Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 20

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 20
Ábyrgð löggiltra endurskoðenda Löggiltir endurskoðendur voru spurðir álits á því hvers vegna ekki hefði reynt á ábyrgð þeirra fyrir dómstólum hér á landi. Langflestir löggiltir endurskoðendur svör- uðu því til að ástæðan sé sú að ársreikningar eru almennt ekki notaðir til ákvarðanatöku. Menn spá lítið í ársreikningana þegar þeir eru að fjárfesta í fyrirtækjum. En hvað veldur því að ekki hefur reynt á ábyrgð löggiltra endurskoðenda gagnvart lánastofnunum, sem almennt krefjast árs- reikninga við lánsumsókn? Hugsanleg skýr- ing getur verið sú að endanleg ákvörðun um lán byggist ekki á þeirri mynd sem ársreikn- ingurinn gefur af viðkomandi fyrirtæki. Hag- deildarmenn segjast gera greinarmun og taka fram í skýrslu til bankastjórnar, hvort við- komandi ársreikningur er endurskoðaður, eða ekki, en síðan er e.t.v. tekin ákvörðun um lánsumsókn út frá öðrum sjónarmiðum. Athyglisvert er, að fjórðungur forráða- manna hlutafélaga telja að löggiltir endur- skoðendur beri ábyrgð á bókhaldi félagsins og af þeim er meirihlutinn forráðamenn endurskoðaðra félaga. En í 4. grein bók- haldslaga frá 1968 segir að stjórnendur þeirra félaga og stofnana, sem bókhaldsskyldar eru og þeir, sem bera ábyrgð á bókhaldsskyldum rekstri, skuli sjá um að ákvæðum bókhalds- laga sé fullnægt. Það er íhugunarvert að nokkrir forráða- menn hlutafélaga telja að löggiltirendurskoð- endur beri litla sem enga ábyrgð, og meðal þeirra, sem það telja, eru forráðamenn endur- skoðaðra félaga. Þetta getur verið ein skýring á því hvers vegna ekki hefur reynt á ábyrgð löggiltra endurskoðenda hér á landi. Það kom í ljós í könnuninni að í þremur tilfellum af átján höfðu löggiltir endurskoð- endur látið kjósa sig sem endurskoðendur hlutafélaga án þess að framkvæma endur- skoðun. Kosnum endurskoðendum er þó skylt að framkvæma endurskoðun skv. 86. gr. hlutafélagalaga. Þetta skýrir e.t.v. að ein- hverju leyti hversu illa forráðamenn hluta- félaga eru upplýstir um ábyrgð og tilgang endurskoðunar. Þar sem löggiltir endurskoð- endur ættu vitanlega að gera forráðamönnum grein fyrir því hvað felist í því að láta kjósa sig. Lokaorð Niðurstaðan er sú að mikil þörf er á fræðslu meðal notenda ársreikninga um störf lög- giltra endurskoðenda. Jafnframt er nauðsyn- legt að draga fram og leiðrétta þann mis- skilning sem virðist ríkja milli löggiltra endurskoðenda annars vegar og notenda ársreikninga hins vegar. Við vonum að einhverjir hafi haft gagn af þessari grein og að hún skapi umræðu innan félagsins um þessi mál. Að lokum viljum við koma á framfæri við reikningsskilanefnd FLE athyglisverðri til- lögu sem snýr að framsetningu, sem kom fram hjá lánastofnanamanni. Hann sagði að það skorti oft samræmi milli liða í efna- hagsreikningi og rekstrarreikningi. Sem dæmi má taka vörunotkun og ógreidd vöru- kaup. Ógreidd vörukaup eru oft falin inn í samþykktum víxlum og viðskiptamönnum. Þarna mætti til dæmis vera með sundurliðanir í skýringum til að draga fram ógreidd vörukaup sem eru í efnahagsreikningi í mismunandi kröfuformi. k. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.