Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 15

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 15
30 mrð. kr. Útgáfa nýrra hlutabréfa árið 1990 nam 3,6 mrð. kr. en áætluð sala nýrra hlutabréfa á árinu 1991 er um 4 mrð. kr. Með frekari eflingu innlends hlutabréfa- markaðs og hugsanlegri þátttöku erlendra fjárfesta virðist ekki óraunhæft að áætla að sala nýrra hlutabréfa geti orðið um 7-8 mrð. kr. árlega en þar af væri um þriðjungur vegna einkavæðingar opinberra fyrirtækja. Markaðsverðmæti skráðra hlutabréfa almenning- hlutafélaga á íslandi um mitt ár 1991 er um 33 mrð. kr. eins og fyrr segir eða um 8-9% af landsframleiðslu en hér hefur verið sett fram sú hugmund að um aldamótin hafi verðmætið fjórfaldast eða vaxið upp í um 120 mrð. kr. á núgildandi verðlagi. Markaðsverðmæti hlutabréfa í einkavæddum fyrirtækjum næmi þá um 20 til 30 mrð. kr. samkvæmt þessum hugmyndum eða um 17-25% af heildarverðmæti hlutabréfa á innlendum markaði. Erf- itt er um vik að áætla hvernig söluandvirði hlutabréfa einkavæddra fyrirtækja skiptist á milli ríkis og sveitarfé- laga. Ekki virðist þó óeðlilegt að um 15-20 mrð. kr. af 20-30 mrð. kr. heildarverðmæti gæti runnið til ríkis- sjóðs eða um 1,5-2 mrð. kr. á ári að jafnaði og yrði því um nokkurra ára skeið um tekjuauka hans að ræða vegna sölu hlutabréfa í ríkisfyrirtækjum. Um mitt ár 1991 eru hlutabréf 20 íslenskra fyrirtækja skráð á innlendum markaði og markaðsverðmæti hvers um sig því að jafnaði um 1,6 til 1,7 mrð.kr. Sé miðað við að markaðsverðmæti hlutabréfa u.þ.b. fjórfaldist fram til aldamóta gætu skráð fyrirtæki orðið um 80 ef meðalstærð þeirra helst svipuð en þá var reiknað með því að verðmæti hlutabréfa næmi um 28% af landsfram- leiðslu. Þess má geta að á Ítalíu er markaðsverðmæti hlutabréfa um 30% af landsframleiðslu en fjöldi skráðra fyrirtækja þar er 220. í Þýskalandi þar sem markaðsverðmæti hlutabréfa er um 32% er fjöldi skáðra fyrirtækja 1.204. Loks má nefna að verðmæti skráðra hlutabréfa í Frakklandi er um 38% af lands- framleiðslu en þar er fjöldi skráðra fyrirtækja um 650, þar er eru yfir 100 erlend fyrirtæki. Þótt afar erfitt sé að ráða ef þessum tölum hver fjöldi skráðra fyrirtækja á ís- landi gæti orðið eftir því sem markaðurinn stækkar virðist ekki ólíklegt að meðalstærð minnki eitthvað eftir því sem skráðum fyrirtækjum fjölgar. Því er vel hugsan- legt að hlutabréf um 100 fyrirtækja verði skráð á inn- lendum markaði árið 2000 (meðalstærð um 1,2 mrð.kr.) og líklegra er en ekki að þau gætu orðið enn fleiri. Úr eigu hins opinbera í eigu stofnanafjárfesta? Hér að framan hefur einkum verið fjallað um fram- boðshlið hlutabréfamarkaðs og áhrif á stækkun hans og mótun af fyrirhugaðri sölu hlutabréfa í opinberum fyr- irtækjum á næstu árum. Eftirspurnarhliðin er þó ekki síður mikilvæg því af framvindu eftirspurnar og kaup- um á hlutabréfum ráðast breytingar á eignarhaldi í ís- lenskum atvinnurekstri á næstu árum. Augljóst virðist að mikill hluti nýrra hlutabréfa verð- ur seldur sjóðum á næstu árum, þ.e. lífeyrissjóðum, hlutabréfasjóðum og öðrum verðbréfasjóðum. Þannig hefur þróunin verið í nálægum löndum og allt stefnir í að framvindan verði svipuð hér. Á árinu 1991 eru eignir lífeyrissjóða um 130 mrð.kr. eða nærri tífalt hærri en Fjöldi Skráíra Fyrirtikja í Nokkrum Löndum 1990 15

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.