hafi hlotist af. Annað dæmi má nefna. Endurskoðandi segir frá málefnum, sem leynt eiga að fara. Hann brýtur m.ö.o. þagnarskyldu þá, sem á honum hvílir. Slíkt brot getur komið við- skiptavini endurskoðandans mjög illa, þó að hann verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni. Hér myndi endurskoðandi ekki verða dæmdur til greiðslu skaðabóta. 6. Orsakatengsl Þótt tjón hafi orðið vegna sakar, er ekki víst að hinn seki sé alltaf bótaskyldur. Bótaréttur stofnast ekki nema að orsaka- tengsl séu milli saknæmrar hegðunar og þess tjóns sem tjónþoli hefur beðið. Dæmi: Endurskoðun stórfyrirtækis er mjög ábóta- vant. Fyrirtækið verður gjaldþrota, en sýnt er fram á, að viðskiptamenn þess myndu hafa orðið fyrir tjóni, þótt endurskoðandi fyrir- tækisins hefði unnið starf sitt óaðfinnanlega (sbr. danskan dóm í UfR 1931, 1048, sjá Gomard, bls. 75). Verði hluti tjóns viðskipta- manna rakinn til verka endurskoðandans, ber honum að bæta þann hluta (Gomard, bls. 76). Stundum geta fleiri en ein orsök verið fyrir tjóni og getur þá verið erfitt að dæma um bótaskyldu. Oftast er þó auðvelt að skera úr um, hvort orsakatengsl séu fyrir hendi. 7. Eigin sök tjónþola E.t.v. er óþarft að taka fram, að bótaréttur í tjónþola getur minnkað eða jafnvel fallið alveg niður, ef hann hefur á saknæman hátt átt þátt í að tjón varð. Má segja, að í stórum dráttum gildi hið sama um mat á sök tjónþola sjálfs og sök tjónvalds. Sá, sem treystir á endurskoðuð reiknings- skil, verður sjálfur að sýna eðlilega gætni við mat á upplýsingum þeim, sem í reiknings- skilunum felast. Gera verður ríkar kröfur til aðgæslu í þessu efni til manna, sem hafa atvinnu af því að stunda viðskipti. Reiknings- skil, þótt endurskoðuð séu af löggiltum manni, geta gefið tilefni til þess, að sá, sem 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.