Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Síða 28
Frá fastanefndum FLE
til samræmingar á þeim og þessar fyrirmyndir. Form og
framsetning íslenskra ársreikninga byggist enn fyrst og
fremst á þeim hugmyndum, sem á þessum fundi voru
kynntar.
Af öðru efni, sem lagt hefur verið fram á undan-
förnum árum má nefna hugmyndir um framsetningu
tekjuskatts, álitsgerð um bókun kaupleigusamninga,
álitsgerð um fjármagns- og sjóðsstreymi, og hugmyndir
um reikningsskilareglur verktakafyrirtækja.
A árinu 1982 lagði reikningsskilanefndin fram hug-
myndir að endurbótum á leiðréttingum, sem fram til
þess tíma, voru gerðar í reikningsskilum fyrirtækja og
vörðuðu áhrif verðbólgunnar á mælingar á afkomu og
efnahag þeirra. Með þessum hugmyndum var lagður
grunnur að nákvæmari útreikningi á áhrifum verðbólg-
unnar á efni ársreikninga. Þessu starfi var framhaldið
með álitsgerð um sama efni, sem lögð var fram á árinu
1985. Enn er þessu starfi ekki lokið og betrumbæta má
það afkomuhugtak, sem í þessum skrifum fólst. Til
dæmis að taka má benda á, að þörf getur verið á endur-
mati varanlegra fjármuna, sem tekur tillit til mismun-
andi breytinga á endurkaupsverði þeirra. Þá mættti
endurbæta þann hluta rekstrarreikningsins, sem skýrir
frá fjármagnskostnaði. Og meira samræmi þarf að vera
í því, hvaða vísitölur eru notaðar hjá hinum ýmsu
rekstraraðilum.
Nú skal nokkrum orðum farið um störf nefndarinnar
á yfirstandandi starfsári og fyrirhuguðum verkefnum á
næstunni. í maí á þessu ári stóð nefndin fyrir heimsókn
framkvæmdastjóra Alþjóðlegu reikningsskilanefndar-
innar til íslands. Þessi nefnd var stofnuð á árinu 1973 að
tilstuðlan nokkurra landa, sem töldu brýna nauðsyn á
því að samræma reikningsskil fyrirtækja í heiminum,
meðal annars vegna aukinna viðskipta á milli landa.
Um þessar mundir eiga um 100 fagfélög endurskoðenda
aðild að nefndinni. Tildrög þess, að íslenska reiknings-
skilanefndin bauð framkvæmdastjóranum hingað til
lands eru annars vegar þau, að alþjóðlega nefndin hafði
nýlega gefið út drög af staðli um ársreikningagerð við
skilyrði óðaverðbólgu; þau þótti ástæða til að kynna,
enda á Félag löggiltra endurskoðenda aðild að alþjóð-
legu nefndinni. Hins vegar þótti íslensku reikningsskila-
nefndinni ástæða til þess að leyfa forráðamönnum fyrir-
tækja hér á landi að heyra álit framkvæmdastjórans á ís-
lensku reikningsskilunum.
Því miður voru þeir tveir fundir, sem boðað var til af
þessu tilefni ekki fjölmennir, og af þeim sökum tókst
heimsóknin ekki eins vel og annars hefði verið. Tvennt
skal bent á úr máli framkvæmdastjórans. Annars vegar
það, að hann taldi það ekki árangursríka aðferð við að
útskýra efni verðbólguleiðrétts ársreiknings að greina
frá tæknilegum atriðum er lúta að útreikningi verðleið-
réttingarfærslnanna. Það hefðu breskir endurskoðend-
ur gert á sínum tíma, þegar skylda var að semja verð-
leiðrétt uppgjör þar í landi, og honum virtist sem ís-
lenskir endurskoðendur hefðu fallið í sömu gildru.
Árangursríkara væri að skýra efni slíkra ársreikninga
með almennum orðum, svo lesandi mætti túlka megin-
niðurstöður þeirra á réttan hátt; hvernig færslurnar
væru reiknaðar út væri óþarfi að skýra, raunar til þess
eins fallið að rugla menn í ríminu.
Hitt atriðið, sem fram kom í máli framkvæmda-
stjórans og ástæða er til þess að vekja athygli á, er að
hann lýsti því yfir, að íslenskir ársreikningar, samdir að
hætti fráviksaðferðar, væru í fullu samræmi við fýrir-
hugaðan staðal Alþjóðlegu reikningsskilanefndarinnar.
Reikningskilanefndin lítur svo til, að þessi yfirlýsing sé
mikill stuðningur við þær endurbætur sem gerðar hafa á
íslenska ársreikningnum á undanförnum árum, og stutt-
lega var gerð grein fyrir hér að framan.
Á þessu starfsári hefur reikningsskilanefndin lagt
fram drög að tveimur álitsgerðum. Önnur fjallaði um
bókun fjárfestinga í skuldabréfum og hlutabréfum, en
hin um svonefnd milliuppgjör. Drögin voru lögð fram á
ráðstefnu, sem haldin var á Akureyri í október. Stefnt
er að því að koma drögunum í endanlegan búning á
þessu ári.
Þar sem nokkur aukning hefur verið á fjárfestingum
fyrirtækja í skuldabréfum og hlutabréfum á síðustu
misserum, þótti nefndinni ástæða til þess að fjalla um
bókun slíkra fjárfestinga. í drögunum eru kynnt viðhorf
nefndarinnar til bókhaldsmeðferðar affalla af skulda-
bréfum. Mælt er með því, að þeim sé dreift á rekstur
miðað við virka vexti og að þau séu verðbætt, ef við-
komandi skuld er verðtryggð. Nokkur munur mun vera
á bókhaldslegri framkvæmd í þessu efni, svo að veru-
legum fjárhæðum getur munað, og af þeim sökum var
þetta mál tekið upp. Þá er í drögunum kynnt aðferð til
að færa fjárfestingar í hlutabréfum. Fram til þessa hafa
íslensk fyrirtæki ekki mikið gert að því að kaupa hluta-
28