Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 32

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 32
Eyvindur Albertsson löggiltur endurskoðandi Alþjóðlegur reikningsskilastaðall IAS 4 AFSKRIFTIR í REIKNINGSHALDI „Depreciation Accounting" INNGANGUR Hér er fjallað um alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 4 en hann nefnist á ensku „Depreciation Accounting”. Staðallinn fjallar um afskriftir í reikningshaldi og tek- ur til allra fyrnanlegra eigna þegar undanskildir eru eft- irfarandi eignaflokkar: (a) skógar eða hliðstæðar náttúrulegar auðlindir sem endurnýja sig sjálfar, (b) eignir sem verða til við rannsóknir og vinnslu í málmgrýtisnámum, olíu, gasi og álíka óendurnýjanleg- um auðlindum, (c) kostnaður við rannsóknir og þróun, (d) viðskiptavild. SKILGREINING í staðlinum eru eftirfarandi hugtök notuð: Afskriftir: Afskrjftir eru skipting stofnverðs fyrnanlegra eigna á áætlaðan endingartíma þeirra. Afskriftir á ákveðnu uppgjörstímabili eru færðar á móti tekjum, annaðhvort beint eða óbeint. Fyrnartlegar eignir: Fyrnanlegar eignir eru þær eignir sem: (a) gert er ráð fyrir að endist meira en eitt reiknings- skilatímabil, (b) hafa takmarkaðan endingartíma (líftíma), (c) eru eign fyrirtækis, sem notar þær við að framleiða eða afla vöru eða þjónustu, til leigu fyrir aðra aðila eða til notkunar í stjórnunarlegum tilgangi. Endingartími (líftími): Endingartími eða líftími eignar er annað hvort: (a) tímabilið sem gert er ráð fyrir að fyrnanleg eign endist eða (b) sá fjöldi framleiðslueininga eða sambærilegra ein- inga, sem gera má ráð fyrir að eign endist, (t.d. flug- tímar á hreyfli flugvélar). Stofn verð (fyrningargrunnur): Stofnverð eða fyrningargrunnur fyrnanlegrar eignar er kostnaðarverð hennar eða önnur sú fjárhæð sem kemur í stað kostnaðarverðs í reikningsskilum fyrirtæk- is að frádregnu áætluðu hrakvirði eignarinnar. Fyrnanlegar eignir eru oft verulegur hluti eigna í efnahagsreikningi fyrirtækja. Afskriftir geta þess vegna haft veruleg áhrif á niðurstöður reikningsskila þeirra. ENDINGARTÍMI (LÍFTÍMI) Mat á líftíma eða endingartíma fyrnanlegra eigna er yf- irleitt byggt á reynslu um endingartíma sambærilegra eigna. Erfitt getur verið að meta líftíma eignar þar sem notuð er ný tækni eða þar sem eign er notuð við fram- leiðslu á nýrri afurð eða við einhverja nýja tegund af þjónustu, sem ekki hefur verið veitt áður. Þrátt fyrir það er þess krafist að lagt sé mat á endingartímann. Líftími fyrnanlegrar eignar hjá fyrirtæki getur oft ver- ið styttri en raunverulegur endingartími hennar. Til við- bótar raunverulegum endingartíma, sem er auðvitað háð- ur því hversu mikið viðkomandi eign er notuð, svo og því viðhaldskerfi sem notað er í fyrirtækinu, eru aðrir þættir sem taka þarf tillit til. Það á til dæmis við um úreldingu végna tæknilegra breytinga og endurbóta á framleiðslu, úreldingu sem stafar af breytingu á eftirspurn eftir vöru eða þjónustu svo og ýmsum lagalegum takmörkunum. NIÐURLAGSVERÐ (HRAKVIRÐI) Niðurlagsverð eða hrakvirði eignar er oftast óverulegt og því ekki þörf á að taka tillit til þess í útreikningi á stofnverði eða fyrningargrunni. Ef niðurlagsverð eignar er líklegt til að skipta máli, þá er það metið og dregið frá kostnaðarverði eignarinnar og þannig fundið stofn- verð eða fyrningargrunnur, sem afskrift er reiknuð af. Matið grundvallast á áætluðu verðmæti eignarinnar og 32

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.