Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 5

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 5
Höfundur: Davíð Björnsson, viðskiptafræðingur Landsbréfa hf. Mat á verðmæti hlutabréfa. í grein þessari veröur getiö helstu aðferða, sem notaðar eru við að meta verðmæti hlutabréfa, svo og þeirra fyr- irvara, sem gera þarf þegar slíkt mat er unnið. Vandinn við mat á verðmæti hlutabréfa felst bæði í því að meta líklegt markaðsverð hlutabréfa miðað við að bréfin séu skráð á virkum markaði, en ekkert síður við að leggja mat á aðrar aðstæður fyrirtækisins, sem áhrif geta haft á verð hlutabréfanna. Einkum er þar um að ræða hvort félögin eru opin eða lokuð, svo og ef um lokað félag er að ræða, hvort um minnihlutaeign er að ræða. Mismun- andi aðferðir við mat á líklegu verðmæti hlutabréfa geta einnig átt misvel við mismunandi fyrirtæki, eins og sýnt verður fram á. Þannig er engin ein aðferð við hlutabréfamat réttari en önnur heldur verður að taka tillit til sérstakra aðstæðna í hverju tilviki, hvort sem um er að ræða aðstæður viðkomandi fyrirtækis, við- komandi greinar eða viðkomandi kaupenda og selj- enda. -Þá verður sýnt dæmi um mat á verðmæti hluta- bréfa í íslensku sjávarútvegsfvrirtæki, þar sem færi gefst á því að skoða hvernig aðferðir við hlutabréfamat falla að aðstæðum í slíku tilviki. I. HVENÆR ÞARF AÐ VERÐMETA HLUTABRÉF. Mat á líklegu markaðsverðmæti hlutabréfa getur verið unnið í tvennum tilgangi. Annars vegar getur verið um að ræða hlutabréf í félagi, sem ekki er skráð á hluta- bréfamarkaði, og þá er nauðsynlegt að hafa vísbend- ingu um líklegt verðmæti hlutabréfanna eigi viðskipti með þau að eiga stað. Einnig er hægt að beita matsað- ferðunum við mat hlutabréfa í félögum, sem skráð eru á markaði, og sem þá hafa skráð markaðsverð. Til- gangur matsins í því tilviki væri sá að kanna hvort lík- legt hagrænt verðmæti hlutabréfanna sé annað en nú- verandi markaðsverð, hærra eða lægra, í því skyni að reyna að hagnast á slíkri hugsanlegri verðbreytingu eða að forðast tap, með því að kaupa eða selja strax við- komandi hlutabréf. íslenskum hlutafélögum, sem eiga skráð hlutabréf á hlutabréfamarkaði, hefur fjölgað nokkuð á síðustu misserum, og telja nú á þriðja tuginn. Engu að síður eru langflest íslensk hlutafélög lokuð félög, í þeim skilningi að þau eru í eigu tiltölulega fárra aðila, sem eiga gagnkvæman forkaupsrétt að þeim hlutabréfum, sem einstakir hluthafar kynnu að vilja selja. I opnum hlutafélögum, sem eiga hlutabréf skráð á markaði, myndast markaðsverð með bréfin, byggt á lögmálum framboðs og eftirspurnar. Þeir aðilar, sem óska eftir að kaupa eða selja viðkomandi hlutabréf, geta auðveldlega kannað hvert verðmæti þeirra er á markaðinum, ef ekki er um óvenjulega stórar fjárhæðir að ræða. Sérstakt mat á verðmæti hlutabréfanna í þeim tilgangi er þannig óþarft, enda markaðsverð fyrirliggj- andi. Rannsókn á hlutabréfum viðkomandi fyrirtækis gæti hins vegar falist í því, eins og áður sagði, að kanna hvort einhver ónýtt hagnaðartækifæri lægju í viðkom- andi bréfum, ef markaðsverð þeirra væri óvenjulega hátt eða lágt miðað við viðurkenndar matsaðferðir. Öðru máli gegnir um hlutabréf í öllum þeim fjölda félaga, sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkaði. Þar er ekkert markaðsverð þekkt og því eðlilegt að leitað sé álits sérfróðra aðila á líklegu markaðsverði hlutabréf- anna, áður en viðskipti með þau eiga sér stað. Mýmörg dæmi eru um aðstæður, þar sem meta þarf líklegt mark- aðsverð hlutabréfa. Eigendaskipti geta orðið að hluta- bréfum í lokuðu hlutafélagi, hvort sem er fyrir arf, skilnað eða frjálsa samninga. Einnig gæti verið um að ræða ákvörðun gengis á nýju hlutafé, sem gefið er út í lokuðu hlutafélagi, þar sem eldri hluthafar nýta sér ekki allir forkaupsrétt sinn og eignarhlutföll breytast þar með. Eins gæti verið um að ræða mat á sölugengi hlutabréfa í lokuðu félagi, þar sem opnun fyrirtækisins stæði fyrir dyrum með því að ný hlutabréf yrðu seld á almennum markaði. í öllum þessara tilvika er nauðsyn- legt að fyrir liggi rökstutt mat á líklegu markaðsverði bréfanna, sem allir aðilar, sem hagsmuna eiga að gæta, geti sætt sig við. Sérstakt vandamál, sem fylgir því að verðmeta hlutabréf lokaðra félaga er að meta áhrif óvirks markaðar með þau og áhrif þess ef um minni- hluta í lokuðu félagi er að ræða, en hvorutveggja leiðir 5

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.