Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Qupperneq 23
HVERT ER HLUTVERK
ENDURSKOÐENDA?
INNGANGUR
Eftirfarandi grein er byggð á bæklingi frá sænska
endurskoðendafélaginu, FAR, sem nefnist „Hvad gör
en authoriserad revisor?" Hann var gefinn út í janúar
1988. Þýðingu annaðist Ómar Kjartansson, lögg. endur-
skoðandi. Greinin birtist hér staðfærð og nokkuð stytt.
Ætlan Félags löggiltra endurskoðenda, FLE, með
grein þessari er að auka þekkingu lesandans um endur-
skoðun og verksvið löggilts endurskoðanda. Hér verður
fyrst og fremst fjallað um endurskoðun í hlutafélögum.
Flest af því sem sagt verður, á einnig við um önnur fé-
lagsform og önnur rekstrarform.
HVERN MÁ TILNEFNA
SEM ENDURSKOÐANDA?
Aðalfundur eða stjórn félags velur endurskoðanda.
Stundum eru endurskoðunarskrifstofur tilnefndar sem
endurskoðandi. í slíkum tilfellum verður að tilnefna
einn af endurskoðendum skrifstofunnar sem ábyrgan
aðila varðandi endurskoðunina. Öll hlutafélög með
hlutafé meira en 300.000 krónur verða að hafa hið
minnsta einn löggiltan endurskoðanda í þjónustu sinni.
HVERJIR GETA ÖÐLAST LÖGGILDINGU?
AF HVERJU AÐ ENDURSKOÐA?
í hlutafélögum takmarkast ábyrgð eigenda á skuld-
bindingum félags við framlagt hlutafé. Þessi takmörkun
á ábyrgð eigenda krefst ákveðinna reglna um gerð árs-
reikninga slíkra félaga. Eigendur, lánveitendur, birgjar,
viðskiptamenn, starfsmenn og samfélagið í heild verða
að geta treyst ársreikningum þessara félaga. Þess vegna
er að finna í lögum ákvæði um endurskoðun á ársreikn-
ingum hlutafélaga. Endurskoðandinn er ýmist kjörinn
af aðalfundi viðkomandi hlutafélags eða ráðinn af
stjórn þess. Þrátt fyrir þetta ber honum í starfi sínu að
taka tillit til hagsmuna allra er ársreikningurinn kann
að varða.
Fjármálaráðherra veitir endurskoðendum löggildingu
að undangengnum verklegum prófum. Til að öðlast
löggildingu er krafist brottfararprófs frá viðskiptadeild
Háskóla íslands af endurskoðunarkjörsviði og að við-
komandi vinni alhliða endurskoðunarstörf í a.m.k. 3 ár
undir handleiðslu löggilts endurskoðanda.
Samkvæmt lögum er þeim einum heimilt að nota orð-
ið endurskoðandi í starfsheiti sínu sem til þess hafa
hlotið löggildingu ráðherra.
Ráðherra getur veitt löggiltum endurskoðanda við-
vörun eða svipt hann löggildingu, ef hann gerist brot-
legur í starfi, þ.e. víkur frá þeim meginreglum, sem í
heiðri skulu hafðar innan stéttarinnar.
HVER GETUR ORÐIÐ FÉLAGI í FLE?
HVERT ER HLUTVERK
ENDURSKOÐANDANS?
Endurskoðandanum ber að kanna ársreikning við-
komandi félaps og segja álit sitt á honum í endurskoð-
unarskýrslu. I áliti endurskoðandans kemur fram hvort
ársreikningurinn sé í samræmi við lög, reglur og góða
reikningsskilavenju. Hið síðast nefnda þýðir að við
gerð ársreikningsins hafi verið beitt aðferðum, sem
tíðkaðar eru og viðurkenndar af samtökum endurskoð-
enda. Endurskoðandinn ákveður sjálfur umfang og að-
ferðir er hann beitir við rannsókn sína. Fyrirtækið, sem
endurskoðunin beinist að, er skylt að veita allar upplýs-
ingar, sem endurskoðandinn kann að óska eftir. Að
endurskoðun lokinni áritar endurskoðandinn ársreikn-
ing félagsins.
Allir félagsmenn FLE eru löggiltir endurskoðendur.
Þeim er skylt að fylgja leiðbeinandi reglum og siðaregl-
um FLE. Þessar reglur ganga lengra en ákvæði laga um
hlutafélög og lög um löggilta endurskoðendur. Löggiltir
endurskoðendur á íslandi eru að verða tvö hundruð.
Flestir þeirra eru meðlimir í FLE. U.þ.b. helmingur
þessa hóps er yngri en 40 ára. Tiltölulega fáar konur
eru í hópi endurskoðenda, en hlutur þeirra fer vaxandi.
ENDURSKOÐUN BYGGIR Á TRÚNAÐI
Til að endurskoðandi geti rækt hlutverk sitt, verður
hann að njóta óskoraðs trausts. Þessi trúnaður felst í
því að endurskoðandinn sé óháður, hæfni hans óum-
23