Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 17

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 17
Friðrik Jóhannsson löggiltur endurskoðandi, framkvæmdastjóri Fjárfestingafélags ís- lands hf. Þróun hlutabréfaverðs á íslenskum hlutabréfamarkaði Þessi grein er að mestu samhljóða erindi sem flutt var á 20 ára afmæli Fjárfestingarfélags íslands hf. í maí sl. Margir hafa velt þeirri spurningu fyrir sér hvort hluta- bréfaverð á íslandi sé orðið of hátt. Þcgar verið er að meta verð á hlutabréfum er beitt mismunandi aðferð- um. Oftast er notuð greiningaraðferð (fundamental analysis), en þá er stuðst við ýmsar kennitölur úr rekstri fyrirtækja, nánasta umhverfi þeirra, væntanleg- an árangur fyrirtækja og efnahagsástand. Hér verður fjallað um verðþróun á hlutabréfamark- aði á íslandi og leitað svara við því hvort hlutabréfa- verð á íslandi sé orðið of hátt. Hlutabréfamarkaður í mótun Allan áttunda áratuginn voru raunvextir neikvæðir og peningalegur sparnaður landsmanna hrundi. Þetta hafði jafnframt þau áhrif að lántaka varð fyrirtækjunum mjög hagstæð á þessum tíma. Fyrirtæki höfðu því ekki hvatningu til að leita eftir fjármagni á hlutabréfamark- aði sem auk þess var ekki til. Skattalög voru einnig hagstæð skuldsettum fyrirtækjum. Aðstæður eins og þær sem að framan er lýst, þar sem lánsfé fæst gefins, hvetja að sjálfsögðu ekki til eiginfjár- myndunar í fyrirtækjum. A árinu 1979 voru sett lög sem heimiluðu verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga. Þessi breyting olli að sjálfsögðu straumhvörfum í peningalegum sparnaði sem tók að vaxa á ný. Jafnframt þýddu þessar breytingar mikil um- skipti fyrir atvinnufyrirtæki sem mörg hver höfðu byggt tilveru sína á gjafavöxtum. Segja má að fjöldi fyrirtækja sem uxu upp úr þeim óheilbrigða jarðvegi sem stjórn- völd bjuggu þeim, hafi í raun aldrei haft burði til að greiða eðlilegan arð af því fjármagni sem þau þurftu. Þær aðstæður sem fyrirtæki stóðu nú frammi fyrir kölluðu á gerbreytt vinnubrögð. Jafnvel bestu fyrirtæk- in höfðu ekki aðgang að áhættufjármagni og það er grundvallaratriði í rekstri fyrirtækja að hægt sé að vega saman rekstrarlega áhættu og fjárhagslega áhættu þann- ig að heildaráhætta sé hæfileg. Sé rekstrarleg áhætta mikil er nauðsynlegt að dregið sé úr fjárhagslegri áhættu með notkun eigin fjár í stað lánsfjár. Þörfin á hlutabréfamarkaði var augljós. Á árinu 1984 var í fyrsta sinni heimilt fyrir einstaklinga að draga frá skattskyldum tekjum kaup á hlutabréfum. Enginn vafi leikur á að þessi breyting hefur haft mjög jákvæð áhrif á gang mála á hlutabréfamarkaði. Áhugi almennings á þessum markaði hefur aukist ár frá ári en auk skattafrá- dráttar hefur ávöxtun sem hlutabréf hafa gefið verið mjög góð. Á árinu 1989 nýttu sér 5.100 manns heimild til skattafrádráttar og var þessi hópur 9.600 manns á ár- inu 1990. Sífellt fleiri fyrirtæki bætast í hóp þeirra sem skráð eru á hlutabréfamarkaði en voru um áramótin 22. Heildarfjárhæð skráðra bréfa var um áramót 31 millj- arður að markaðsvirði og hefur sú fjárhæð vaxið veru- lega á undanförnum árum. Á annað hundrað fyrirtæki eru nú viðurkennd af embætti ríkisskattstjóra sem al- menningshlutafélög og fá þeir sem fjárfesta í þeim Stærð hlutabréfamarkaða Markaösvlröl hlutabréfa mllljaröar kr. Hlutfall af þjóAarframlelfiolu FJfildl fyrirtækja ísland 31 10% 22 Noregur 1.390 25% 112 Danmörk 2.249 35% 268 Svíþjóð 10.127 89% 132 Finnland 303 4% 77 17

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.