Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 36

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 36
og lagt hana ljóst fyrir? Er hann maður sem hefur sambönd og þekkingu á sérsviði fyrir- tækisins? Þessi atriði skipta miklu máli við mat á lánstrausti umsækjanda og reiknings- skilin gefa takmarkaðar upplýsingar um þessa þætti. Á þetta oft við í ríkum mæli um minni fyrirtæki. Ennfremur þarf tilgangur lántökunnar að liggja ljós fyrir í upphafi, svo ákveða megi raunhæfa greiðsluskilmála fyrir láninu. Einn- ig eru ævinlega teknar tryggingar, sem byggj- ast annað hvort á forgangi að tilteknum verðmætum, veði, eða aðgangi að fjárhag þriðja manns, ábyrgð. Kaup á viðskipta- kröfum, þ.e. viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabréfum flokkast undir ábyrgðarskuld- bindingar, því þessar kröfur eru oftast dreifð- ar og því nánast áhættulaust lánsform. í mjög mörgum tilvikum nægja upplýsingar af þessu tagi, til þess að taka megi ákvörðun um lánveitingu, sem samrýmst geti hags- munum lánastofnunarinnar. Hins vegar er ljóst, að þeim tilvikum fer fjölgandi, þar sem athuganir af þessu tagi eru ekki nægilegar. Fjöldi fjárhagslegra athugana hjá Iðnaðar- bankanum er nú u.þ.b. 400 árlega. Er þar bæði um að ræða athuganir á ársreikningum fyrirtækja, en eftir þeim kalla bankastjórar og útibússtjórar nú í mun meira mæli en áður og jafnframt er þar um að ræða yfirferð og mat á rekstrar- og greiðsluáætlunum fyrir- tækjanna. Á þessum síðustu árum hefur iðnaðinum verið veittur aðgangur að afurðalánakerfi Seðlabankans, svonefndum rekstrarlánum iðnaðar. Þessi lán hafa verið byggð á greiðsluáætlunum og eiga þau sinn þátt í því, að nánast öll framleiðslufyrirtæki á sviði iðnaðar gera nú áætlanir um rekstur og fjárþörf ársins. Síðastliðin ár hefur ennfremur komið til skjalanna ný þróun, sem veitt hefur bönk- unum mikla aðstoð við fjárhagslegar athug- anir. Á ég þar við örtölvubyltinguna, sem hefur haft það í för með sér að smátölvur eru nú orðin sjálfsögð vinnutæki í hagdeildum bankanna. Þjálfuðum starfsmönnum veitist auðvelt að stilla upp rekstrar- og greiðslu- áætlunum fyrirtækjanna með þessum tækj- um. Er til að mynda fljótlegt að setja upplýsingar inn í stöðluð form, þar sem fjárþörfin er sundurgreind nákvæmlega og metin. Uppgötvi bankinn að til grundvallar séu lagðar forsendur sem ekki samrýmast viðskiptavenjum og eru til þess fallnar að sýna fjárþörf umfram það, sem eðlilegt getur talist, þá er starfsmönnum hagdeildanna nú í lófa lagið að breyta áætlununum með þessum tækjum. Er nú svo komið t.d. í Iðnaðarbank- anum, að þær áætlanir sem sendar eru Seðlabankanum með ósk um rekstrarlána- fyrirgreiðslu, eru ævinlega settar upp með þessum tækjum og mér er nær að halda, að í flestum tilvikum sé þeim eitthvað breytt af hagdeildinni. Seðlabankinn yfirfer þessar áætlanir síðan á ný og sú niðurstaða um rekstrarlána- fyrirgreiðslu sem þannig fæst með samstarfi Seðlabankans og viðskiptabankans hefur svo aftur leitt til þess, að vaxandi skilnings og ég vil segja ábyrgðartilfinningar hefur gætt hjá þessum aðilum um að réttmætri fjárþörf viðskiptavinanna sé mætt að fullu. Sá háttur er hafður á, að Seðlabankinn veitir lán sem nemur 50% af fjárþörfinni og viðskipta- bankinn lánar jafn mikið á móti. Þessi vinnubrögð hafa á síðustu þremur árum leitt til stórbættrar þjónustu bankanna við fram- leiðsluiðnaðinn. Úrvinnsla hagdeilda Fyrsta verkefni hagdeildar við athugun á fjárhag og rekstri viðskiptamanns er að afla sér síðustu reikningsskila fyrirtækisins. Þykir þá fengur að því, að um sé að ræða reikninga sem eru samdir af löggiltum endurskoðanda og helst með áritun um að hann taki á þeim ábyrgð. Þessum reikningsskilum er stillt upp með hefðbundnum hætti og reiknaðar út helstu kennitölur. Þykir bankanum þá æski- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.