Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 7

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 7
hlutfall fyrirtækja í sömu grein og það fyrirtæki, sem verið er að meta, og beita því á hagnað fyrirtækisins. Vandinn við þessa aðferð felst hins vegar í því að finna „réttan“ hagnað fyrirtækisins til að nota í þessu sam- bandi, og gera nauðsynlegar leiðréttingar í því skyni. b) V/H hlutfall á leiðréttan hagnað. V/H hlutfallið í sinni einföldustu mynd gefur e.t.v. ekki skýra mynd af líklegu verðmæti hlutabréfa ákveðins fyrirtækis. Taka þarf tillit til allra óvenjulegra tekju- og gjaldaliða og hreinsa þá frá, þannig að miðað sé við eðlilegan árshagnað fyrirtækisins til lengri tíma eins og áður sagði. Beiting V/H hlutfallsins á slíkan leiðréttan hagnað ætti að gefa mun réttari af líklegu markaðsverð- mæti hlutabréfa fyrirtækisins. c) V/RH hlutfall. Þriðja matsaðferðin, sem hefur verið notuð, er að miða við rekstrarhagnað fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði og skatta, og taka þannig ekki tillit til hugsanlegrar mis- munandi fjármögnunar fyrirtækja eða mismunandi greiddra skatta. Verðmæti fyrirtækisins er þannig talið stjórnast mest af því hvert framlag rekstrarins er. í mörgum tilvikum er einnig notast við hagnað fyrir af- skriftir, vexti og skatta til að forðast vandamál vegna hugsanlegra mismunandi reikningsskilaaðferða og skattalög. Petta hefur einkum þýðingu við samanburð á kennitölum milli landa. 3. Aðferðir, sem miðast við núvirðingu framtíðar tekju- strauma eða útgreidds arðs í framtíðinni. Aðferðir við mat á hlutabréfum fyrirtækis, sem taka mið af því fé, sem verður til og losnar úr rekstri þess í framtíðinni, eru fræðilega réttastar, en jafnframt erfið- astar í framkvæmd. Ástæðan er sú hve erfitt er að meta forsendur langt fram í tímann, eins og þessi aðferð krefst. Engu að síður gefur þessi aðferð góða vísbend- ingu um hugsanlegt verðmæti hlutabréfa fyrirtækis, og gefur raunhæfustu niðurstöðuna að því gefnu að þær forsendur, sem notaðar eru, séu réttar. Tvær leiðir eru færar í þessu tilviki til að meta verð- mæti hlutabréfa. Sú fyrri leggur mat á núvirði alls þess fjár, sem losnar úr starfsemi fyrirtækisins, og gefur þannig verðmæti alls fyrirtækisins. Þegar skuldir hafa verið dregnar frá þeirri tölu fæst mat á samanlögðu verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. - Hin aðferðin nú- virðir einungis þann arð, sem vænst er að verði greidd- ur til hluthafa í framtíðinni. Oftast er gengið út frá nú- verandi arðgreiðslum, og gert ráð fyrir ákveðinni hækk- un arðgreiðslna á ári miðað við áætlaða hagnaðarþróun fyrirtækisins í framtíðinni. Árleg hækkun arðgreiðslna er þá talin skila sér með því að ákveðnum hluta hagn- aðarins er haldið eftir í fyrirtækinu, sem geri því kleift að vaxa og skila hinum aukna arði. Við mat á verðmæti hlutabréfa skv. núvirðisaðferð þarf að gefa sér ýmsar forsendur, sem hafa áhrif á end- anlega útkomu. í fyrsta lagi eru forsendur um tekjur fyrirtækisins á komandi árum, rekstrargjöld þess, fjár- festingar bæði í veltufjármunum og fastafjármunum greidda skatta o.s.frv. Fyrirtæki, sem starfar í atvinnu- grein, sem er tiltölulega stöðug, og býr við tiltölulega stöðugt umhverfi, á e.t.v. auðvelt með að meta for- sendur sem þarf til að meta líklegt verðmæti hlutabréfa með þessum hætti, en þessi aðferð verður vafasamari þegar verið er að leggja mat á verðmæti hlutabréfa í fyrirtæki, sem starfar í sveiflukenndri atvinnugrein, sér í lagi ef ytra umhverfi er líka sveiflukennt. Hafa ber þó í huga að vegna núvirðingarinnar skipta fyrstu 3-5 árin mestu máli, og sé óvissan einkum eftir þann tíma vegur hún minna en ella vegna áhrifa af núvirðingunni. Síðari tvær aðferðirnar, sem hér er getið, taka mið af arðsemi fyrirtækisins. Pví hærri sem arðsemi fyrirtækis- ins er því hærra er líklegt markaðsverð hlutabréfanna talið vera. Mat samkvæmt eignavirðisaðferð tekur hins vegar ekki arðsemi fyrirtækjanna, og þannig verður að gera fyrirvara við mat samkvæmt þeirri aðferð miðað við mismunandi arðsemi og áhættu, eins og fyrr var nefnt. III. ÞÆTTIR, SEM GETA HAFT ÁHRIF Á MAT HLUTA- BRÉFA TIL HÆKKUNAR EÐA LÆKKUNAR. Hér á undan var getið helstu aðferða, sem beitt er við mat á verðmæti hlutabréfa, þ.e. miðað við verðmæti eigna, miðað við hagnað, og miðað við núvirðingu þess fjár, sem losnar úr rekstrinum. í arðsömu fyrirtæki er líklegt að mat á verðmæti hlutafjárins verði lægst sé notast við eignavirðisaðferðina, en hærra sé miðað við hagnað fyrirtækisins eða núvirðingu arðgreiðslna. Ekki er hægt að horfa eingöngu á hina hagrænu þætti þegar lagt er mat á líklegt verðmæti hlutabréfa í ákveðnu fyrirtæki, þar sem inn í myndina koma einnig aðrir þættir, sem hafa áhrif á viðhorf hugsanlegra kaup- enda til verðmætis viðkomandi hlutabréfa. Þessir þættir eru auðvitað mjög margir, en hér verður þeirra helstu getið. 1. Hversu virkur (liquid) markaður verður fyrir bréfin. Pað skiptir kaupendur hlutabréfa miklu máli hvernig markaður verður til með viðkomandi hlutabréf, vilji þeir síðar selja viðkomandi bréf. Ef bréfin eru skráð á markaði eða ætlunin er að fá þau skráð á markaði er auðveldara að selja bréfin. Pví fleiri viðskiptavakar með viðkomandi bréf því betra fyrir eigendur þeirra. Sé bréfin hins vegar ekki skráð á markaði og ekki uppi áform um það minnkar markaðurinn mjög fyrir þau og ekki er víst að takist að selja þau á þeim tíma þegar þess er þörf. Þetta eykur áhættu af að eiga viðkomandi bréf og lækkar þannig verðmæti þeirra í augum hugsan- legs kaupanda. Þröngur markaður fyrir viðkomandi hlutabréf er sérstaklega bagalegur fyrir minnihlutaeig- endur í lokuðu félagi, og sýnir reynslan frá t.d. Banda- ríkjunum að í slíku tilviki megi meta bréfin á allt að 7

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.