Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 18

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 18
anagerð fastur liður í rekstri fjölmargra fyrirtækja hér- lendis í dag og þá gjarnan unnin af starfsmönnum þeirra án verulegrar áðstoðar endurskoðenda. Mér sýn- ist að endurskoðendur séu oft kallaðir til í þessu sam- bandi þegar í hlut eiga fyrirtæki sem ekki gera regluleg- ar áætlanir en telja sig allt í einu þurfa á þeim að halda eftir að farið er að þrengja að í rekstrinum og nauðsyn- legt er orðið að afla aukins starfsfjár. Enn sem komið er er það mjög fátítt hérlendis að hlutafjár sé aflað með þeim hætti að lögð sé fram ítar- leg greinargerð, á erlendu máli „prospectus", til glöggvunar fyrir þá sem beðnir eru um að leggja fram hlutafé. Nokkur dæmi eru þó um þetta á síðustu árum. Ég nefni þetta í beinu framhaldi af umfjölluninni um rekstar- og greiðsluáætlanir þar sem fjárhagsáætlanir eru jafnan mikilvægur þáttur í framsetningu á „prospec- tus“. Með væntanlegri eflingu hlutabréfaviðskipta munu fyrirtæki sem þurfa að endurskipuleggja rekstur sinn og fjárhag efalaust reyna hlutafjárútboð í vaxandi mæli og endurskoðendur munu eiga hlutverki að gegna við frágang útboðsgagna. Ýmsir endurskoðendur hafa á undanförnum árum unnið töluvert starf við rekstrarlega og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja þótt ekki hafi verið um hlutafjárútboð að ræða með áðurnefndum hætti. Oft hefur þetta farið fram á þann hátt að fyrirtæki hafa ver- ið sameinuð og þá stundum samhliða nýju hlutafjár- framlagi frá fyrri eigendum. Hér er um mikilvæga, og stundum nokkuð vandmeðfama, þjónustu að ræða við fyrirtæki sem komin eru í rekstrarlegan vanda og þetta er þjónusta sem endurskoðendur hafa sérstaka þekk- ingu til að veita. Inn í slíka þjónustu kemur til dæmis þekking endurskoðenda á skattamálum en oft er um skattaleg úrlausnarefni að ræða í þessu sambandi. Varðandi störf endurskoðenda fyrir fyrirtæki í rekstr- arvanda skal að lokum nefnt að dæmi munu um það að endurskoðendur taki að sér meiri eða minni fjárhags- lega stjórnun á minni fyrirtækjum við slíkar aðstæður. Hér er um þjónustuþátt að ræða sem getur hæglega rekist á grundvallarhlutverk endurskoðandans sem óháðs aðila sem veita á hlutlaust álit á fjárhagslegum upplýsingum frá fyrirtækjum. í þessu sambandi skal og nefnt það aðstoðarhlutverk sem endurskoðendum er ætlað gagnvart fyrirtækjum sem fá greiðslustöðvun á grundvelli gjaldþrotalaganna. Slíkt aðstoöarstarf gæti einnig virst í andstöðu við þá ímynd hlutleysis sem end- urskoðendur eiga að hafa en hafa verður í huga að greiðslustöðvun varir í tiltölulega skamman tíma og er bundin ákveðnum réttarreglum. 3. Hvaða sérstök tæknileg vandamál mæta endur- skoöandanum við þessar aðstæður? Auðvitað er ekki hægt að gefa neina algilda lýsingu á því hvaða sérstök tæknileg vandamál mæta endur- skoðandanum þegar hann vinnur fyrir fyrirtæki sem komið er í umtalsverðan rekstrarvanda. Þetta fer meðal annars eftir því hve mikill vandi viðkomandi fyrirtækis er orðinn. En ég ætla samt að minna á nokkra tækni- lega erfiðleika sem við er að fást í þessum tilvikum. Sé vinna endurskoðandans fólgin í gerð reiknings- skila er þess í fyrsta lagi að gæta að innra eftirlit og ástand bókhalds er yfirleitt verra hjá fjárhagslega veik- um en fjárhagslega traustum fyrirtækjum. í öðru lagi getur öflun traustra upplýsinga til nota við reikningsskil reynst erfiðari eftir því sem rekstrarvandinn vex, meðal annars vegna þess að þá verða gjarnan tíðari skipti á stjórnendum og öðru starfsfólki en þegar reksturinn gengur vel. í þriðja lagi þarf endurskoðandinn að beita umfangsmeiri endurskoðunaraðgerðum við slíkar að- stæður en ella væri þar sem hann verður að sannreyna hve mikill fjárhags- og rekstrarvandinn er orðinn. í fjórða lagi verður að líta svo á að eftir því sem rekstrar- vandinn vex minnki líkur á að stjórnendur skýri endur- skoðandanum frá öllum veigamiklum atriðum sem hann þarf að fá upplýsingar um við frágang reiknings- skilanna. Oftast má auðvitað skýra slíkt með því álagi sem er á stjórnendum við slíkar aðstæður. í fimmta lagi kemur alloft upp ágreiningur milli eigendahópa þegar reksturinn fer að ganga illa og getur þá hæglega komið upp einhvers konar misskilningur sem veldur því að endurskoðandinn hafi ekki lengur fullt traust allra eig- enda. Enn fleira mætti nefna sem veldur sérstökum tæknilegum erfiðleikum fyrir endurskoðanda sem vinn- ur að reikningsskilum fyrir fyrirtæki sem komið er í verulegan fjárhagslegan vanda. Til viðbótar þessu skal þó látið nægja að taka fram að frágangur endurskoð- unaráritunar getur kostað töluverð heilabrot við þessar aðstæður en um það fjalla ég sérstaklega hér á eftir. Pá verður einnig stuttlega farið út í þá sérstöku hættu sem er á að endurskoðandi verði fyrir persónulegum eða fjárhagslegum skakkaföllum vegna vinnu fyrir fyrirtæki sem eru komin í fjárhagslegar ógöngur. Eftir þessa skuggalegu upptalningu gætu einhverjir ykkar hugsað sem svo að ef eitthvert mark sé takandi á þeirri lýsingu sem ég var að gefa þá geti ekki verið neitt vit í að taka að sér endurskoðunarvinnu eða aðra vinnu fyrir fyrirtæki sem komið er í umtalsverðan rekstrar- vanda. Ég vil því ítreka það sem áður kom fram að það er auðvitað undantekning að öll þessi vandamál séu fyr- ir hendi í verulegum mæli í einu og sama endurskoð- unarverkefninu. Ég vil einnig taka fram að þótt þið tak- ið að sjálfsögðu fullt mark á skuggalegri lýsingu minni veit ég að hún hefur engin áhrif á vilja ykkar til að taka að ykkur vandasöm verkefni. Hinu verður hins vegar ekki neitað að það hvort endurskoðandi kemst klakk- laust frá erfiðu verkefni, sem unnið er fyrir fyrirtæki í rekstrarvanda, getur oltið á því að hann geri þeim sem hagsmuna eiga að gæta varðandi fjárhag fyrirtækisins skýra grein fyrir þeirri vinnu sem unnin var og niður- stöðum hennar. Mun ég nú víkja nánar að því efni. 18

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.