Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 35

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 35
Vörubirgðir eru jafnan taldar meðal skammtíma- krafna þrátt fyrir að þær innihaldi birgðir sem ekki koma til með að verða notaðar eða seldar innan eins árs eða á eðlilegum tíma miðað við starfsemi fyrirtækja. Skilgreining á efnahagsliðum sem flokkast meðal skammtímaskulda: Viðskiptaskuldir, ógreiddur kostnaður og rekstrarlán sem gjaldfalla eða koma til greiðslu innan eins árs eru talin til skammtímaskulda. Næsta árs afborganir langtímalána eru einnig taldar meðal skammtímaskulda. Þegar fyrir liggur að endurfjármögnun verður gerð með lengingu lána eru gjaldfallin langtímalán og aðrar skammtímaskuldir oft færðar meðal langtímalána jafn- vel þótt formleg afgreiðsla hafi ekki átt sér stað. Skýringar á þeirri framsetningu fylgja þá að jafnaði með reikningsskilunum. Framsetning veltufjármuna og skammtímaskulda í efna- hagsreikningi: Við framsetningu veltufjármuna og skammtímaskulda er leitast við að flokka einstaka liði á skipulegan og rökrænan hátt. Dregnar eru fram heildarniðurstöður veltufjármuna og skammtímaskulda í efnahagsreikn- ingi. Almennt er framsetning miðuð við að einstakir liðir meðal veltufjármuna og skammtímaskulda séu settir fram í heild sinni, en ekki dregnir frá hvorum öðrum og settir fram þannig nettó í reikningsskilum. Veltufjármunir kunna að vera færðir á móti skamm- tímaskuldum, eða öfugt þegar lagalega liggur fyrir for- senda til skuldajöfnunar, og að slík skuldajöfnun sé í vændum. Takmörkun flokkunar á efnahagsliðum í veltufjármuni, fastafjármuni, skammtímaskuldir og langtímaskuldir: Flokkun efnahagsliða í veltufjármuni, fastafjármuni, skammtímaskuldir og langtímaskuldir er almennt talin gefa lesanda reikningsskila betri hugmynd um þá lausa- fjárstöðu sem ætlað er að standa undir þeim skuldbind- ingum sem nauðsynlegar eru við öflun tekna í starfsemi fyrirtækja. Samfara þessu verður fyrirtæki í áframhald- andi rekstri sífellt að endurnýja vörubirgðir sínar í stað þeirra sem seljast. Einnig kunna að vera meðal vöru- birðga vörur sem koma ekki til með að seljast í náinni framtíð. A hinn bóginn eru mörg fyrirtæki sem fjár- magna rekstur sinn með lánum sem talin eru meðal skammtímalána en eru í raun langtímalán. Lána- stofn- anir vilja tryggja sig og hafa lánssamninga þannig að lán megi gjaldfella með skömmum fyrirvara, þó báðir aðil- ar séu þess meðvitaðir að lánveitingin sé til lengri tíma. Mörgum hættir til að meta með einhliða hætti stöðu veltufjármuna og skammtímaskulda. Velgengni fyrir- tækja er þá mæld út frá veltufjárhlutfalli. Við slíku einhliða mati er varað og bent á að niðurstöður veltu- fjármuna og skammtímaskulda í reikningsskilum verða vart túlkaðar á einn eða annan veg nema í mjög víðu samhengi við eðli rekstrar og þeirra efnahagsliða sem veltufjármunir og skammtímaskuldir standa saman af. Flokkun efnahagsliða í veltufjármuni, fastafjármuni, skammtímaskuldir og langtímaskuldir er almennt ekki talin eiga við þegar framleiðslu- og söluferli í fyrirtækj- um er mjög langt eða óvisst. Þó margir séu þeirrar skoðunar að flokkun efna- hagsliða í veltufjármuni og skammtímaskuldir sé gagn- leg við greiningu efnahagsreiknings þá eru einnig til þeir sem telja að á þessari flokkun séu svo miklir annm- arkar að gagnið sé lítið og leiði stundun til rangtúlkunar á reikningsskilum. Almennar kröfur um flokkun efna- hagsliða í reikningsskilum með þeim hætti sem hér um ræðir þyrfti því að íhuga mjög gaumgæfilega með hlið- sjón af framansögðu. Staðall þessi var því fyrst og fremst settur til að samræma sjónarmið þeirra sem við gerð reikningsskila hafa þegar ákveðið að flokka efna- hagsliði í reikningsskilum upp í veltufjármuni, fastafjár- muni, skammtímaskuldir og langtímaskuldir. Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 13. (IAS 13) Framsetning veltufjármuna og skammtímaskulda í reikningshaldi. Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 13 nær yfir greinar 19 - 28 og skal lesa í samhengi við inngangsorð að al- þjóðlegum reikningskilastöðlum. 19. Hvert fyrirtæki ætti að taka afstöðu til þess hvort við gerð reikningsskila eigi að koma fram aðskildir flokkar veltufjármuna og skammtímaskulda. Grein 21 - 27 fjallar um framsetningu í reikningsskilum þar sem slík flokkun er gerð. 20. Þegar flokkun efnahagsliða í veltufjármuni, fasta- fjármuni, skammtímaskuldir og langtímaskuldir hefur ekki átt sér stað í reikningsskilum skal ein- ungis birta samtölu heildareigna annars vegar og samtölu heildarskulda hins vegar. Ekki skulu koma fram neinar millitölur sem gætu gefið til kynna að við gerð efnahagsreiknings hafi einstakir liðir verið flokkaðir í veltufjármuni, fastafjármuni, skamm- tímaskuldir og langtímaskuldir. Skilgreining á flokkun efnahagsliða í veltufjármuni, fastafjármuni, skammtímaskuldir og langtímaskuldir: Veltufjármunir: 21. Meðal veltufjármuna eiga að vera: (a) Sjóður og bankainnstæður sem eru innleysan- legar í náinni framtíð. Bundnar innstæður skulu sérgreindar og ekki taldar meðal veltufjármuna nema að bindiskyldan tengist ákveðnum skuldbind- ingum sem eru flokkaðar meðal skammtímaskulda. (b) Verðbréf sem eru seljanleg og ekki stendur til að eiga. (c) Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur sem búast má við að komi til greiðslu innan árs frá 35

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.