Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 14
keppni viö erlend verðbréf á þeim markaði mun þannig
verða til þess að knýja fram aukna arðsemi í atvinnu-
lífinu. Einhver fyrirtæki sem nú starfa sem fjölskyldu-
fyrirtæki munu velja þá leið að selja hlutabréf sín á al-
mennum markaði, annað hvort vegna þess að þau eru
knúin til að afla sér aukins eigin fjár í stað lánsfjár eða
vegna þess að núverandi eigendur kjósa að opna fyrir-
tækið til að markaður skapist fyrir hlutabréf þess. Lík-
legt er þó að sala hlutabréfa í fyrirtækjum sem eru nú í
eigu ríkis eða sveitarfélaga vegi enn þyngra bæði hvað
varðar stækkun markaðsins og þá aukningu í framleiðni
sem verður að knýja fram til að viðskipti geti orðið með
hlutabréfin í samkeppni við verðbréf fyrirtækja víða að
úr heiminum. Meginröksemdin fyrir einkavæðingu er
einmitt að þannig er unnt að auka framleiðni í þjóðar-
búskapnum og auka ávöxtun eigin fjár í atvinnurekstri
en ljóst er að einkavæðing og áframhaldandi mótun
hlutabréfaviðskipta verður að haldast í hendur.
Eigið fé 50 stærstu fyrirtækjanna á Islandi er um mitt
ár 1991 á milli 160 og 170 mrð.kr. og eins og fyrr segir
eru um þrír fjórðu hlutar þess eigin fjár í eigu ríkis eða
sveitarfélaga eða alls um 120 mrð.kr. Hér er stuðst við
ársreikninga þessara fyrirtækja frá árinu 1989 sam-
kvæmt lista Frjálsrar verslunar en tekið er tillit til verð-
breytinga og hagnaðar frá árslokum 1989. Tekið skal
fram að eignarhlutur Reykjavíkurborgar í fjórum fyrir-
tækjum, þ.e. Landsvirkjun, Hitaveitunni og Rafmagns-
veitunni og Reykjavíkurhöfn er vart undir 50 mrð.kr.
Pótt hér hafi aðeins verið nefndar heildarstærðir áætl-
aðar eftir reikningum stærstu fyrirtækjanna er Ijóst að
hið opinbera getur selt atvinnufyrirtæki fyrir marga tugi
milljarða króna. Verslunarráð íslands lét gera könnun
á eignum opinberra fyrirtækja árið 1987 en frá niður-
stöðum könnunarinnar er greint í riti þeirra Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar og Steingríms Ara Arasonar,
Eign fyrir alla, sem út kom á vegum Stofnunar Jóns
Porlákssonar á árinu 1988. Þar kemur fram að eigið fé
fyrirtækja ríkis og Reykjavíkurborgar sem þá þótti
hugsanlegt að koma í hendur einkaaðilum nam í árslok
1985 samtals um 33 mrð.kr. eða um 80 til 90 mrð.kr. á
verðlagi ársins 1991 að teknu tilliti til hagnaðar.
Til samanburðar má geta þess að Bretar hafa selt op-
inber fyrirtæki síðasta áratuginn fyrir um 30 mrð. sterl-
ingspunda en það samsvarar um 16 milljörðum ef reikn-
að er í krónum og tekið tillit til mannfjölda. Einnig má
geta þess að árið 1988 hófust Frakkar handa við að selja
ríkisfyrirtæki samkvæmt áætlun sem nær til nokkurra
ára en samtals er söluandvirði fyrirtækjanna í áætlun-
inni um 65 mrð. sterlingspunda eða 34 mrð. kr. ef leið-
rétt er fyrir mannfjölda. Sala á hlutabréfum í ríkisfyrir-
tækjum í Bretlandi hefur verið mest frá árinu 1987. Frá
því ári hafa verið seld hlutabréf fyrir 5-6 mrð. sterlings-
punda á hverju ári eða sem nemur um 2,5-3 milljörðum
ef reiknað er í íslenskum krónum og tekið er tillit til
stærðarmismunar þjóðanna.
Hér er auðvitað um afar lauslega vísbendingu að
ræða og ekki þarf að orðlengja um þau vandamál sem
upp koma þegar verið er að umreikna tölur milli þjóða
og leiðrétta fyrir mannfölda. En þessar viðmiðanir
benda til þess að ekki þurfi að teljast óraunhæft að
stefna að því að selja opinber fyrirtæki á íslandi fyrir
um 20 til 30 mrð. kr. fram til ársins 2000 eða fyrir um
2-3 mrð. kr. á hverju ári að jafnaði. Markaðsvirði al-
menningshlutafélaga á innlendum markaði er nú liðlega
14