Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 4

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 4
RITSTJORASPJALL EINAR H. EINARSSON löggiltur endurskoðandi Ágætu lesendur í tuttugasta og fyrsta árgangi Tímarits löggiltra endurskoðenda er þemað; hluta- bréfamarkaður og hlutbréfamat. Ritnefnd fékk þrjá af helstu fræðimönnum okkar á því sviði til að skrifa um þetta efni. Auk þess er grein um meðferð fiskveiðiheimilda í reikningshaldi, svo og hefðbundið efni um staðla og félagsmál. Grein Davíðs Björnssonar, MBA, deildarstjóra hjá Landsbréf hf., fjallar um mat á verðmæti hlutabréfa. Þar fjallar hann um helstu aðferðir sem notaðar eru við slíkt mat og lýsir síðan með raunverulegu dæmi hvernig slíkt mat fer fram. Sigurður B. Stefáns- son, hagfræðingur, forstjóri VÍB hf, lýsir mótun íslensks hlutabréfamarkaðar og spáir í framtíð hans. Friðrik Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi, forstjóri Fjárfestingafé- lags íslands hf, greinir frá þróun hlutabréfaverðs á íslenskum hlutabréfamarkaði og fjallar um helstu kennitölur sem notaðar eru í hlutabréfaviðskiptum. Bókun fiskveiðiheimilda í reikningsskilum hefur verið mjög til umræðu nú undan- farið. Reikningsskilanefnd FLE hefur látið frá sér fara álitsgerð um málið og Þorvarð- ur Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi, flutti erindi, um meðferð kvóta í reiknings- haldi á ráðstefnu FLE. Grein hans byggir á því erindi. Af öðru efni blaðsins má nefna þýðingar og umfjöllun um staðla alþjóða reiknings- skilanefndarinnar, IASC, nr. 1, 4, 13, 16 og 23 sem flutt hefur verið á hádegisverðar- fundum FLE. Ritnefnd þakkar öllum sem lagt hafa til efni í blaðið og vonar að lesendur njóti vel. 4

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.