Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 26

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 26
Þessar tillögur sem hér eru lagðar fram til kynningar fyrir félagsmenn eru tillögur til reikningsskilanefndar- innar um að hún gefi út leiðbeinandi reglur um með- ferð fiskveiðiheimilda í reikningshaldi. Það er því næsta skrefið að reikningsskilanefndin taki þessar tillögur fyrir og fjalli um þær á faglegum grund- velli. Ég vil hvetja þá félagsmenn sem hafa athuga- semdir fram að færa eða tillögur í þessu sambandi að koma þeim til reikningsskilanefndarinnar. Að lokum vil ég þakka reikningsskilanefndinni og Hallgrími Þorsteinssyni fyrir að hafa komið þessum vinnuhópi eða undirnefnd saman og vil hvetja þá fé- lagsmenn sem hafa áhuga á eða áhyggjur af reiknings- haldsreglum á einhverjum sérstökum sviðum reiknings- haldsins að mynda slíka hópa í samstarfi við reiknings- skilanefndina og koma þannig sínum sjónarmiðum á framfæri.

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.