Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Page 38
5. Álitsgerðir.
5.1. Áritun án fyrirvara.
5.1.1. Að endurskoðandi sé óháður samkvæmt 11.
grein laga um löggilta endurskoðendur.
5.1.2. Að endurskoðað hafi verið í samræmi við
góða endurskoðunarvenju. Skal í þessu
sambandi stuðst m.a. við „Leiðbeinandi
reglur um grundvallaratriði endurskoðunar
á ársreikningum hlutafélaga“.
5.1.3. Að reikningsskilin séu gerð í samræmi við
grundvallarreglur um gerð reikningsskila í
kafla 3 hér að framan.
5.1.4. Að ekki ríki veruleg óvissa um einstaka liði
reikningsskilanna eða þróun og horfur um
áframhaldandi rekstur.
5.2. Áritanir með fyrirvara.
Fyrirvara í áritunum skal gera á þann hátt að les-
andi reikningsskila geti gert sér grein fyrir þýðingu
fyrirvarans við mat á afkomu og efnahag félagsins.
Það álit, sem endurskoðandi lætur í ljós á reikn-
ingsskilum, fer eftir þeim vandkvæðum sem eru á
framkvæmd endurskoðunar, eftir framsetningu
reikningsskila og eftir eðli óvissu. Helstu reglur
um álitsgerðina eru þessar:
5.2.1. Álit með fyrirvara er gefið þegar fyrirvari er
vegna eins eða fárra liða í reikningsskilum,
vegna vandkvæða við að endurskoða, fram-
setningar reikningsskila, eða vegna óvissu,
en endurskoðandi telur að reikningsskilin
gefi glögga mynd af afkomu og efnahag fé-
lagsins að undanskildum þeim liðum, sem
hann gerir fyrirvara um.
5.2.2. Neikvætt álit er gefið þegar verulegur galli
er á framsetningu reikningsskila og endur-
skoðandi telur þau því ekki gefa glögga
mynd af afkomu og/eða efnahag félagsins.
5.2.3. Álit er ekki látið í ljós ef veruleg vandkvæði
eru við framkvæmd endurskoðunar svo og
ef veruleg óvissa er um mikilvægi liða
reikningsskila eða grundvöll þeirra.
Þau atriði sem m.a. ber að hafa í huga við áritun
með fyrirvara eru eftirfarandi:
a. Framkvæmd endurskoðunar.
- Endurskoðandi hefur ekki aðgang að nauð-
synlegum upplýsingum eða að endurskoðun er
takmörkuð að einhverju leyti.
- Nýkjörinn endurskoðandi getur ekki sann-
reynt jöfnuði aðalbókar frá fyrra tímabili og/
eða samanburðartöflur fyrra tímabils.
b. Framsetning reikningsskila.
- Reikningsskil eru ekki gerð í samræmi við
góða reikningsskilavenju eða ákvæði laga og
samþykktir félags.
- Ráðstöfun hagnaðar er ekki í samræmi við
ákvæði laga eða samþykktir félags.
- Um er að ræða önnur brot á lögum eða sam-
þykktum félags.
- Ef varúð er meiri en góð reikningsskilavenja
gerir ráð fyrir svo að heildarmynd reiknings-
skila skekkist.
c. Óvissa.
-'Ef verulegar veilur í bókhaldi og innra eftir-
liti rýra grundvöll reikningsskila.
- Ef að mati endurskoðanda er verulegur vafi á
að félag geti haldið áfram rekstri, en í reikn-
ingsskilum þess er gert ráð fyrir áframhaldandi
rekstri.
Það fer eftir eðli og mikilvægi fyrirvara í áritun
hvort endurskoðandi leggur til að reikningsskil séu
ekki samþykkt á aðalfundi félags. Gera má ráð
fyrir að slíkt leiði alltaf af neikvæðu áliti, en geti
einnig leitt af áliti með fyrirvara eða áritun þar
sem álit er ekki látið í ljós.
Endurskoðanda ber að gera stjórnendum félags
grein fyrir tilvikum, sem geta leitt til fyrirvara í
áritun, áður en frágangi reikningsskila er lokið.
Komist endurskoðandi að raun um að í reikn-
ingsskil vanti upplýsingar, sem lög og góð reikn-
ingsskilavenja gera ráð fyrir, skal hann í áritun
sinni veita slíkar viðbótarupplýsingar. Endur-
skoðanda ber að gera stjórnendum félags grein
fyrir tilvikum, sem krefjast viðbótarupplýsinga í
áritun, áður en frágangi reikningsskila er lokið.
Janúar 1988
Dæmi um áritanir á
endurskoðuð reiknings-
skil
Áritun án fyrirvara
Við höfum endurskoðað ársreikning fyrir árið 19xx.
Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar,
rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjármagnsstreymi
og skýringar nr. 1 - x. Við endurskoðunina voru gerðar
þær kannanir á bókhaldi og bókhaldsgögnum, sem við
töldum nauðsynlegar.
Það er álit okkar að ársreikningurinn sé í samræmi
við lög, félagssamþykktir og góða reikningsskilavenju
og gefi glögga mynd af rekstri félagsins á árinu 19xx,
efnahag þess 31. desember 19xx og breytingu á hreinu
veltufé árið 19xx.
Staður, dagsetning.
38