Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Side 3

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Side 3
RITSTJÓRASPJALL AÐALSTEINN HÁKONARSON Löggiltur endurskoðandi Tímarit löggiltra endurskoöenda hefur nú breytt um svip, bæði að formi og gerð. Blaðinu hefur verið gefið nafn, en það var bæði erfitt verk og tímafrekt að komast að niðurstöðu í þeim efnum. Nafnið Álit er gamalt og gott íslenskt orð sem hefur að geyma nokkrar merkingar sem tengjast störfum endur- skoðenda. Má þar nefna að hafa skoðun á einhverju, athuga, gefa umsögn, meta o.fl. Svo virðist sem ekki sé um auðugan garð að gresja í þessu sambandi á vettvangi endurskoðenda og tiltölulega fá nöfn komu til greina eftir heilabrot og vangaveltur. Væntir ritnefndin þess að félagsmenn geti sæmilega unað við nafnið Álit. Brot blaðsins hefur verið stækkað og nú er hægt að litprenta síður þess að vild. Þessi breyting gerir blaðið eftirsóknarverðara fyrir auglýsendur, en það háði orðið útgáfu eldra blaðsins að ekki var hægt að birta auglýsingar í lit. Þá er gert ráð fyrir að ramminn á forsíðunni verði breytilegur frá blaði til blaðs með tilliti til þess efnis sem er fyrirferðarmest hverju sinni. í tengslum við þessar breytingar á blaðinu hefur jafnframt verið ákveðið að auka upplagið í a.m.k. tvö þúsund eintök og dreifa blaðinu víðar en gert hefur verið. í blaðinu eru birt þrjú erindi af fjórum sem flutt voru á sumarráðstefnu Félags löggiltra endur- skoðenda 1988. Ráðstefnan bar yfirskriftina „fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum og rekstrarvanda“ og var m.a. fjallað um hlutverk endurskoðenda við slíkar aðstæður. Forsíða blaðsins er nú helguð þessu efni sem er ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni um þessar mundir. Vegna aukinnar útbreyðslu blaðsins er í blaðinu grein um hlutverk og störf endurskoðenda. Um er að ræða þýðingu á bæklingi sem sænska endurskoðendafélagið FAR gaf út í ársbyrjun 1988, en hann er birtur hér nokkuð styttur og staðfærður. Sú hugmynd kom upp þegar farið var að vinna að útgáfu blaðsins, að fara fram á það við fastanefnd- ir FLE að þær yrðu framvegis með tilteknar síður í blaðinu til kynningar á því sem þær eru að fjalla um á hverjum tíma. Endurskoðunarnefnd, menntunarnefnd og reikningsskilanefnd tóku þessu erindi vel og er efni frá þeim öllum í blaðinu. Það bar m.a. til tíðinda á liðnu sumri að framkvæmdastjóri Alþjóðlegu reikningsskilanefndarinnar (IASC) heimsótti ísland á vegum FLE og flutti erindi um reikningsskil í óðaverðbólgu. Ritnefndinni þótti ástæða til að birta erindið í blaðinu, en það staðfestir að þær reikningsskilaaðferðir sem FLE hef- ur mótað og kunnar eru undir heitinu „fráviksaðferðir,“ eru í samræmi við tillögur alþjóðlegu nefndar- innar í öllum meginatriðum. Þess má einnig geta að FLE er aðili að IASC. Á árinu 1988 samþykkti FLE og gaf út leiðbeinandi reglur um áritanir á endurskoðuð og óendur- skoðuð reikningsskil. Hér er um faglega ályktun að ræða sem varðar fleiri en endurskoðendur og því þótti ástæða til að birta reglurnar hér í blaðinu til kynningar. Ritnefndin vonar að þær breytingar sem gerðar hafa verið á blaðinu mælist vel fyrir og þakkar öllum sem þátt áttu í gerð blaðsins. 3

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.