Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 31

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 31
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 1. Upplýsingar um reikningsskilavenjur Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 1 nær yfir greinar 16 - 23 í þessum texta. Staðalinn skal lesa í samhengi við greinar 1 - 15 í þessum texta og Inngangsorð að al- þjóðlegum reikningsskilastöðlum. 16. Aframhaldandi starfsemi, samræmi og lotun eru grundvallarforsendur reikningsskila. Þar sem þess- um grundvallarforsemdum er framfylgt við gerð ársreikninga er ekki nauðsynlegt að upplýsa um það. Sé þeim ekki framfylgt skal það upplýst ásamt ástæðu þess. 17. Varfærni, eðli máls umfram form og mikilvægi skulu ráða vali og notkun reikningsskilavenja. 18. í ársreikningum ættu að vera skýrar og gagnorðar upplýsingar um allar mikilvægar reikningsskilavenj- ur sem beitt hefur verið. 19. Upplýsingar um allar mikilvægar reikningsskila- venjur sem beitt var ættu að vera óaðskiljanlegur hluti ársreiknings. Yfirleitt ættu þær að vera á ein- um stað. 20. Röng eða óeðlileg meðferð liða efnahgasreiknings, rekstrarreiknings eða annarra yfirlita verður þó ekki leiðrétt hvorki með upplýsingum um þær reikningsskilavenjur sem beitt var né með skýring- um. 21. Arsreikningur ætti að sýna samanburðartölur frá fyrra reikningsári. 22. Verði breyting á reikningsskilavenjum, sem hefur veruleg áhrif á yfirstandandi reikningsári eða kann að hafa veruleg áhrif á komandi reikningsárum, skal það upplýst svo og ástæður fyrir henni. Ef áhrif breytingarinnar eru veruleg skal upplýsa það ásamt fjárhæðum. 23. Þessi alþjóðlegi reikningsskilastaðall gildir um þá ársreikninga sem ná til reikningsára sem hefjast 1. janúar 1975 eða síðar. 31

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.