Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Síða 39
Áritun með fyrirvara
Við höfum endurskoðað ársreikning fyrir árið 19xx.
Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar,
rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjármagnsstreymi
og skýringar nr. 1 - x. Við endurskoðunina voru gerðar
þær kannanir á bókhaldi og bókhaldsgögnum.'sem við
töldum nauðsynlegar.
Við endurskoðunina kom í ljós að skuldabréf að
nafnverði kr. xxxx er talið til eignar í ársreikningi á því
verði. Miðað við greiðsluskilmála, vaxtakjör og trygg-
ingar skuldabréfsins má gera ráð fyrir að markaðsverð
þess sé samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um kr.
xxxx. Skuldabréfaeign virðist því ofantalin í ársreikn-
ingi um kr. xxxx.
Að teknu tilliti til þess fyrirvara sem fram kemur að
ofan er það álit okkar að ársreikningurinn sé í samræmi
við lög, félagssamþykktir og góða reikningsskilavenju
og gefi glögga mynd af rekstri félagsins á árinu 19xx,
efnahag þess 31. desember 19xx og breytingu á hreinu
veltufé árið 19xx.
Staður, dagsetning.
Neikvæð áritun
Við höfum endurskoðað ársreikning fyrir árið 19xx.
Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar,
rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjármagnsstreymi
og skýringar nr. 1 - x. Við endurskoðunina voru gerðar
þær kannanir á bókhaldi og bókhaldsgögnum, sem við
töldum nauðsynlegar.
Við endurskoðunina kom í ljós að í ársreikningnum
er ekki getið framkominnar skaðabótakröfu á félagið.
Miðað við fyrirliggjandi mat á kröfunni má telja að
skuldir séu verulega vantaldar í ársreikningi og að óvíst
sé hvort félagið geti haldið áfram eðlilegri starfsemi.
Með tilvísun til athugasemdac okkar að ofan er það
álit okkar að ársreikningurinn sé ekki gerður í samræmi
við lög, félagssamþykktir og góða reikningsskilavenju
og gefi ekki glögga mynd af rekstri félagsins á árinu
19xx, efnahag þess 31. desember 19xx og breytingu á
hreinu veltufé árið 19xx.
Staður, dagsetning.
Áritun án álits
Við höfum endurskoðað ársreikning fyrir árið 19xx.
Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar,
rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjármagnsstreymi
og skýringar nr. 1 - x. Við endurskoðunina voru gerðar
þær kannanir á bókhaldi og bókhaldsgögnum, sem við
töldum nauðsynlegar að eftirfarandi undanskildu:
Par sem við vorum fyrst kjörnir/tilkvaddir til endur-
skoðunar á ársreikningi félagsins í byrjun febrúar sl.
vorum við ekki viðstaddir talningu birgða, sem fram fór
1. og 2. janúar sl. Við gátum því ekki sannreynt talning-
una, né höfum getað sannreynt birgðir á annan hátt síð-
ar eftir fyrirliggjandi gögnum.
Vegna þessara vandkvæða við endurskoðunina og
sökum þess að verðmæti birgða skiptir í þessu tilviki
verulegu máli við mat á afkomu og efnahag félagsins,
látum við ekki í ljós álit á ársreikningunum.
Staður, dagsetning.
Leiðbeinandi reglur nr. 4.
Leiðbeinandi reglur um
gerð óendurskoðaðra
reikningsskila og áritanir
endurskoðenda á þau
1. Skilgreining
1.1. Með áritun hér á eftir er átt við yfirlýsingu end-
urskoðenda um reikningsskil. Með reiknings-
skilum er átt við reikningsskil þeirra aðila, sem
skulu halda tvíhliða bókhald lögum samkvæmt.
Áritanir skulu vera með skýru orðalagi þannig
að ekki sé hætta á því að lesendur dragi mis-
munandi ályktanir af þeim.
1.2. Markmið endurskoðanda með gerð óendur-
skoðaðra reikningsskila er að veita viðskipta-
vini sínum sérfræðilega aðstoð til þess að gera
honum kleift að leggja fram reikningsskil, sem
séu í samræmi við lög og góða reikningsskila-
venju.
1.3. Reikningsleg aðstoð er að því leyti frábrugðin
endurskoðun að beinum endurskoðunarað-
gerðum er ekki beitt nema í takmörkuðum
mæli.
2. Forsendur fyrir gerð óendurskoðaðra reikn-
ingsskila
2.1. Þó reikningsskil séu ekki endurskoðuð, skal
endurskoðandi sjá til þess að því markmiði,
sem lýst er í lið 1.2. hér að framan, sé náð.
Óendurskoðuð reikningsskil skulu gerð í sam-
ræmi við góða reikningsskilavenju og er í því
sambandi vísað í kafla nr. 3 hér á eftir.
2.2. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að endurskoðandi
fái allar nauðsynlegar upplýsingar. Endur-
skoðanda ber að sjá til þess að þær séu settar
fram í samræmi við lög og góða reikningsskila-
venju og takmarkast ábyrgð hans við það.
39