Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 6
ÁRNI TÓMASSON, LÖGGILTUR ENDURSKOÐANDI
Erindi á sumarráðstefnu 1.-3. júlí 1988
REKSTRARFORSENDAN -
NOKKRAR HUGLEIÐINGAR
UM „GOING CONCERN".
INNGANGUR.
Þegar þrengir að í efnahag landsmanna eykst umræða
meðal endurskoðenda á því, hvernig árita skuli reikn-
ingsskil fyrirtækja í rekstrarvanda. Hvaða ábyrgð hvflir
á endurskoðendum við að meta stöðu þessara félaga,
upplýsa lesendur ársreikninga um forsendur fyrir
áframhaldandi rekstri og gera stjórnendum grein fyrir
ábyrgð þeirra og skyldum. Sem innlegg í þessa umræðu
mun ég fjalla lítillega um eftirtalin atriði:
- Skilgreining hugtaksins „going concern principle"
- Áhrif þess á ársreikning ef „going concern principle“
er ekki fyrir hendi.
- Hvernig má merkja að „going concern principle" er
ekki lengur fyrir hendi, hvaða vísbendingar gefa til
kynna að til þessa muni koma; a) innan skamms tíma
b) þegar til lengri tíma er litið.
SKILGREINING.
Eflaust vita flestir áhugamenn um reikningshald nokk-
urn veginn hvað hugtakið „going concern principle11
fjallar um, en ekki er víst að allir orði hugsanir sínar á
sama hátt. Eftirfarandi skilgreining styðst við fyrsta al-
þjóðlega reikningsskilastaðalinn sem gefinn var út af
Alþjóðlegu reikningskilanefndinni (IASC):
„Going Concern Principle“ er forsenda fyrir því að
rekstrareining haldi áfram starfsemi í framtíðinni. For-
sendan byggir á því að rekstrareiningin hafi hvorki í
hyggju, né þurfi að hætta starfsemi í náinni framtíð.
Jafnframt byggir forsendan á því að ekki verði grund-
vallarbreytingar á starfsemi rekstrareiningarinnar í ná-
inni framtíð.
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að finna gott ís-
lenskt orð yfir „going concem principle" og hefur m.a.
komið uppástunga um orðið „áframhaldandi rekstrar-
hæfi“ í því sambandi. Hugtak þetta er ekki þjált í
munni og langar mig til að gera tilraun til úrbóta og
varpa því fram orðinu REKSTRARFORSENDA til að
koma í staðinn fyrir „going concern". Orðinu er ekki
ætlað að vera bein þýðing á erlenda hugtakinu, en með
tilliti til skilgreiningarinnar hér að framan geri ég mér
vonir um að orðið minni á merkingu hins erlenda hug-
taks. Þótt ekki væri nema að lesendur leiddu hugann að
betra og þjálla orði, fyndist mér betur af stað farið en
heima setið og mun styðjast við orðið „rekstrarfors-
enda“ í stað „going concern" í textanum hér á eftir.
MIKILVÆGI REKSTRARFORSENDUNNAR.
En hvað er svona mikilvægt við rekstrarforsenduna og
hvers vegna er ávallt gert ráð fyrir að hún sé til staðar
við gerð ársreikninga nema annað sé sérstaklega tekið
fram?
Ástæðan er sú, að mat eða virðing eigna í efnahags-
reikningi samkvæmt góðri reikningsskilavenju er byggt
á því að rekstrarforsendan sé fyrir hendi, þ.e. að fyrir-
tækið haldi áfram starfsemi í framtíðinni og hyggi ekki
á grundvallarbreytingar í rekstri. Með þetta í huga er
ekki úr vegi að rifja upp reikningshaldslega skilgrein-
ingu á eignum og fjárhæð þeirra: Eignir eru skilgreind-
ar sem líkleg framtíðargæði í eigu ákveðins aðila, sem
6