Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 11

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 11
bréfa er metið miðað við eignavirðisaðferð. Eins og áð- ur sagði ætti markaðsverð hlutabréfanna á fullkomnum markaði ekki að geta orðið minna en markaðsverð eigna að frádregnum skuldum. Hins vegar er oft á tíð- um ekki fullkominn markaður með eignir útgerðarfyrir- tækja, sem eru burðarásar atvinnu í sínu byggðarlagi. Til að mynda gæti viðkomandi sveitarfélag verið stór hluthafi í fyrirtækinu, sömuleiðis aðrir hagsmunaaðilar á staðnum, og þessir aðilar hafa ekki áhuga á sölu eigna, sem leiddu til minnkandi atvinnu í byggðarlag- inu. Þó að viðurkennt markaðsverð sé á eignum fyrir- tækisins er enginn vilji fyrir því hjá stórum eða stærsta hluta hluthafa að selja af eignum þess. I slíku tilviki væri villandi að einblína á mat samkvæmt eignavirðis- aðferðinni, sér í lagi ef arðsemi fyrirtækisins væri í lægri kantinum. V. NIÐURLAG. Hér hefur verið getið þeirra helstu aðferða, sem nota má við að meta líklegt verðmæti hlutabréfa, svo og þeirra fyrirvara, sem gera verður við matið miðað við mismunandi aðstæður fyrirtækisins og þeirra aðila, sem standa að viðskiptunum. - Sýnt var dæmi um mat á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtæki og komist að ákveðinni niðurstöðu varðandi það hvert sé líklegt verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins við sölu. Slíkt mat getur verið vel rökstutt og vel unnið, en engu að síður er það óvissu bundið hvert endanlegt markaðsverð bréfanna verður. Hið endanlega verð bréfanna ræðst af samningum kaupanda og seljanda sé um að ræða sölu á hlutabréfum í lokuðu félagi, eða af viðtökum markað- arins við bréfum á ákveðnu gengi, sé verið að setja hlutabréf á almennan markað. Hlutabréf, líkt og önnur heimsins gæði, geta aldrei verið meira virði en það sem einhver er reiðubúinn að greiða fyrir þau. - Það að mat sé lagt á líklegt markaðsverð bréfa áður en farið er af stað er hins vegar nauðsynlegt fyrir aðila að viðskiptun- um, þar sem þeir hafa þannig tilfinningu fyrir því hvaða stöðu viðkomandi hlutabréf hafa gagnvart markaðin- um, eða hvaða samningsbil þeir hafa í lokuðum samn- ingum. Matið getur einnig aðstoðað seljanda við að meta hvort rétt sé að bíða með sölu hlutabréfanna í von um að ná fram hærra verði, leyfi greiðslustaða hans það, eða kaupanda við að meta hvort rétt sé að bíða með kaup í von um að verðið lækki. 11

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.