Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Síða 24
deild og í þagnarskyldu endurskoðandans. Hugtakið
óháður felur í sér, að endurskoðandinn má ekki eiga
hagsmuna að gæta eða vera í stjórn þess félags, sem
endurskoða á, né dótturfélögum þess. í lögum um
hlutafélög, 83. gr. segir svo:
Endurskoðandi hlutafélags má ekki vera í stjórn
eða fulltrúanefnd þess, framkvœmdastjóri þess eða
starfsmaður. Eigi má hann heldur vera í þjónustu
formanns stjórnar félagsins, framkvæmdastjóra þess,
prókúruhafa eða þeirra starfsmanna, sem annast eða
hafa eftirlit með bókhaldi þess eða fjármálum. Þá má
endurskoðandi eigi vera maki þessara aðila, skyldur
þeim eða tengdur að feðgatali eða niðja eða fyrsta lið
til hliðar, kjörforeldri þeirra eða kjörbarn, fóstur-
foreldri eða fósturbarn.
Endurskoðandi hlutafélags má ekki vera í þjón-
ustu stjórnarmanns félagsins.
Þann, sem ekki er hlutgengur við kosningu endur-
skoðanda í móðurfélagi, má ekki kjósa sem endur-
skoðanda í dótturfélagi.
Endurskoðandi má hvorki vera skuldugur félaginu
né félögum í sömu samstœðu.
Hæfni endurskoðandans er tryggð með þeim ströngu
reglum er gilda varðandi skilyrði fyrir löggildingu.
Þagnarskyldan lýtur að því, að sú vitneskja sem end-
urskoðandinn aflar sér í starfi, komist ekki til vitundar
óviðkomandi aðila. Þagnarskyldunni er betur lýst síðar
í texta þessum.
FRAMKVÆMD ENDURSKOÐUNAR
Með endurskoðun ársreiknings er átt við, eins og
segir í hlutafélagalögum, „að kanna ársreikning og
reikningshald félags“. Endurskoðuninni er ætlað að
skapa endurskoðandanum forsendur til að tjá sig um
efnahagsreikning, rekstrarreikning, skýrslu stjórnar og
aðra þá þætti ársreikningsins sem endurskoðunin kann
að taka til.
Endurskoðun ársreiknings er framkvæmd að hluta
meðan á reikningsárinu stendur, að hluta þegar bókum
félagsins hefur verið lokað og gerð ársreiknings er lok-
ið.
Endurskoðun hefst með söfnun upplýsinga. Upplýs-
ingum sem þá er safnað eru mjög almenns eðlis um
starfsemi fyrirtækisins.
Næsta skref í endurskoðuninni er gerð heildaráætlun-
ar. Endurskoðandinn þarf að meta hvað skuli rannsaka
og í hvaða mæli. Áætlanagerðin er afar mikilvæg í starfi
endurskoðandans og afgerandi varðandi gæði endur-
skoðunarinnar. Unnt er að hugsa sér vel útfærðar kann-
anir sem reynast haldlausar, þar sem rannsóknirnar
beindust að röngum efnisatriðum. Sér til aðstoðar við
áætlanagerðina hefur endurskoðandinn leiðbeinandi
reglur FLE og alþjóðlegu endurskoðunarnefndarinnar,
IFAC.
Það sem mestu ræður um gerð áætlunarinnar eru
hugtökin „áhætta“ og „mikilvægi“. Þegar heildaráætl-
uninni er lokið, er áætlunin brotin niður í minni en ná-
kvæmari hlutaáætlanir. Hér velur endurskoðandinn
rannsóknaraðferðir og annað er lýtur að framkvæmd
endurskoðunarinnar. Hér er þess gætt að öll vinna
verði sem markvissust.
Næst hefst hin eiginlega endurskoðun. Endur-
skoðandinn framkvæmir þær aðgerðir, sem í áætluninni
felast og metur niðurstöður rannsóknanna. Þetta mat á
sér stað af og til í tímans rás og getur á stundum orðið
tilefni til breytinga í „endurskoðunaráætluninni" jafn-
hliða frekari rannsóknum. Að síðustu gerir endur-
skoðandirin skýrslu um endurskoðunina. Endurskoðun-
arskýrslan, áritunin, er það gagn, sem almenningi er
aðgengilegt og opinbert. Þessi skýrsla er rituð eftir að
endurskoðun er lokið og hefur að geyma samandregnar
niðurstöður endurskoðunarinnar.
Ennfremur skrifar endurskoðandinn oft skýrslur
beint til stjórnar fyrirtækisins. í skýrslum þessum er þá
að finna aðfinnslur, gerðar tillögur um leiðréttingar og
endurbætur á reikningshaldi eða öðru til að koma í veg
fyrir mistök og/eða villur.
HVAÐ Á ENDURSKOÐANDINN VIÐ
MEÐ INNRA EFTIRLITI?
í huga endurskoðandans er hugtakið „innra eftirlit"
mikilvægt og afgerandi varðandi umfang endurskoðun-
ar og endurskoðunaraðferðir. Með „innra eftirliti" á
endurskoðandinn við allar þær aðferðir, sem notaðar
eru til að tryggja að ekki komi upp villur í starfsemi fyr-
irtækisins, villur sem gætu skaðað hagsmuni félagsins
eða orsakað misvísanir á ársreikningi þess, villur sem
ella kynnu að koma upp, óviljandi eða af ásetningi.
Dæmi um slíkar aðferðir eru „áritanir á skjöl“, „taln-
ingar“, sjóðsvélar o.fl. „Innra eftirlitið" byggir enn-
fremur á því, að eftirfarandi atriði séu vel skipulögð og
þaulhugsuð, þ.e. dreifing valds, verkaskipting, bók-
haldsskipulag og upplýsingaflæði. Ennfremur er mikil-
vægt fyrir „innra eftirlit" að fylgjast vel með „lotun
rekstrarliða“ og frávikum frá áætlunum.
HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN?
I stórum fyrirtækjum má stundum finna endurskoð-
unardeildir m.a. í þeim tilgangi að tryggja að stjórn og
framkvæmdastjóri fylgi í einu og öllu ákvæðum hlutafé-
lagalaga varðandi reikningshald og fésýslu. Innri endur-
skoðunin rannsakar oft hið „innra eftirlit“ og gerir til-
lögur um endurbætur á því kerfi.
Innri endurskoðun getur aldrei komið í stað hinnar
lögbundnu óháðu endurskoðunar.
24