Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Side 29

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Side 29
Frá fastanefndum FLE bréf í öðrum félögum, svo neinu nemi. Nú hefur það færst í vöxt og því þótti ástæða til þess að kynna aðferð, sem víða erlendis er notuð, þegar svo háttar til að eitt félag á umtalsverðan hlut í öðru félagi. Við þær aðstæð- ur er mælt með svokallaðri hlutdeildaraðferð, en hún er þannig að fjárfestirinn færir reiknaða hlutdeild sína í hreyfingum á eigin fé viðkomandi félags. í drögunum eru kynnt viðhorf nefndarinnar til þessarar aðferðar, og við hvaða aðstæður gæti komið til greina að nota hana hér á landi. Hin drögin fjalla um milliuppgjör fyrirtækja, sem færst hefur í vöxt að þau semji eða láti semja. í því sam- bandi koma upp ýmis mál, sem þarfnast skoðunar, einkum ef fyrirtæki beita skattalagaaðferðinni við reikningagerð sína. Kynnt var afstaða nefndarinnar til nokkurra af þessum álitamálum. Núverandi nefnd hefur ekki ákveðið, hvaða mál verða næst tekin til skoðunar. Ýmis mál má þó benda á, sem ástæða væri til þess að fjalla um. Meðferð tekju- skatta og óskattlagðs eigin fjár, bókun efitrlaunaskuld- bindinga, frásögn af áhrifum breytinga á reikningsskil- areglum, samstæðureikningsskil, reglur um innlausn tekna, meðhöndlun tölvukostnaðar, og meðhöndlun fjármagnskostnaðar eru allt mál, sem bíða úrlausnar, auk frekari endurbóta á núverandi reglum um áhrif verðbólgunnar á afkomumælingar. Endurskoðunarnefnd FLE Starfsárið 1986 - 1987 var mikið afkastaár hjá Endur- skoðunarnefnd. Gengið var frá 3 nýjum tillögum að leiðbeinandi reglum, og þær undirbúnar undir af- greiðslu aðalfundar 1987. Aðeins ein af þessum leið- beinandi reglum fékkst þó samþykkt á aðalfundi í nóv- ember 1987. Starfsárið 1987 - 1988 hefur ekki síður orðið starfs- samt hjá endurskoðunarnefnd, þó svo afraksturinn að því er varðar leiðbeinandi reglur sé ekki alveg eins góð- ur og árið á undan. Þetta starfsár byijaði með því að til- lögur að leiðbeinandi reglum um áritanir fengust ekki samþykktar á aðalfundi 1987. Boðað var til framhalds- aðalfundar í janúar 1988. Fyrir þann fund var unnið vel að því að gera þær endurbætur á fyrri tillögum, sem þurfa þótti miðað við viðbrögð félaga á aðalfundinum. Endurbættar tillögur voru síðan samþykktar móta- tkvæðalaust á framhaldsaðalfundinum. í samráði við stjórn FLE var ráðist í prentun og sér- útgáfu þeirra fjögurra leiðbeinandi reglna, sem félagar í FLE hafa samþykkt. Þessar sérútgáfur kostuðu ótal ferðir í prentsmiðju, en komu loks út í júní sl. Þær eru: * Nr. 1: Leiðbeinandi reglur um grundvallaratriði endurskoðunar á ársreikningum hlutafélaga. (Samþ. mars 1979). * Nr. 2. Leiðbeinandi reglur um vinnupappíra lög- giltra endurskoðenda. (Samþ. nóv. 1987). * Nr. 3: Leiðbeinandi reglur um áritanir á endurskoð- uð reikningsskil. (Samþ. jan. 1988). * Nr. 4: Leiðbeinandi reglur um gerð óendurskoðaðra reikningsskila og áritanir endurskoðenda á þau. (Samþ. jan. 1988). Nú er í vinnslu tillögur að eftirfarandi leiðbeinandi regl- um: * Nr. 5: Leiðbeinandi reglur um endurskoðun vöru- birgða. (Tillaga okt. 1988 - Ósamþ.) * Nr. 6: Leiðbeinandi reglur um endurskoðun á við- skiptakröfum. (Tillaga okt. 1988 - Ósamþ.) Markmið nefndarinnar er að þessar tvær tillögur verði sendar félagsmönnum til kynningar fyrir aðalfund 1988, og jafnframt er stefnt að kynningu á félagsfundi skv. 13. gr. félagssamþykkta í tengslum við aðalfund- inn. Endurskoðunarnefnd beinir því jafnframt til félags- manna, að þeir láti í ljós álit sitt á því, í hvaða til- lögugerð beri að ráðast næst. Margt kemur til greina, ekki síst ef höfð er hliðsjón af þeim umbrotatímum, sem nú eru í efnahagsmálum og í fjármálum fyrirtækja. Endurskoðunarnefndin hefur nú í undirbúningi út- gáfu á þeim IFAC-stöðlum (International Auditing Guideline), sem samþykktir hafa verið og útgefnir síð- an í júlí 1986. Á fundi í Norrænu endurskoðunarnefndinni (NRK) í Kaupmannahöfn sumarið 1987 var ákveðið að fundur nefndarinnar 1988 skyldi haldinn í Reykjavík. Hann var síðan haldinn hér dagana 13. og 14. júní sl. Þessi fundur kostaði allnokkra undirbúningsvinnu, en tókst vel í alla staði. Hinir norrænu kollegar okkar fóru héðan glaðir og ánægðir að loknum fundi. Okkar höfuðverkur verð- 29

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.