Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Qupperneq 10
ing. í því sambandi getur verið gagnlegt að athuga
hæfi félagsins til endurnýjunar og hvaða fjármögnun-
armöguleikar standa til boða.
Ýmis ytri skilyrðir sem nánar verður vikið að hér á
eftir.
Að síðustu vil ég nefna ýmis ytri skilyrði sem geta haft
veruleg áhrif á rekstrarforsendu fyrirtækja og geta í
vissum tilvikum verið afgerandi þáttur:
- Lagasetningar. Hér er af nógu að taka og nægir að
nefna skatta- og tollalagabreytingar.
- Áherslubreytingar stjórnvalda og lánastofnana. Hér
má nefna gengismál, vaxtamál, réttindi til fjárfest-
inga- og rekstrarlána.
- Umhverfismál. Hér nægir að nefna mengunarvarnir,
verndun, friðun og skipulagsmál til að minna á ýmis
dæmi.
- Markaðsmál. Hér má annarsvegar nefna inn- og út-
flutningsleyfi og tolla og hins vegar vörumerki og
einkaleyfi ýmis konar. Nærtæk dæmi er að finna í
samgöngumálum og fiskútflutningsmálum að því er
þetta varðar.
- Vinnuafl. Er nægilegt framboð á vinnuafli, er þekk-
ing og þjálfun vinnuafls næg, eru verkföll tíð. Allt
eru þetta mikilvæg atriði sem tengjast rekstrarfor-
sendunni.
- Aðföng. Er skortur á aðföngum, eru auðlindir að
ganga til þurrðar. í þessu sambandi koma í hugann
ýmis atriði tengd sjávarútvegi t.d. síldin og umræða
um aðföng Kísiliðjunnar við Mývatn fyrir nokkrum
árum.
LOKAORÐ.
Hér að framan hef ég fjallað um ýmis atriði er tengjast
rekstrarforsendunni (going concern) og hvernig helst
megi greina fyrirboða rekstrarstöðvunar í tíma. f>að
skal ítrekað að á engan hátt er um tæmandi upptaln-
ingu að ræða og horfa verður á rekstrareininguna sem
heild og umhverfi hennar áður en lagt er mat á hvort
rekstrarforsendan er fyrir hendi eða ekki, með öllum
þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér. Við
skulum ekki gleyma þeirri ábyrgð sem á stjórnendum
og endurskoðendum hvílir, að þær tölur sem ársreikn-
ingur birtir séu áreiðanlegar. Sé grunnurinn ekki traust-
ur verður ákvarðanatakan, sem á honum byggist, það
ekki heldur.
FYLGIST MBÐ
EFNAHAGSMALUM
í Hagtölum
mánaðarins
birtast
töflur um:
■ Peningamál
■ Greiðslujöfnuð
■ Utanríkisviðskipti
■ Ríkisfjarmál
■ Framleiðslu
■ Fjárfestingu
■ Atvinnutekjur
og íleira
■ Auk yfirlitsgreina
um efnahagsmál
/
Seðlabanki Islands
Hagfræðideild
Kalkofnsvegi 1, 150 ReykjavíkS 699600
10