Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 10

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 10
vegsfyrirtæki, sem skráð eru á hlutabréfamarkaði, fæst eftirfarandi vísbending um gengi hlutabréfanna: Bókfært eigið fé: 466 millj.kr. Nafnverð hlutafjár: 250 millj.kr. Innra virði: 186% Q-hlutföll sjávarútv.fyrirt: 138-205% Q-hlutföll, vegið meðaltal: 168% Verðmætisbil hlutabréfa: Verðm. m.v. Q-hl. 168%: Gengisbil: Gengi m.v. Q-hl. 168%: 643-955 millj. kr. 783 millj.kr. 2,57-3,82 3,13 Fjögur sjávarútvegsfyrirtæki eru skráð á hlutabréfa- markaði. Q-hlutföll þeirra miðað við óleiðréttan efna- hagsreikning eru á bilinu 138%-205%. Hlutfallið er þetta hátt vegna þess að í flestum tilvikum eru eignir sjávarútvegsfyrirtækja vanmetnar í efnahagsreikningi, sér í lagi skipin, þar sem markaðsverð skipanna ásamt aflaheimildum þeirra er oftast miklum mun hærra en bókfært verð þeirra. Pessi aðferð gefur engu að síður ákveðna vísbendingu um líklegt verðmætisbil hlutabréf- anna, en réttara er að reyna að endurmeta eignir og eigin fé fyrirtækjanna miðað við markaðsverð og reyna síðan að bera saman Q-hlutföll fyrirtækjanna þannig leiðrétt og draga ályktanir um verðmæti hlutabréfanna út frá því. b) Mat á hlutabréfum í fyrirtækinu miðað við leiðréttan efnahagsreikning: í meðfylgjandi efnahagsreikningi í töflu II hafa stærstu eignaliðir fyrirtækisins verið endurmetnir, þannig að þeir endurspegli betur aðstæður íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja. Próunin hefur verið sú að verðmæti skipa með aflaheimildum hefur verið að aukast, og þá eink- um verðmæti aflaheimildanna, meðan verðmæti fast- eigna í landi hefur farið minnkandi. Fastafjármunir fyr- irtækisins eru endurmetnir með þeim hætti að aflaheim- ildir skipanna eru metnar á 150 kr. hvert þorskígildi og að auki er talið að fyrir skipin fáist 35% af vátrygg- ingarverði. Fasteignir og lóðir eru metnar á 25% af vá- tryggingarverði, en aðrar eignir eru ekki endurmetnar, enda mun minni hluti af eignum fyrirtækisins. Miðað við þetta endurmat er nú hægt að skoða að nýju hvern- ig rökrétt væri að verðmeta hlutafé fyrirtækisins. Hér á eftir er sýnd niðurstaða slíks verðmats, miðað við ofan- greindar leiðréttingar og miðað við Q-hlutföll hluta- bréfa í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum, þegar eignir þeirra og eigið fé hafa verið endurmetin með sama hætti. Þá fæst eftirfarandi: Bókfært eigið fé endurm.: Nafnverð hlutafjár: Innra virði endurm.: Q-hlutföll skráðra sjávarútv.fyrirt. endurm.: Q-hlutföll, vegið meðaltal: 1.483 millj. kr. 250 millj. kr. 593% 25-72% 61% Verðmætisbil hlutabréfa: Verðmæti m.v. Q-hl. 61%: Gengisbil: Gengi m.v. Q-hlutfall 61%: 370-1.068 millj. kr. 905 millj.kr. 1,48-4,27 3,62 Með ofangreindu endurmati og samanburði við skráð gengi hlutabréfa sjávarútvegsfyrirtækja á markaði, eftir að eignir þeirra hafa verið endurmetnar með sama hætti, fæst heldur hærra gengi hlutabréfanna en með því að endurmeta eignirnar ekki. Sé miðað við vegið meðaltal Q-hlutfalls í greininni fæst að verðmæti hluta- fjárins sé 905 millj. kr. og gengi hlutabréfa þá 3,62 í stað gengisins 3,13 ef eignir voru ekki endurmetnar. Ástæða þess að gengið hækkar við þetta endurmat, borið saman við skráð sjávarútvegsfyrirtæki á markaði er sú að það fyrirtæki, sem hér er skoðað, er heldur skuldsettara en flest skráðu sjávarútvegsfyrirtækjanna og því hækkar eigið fé þess hlutfallslega meira við end- urmat eignanna heldur en hinna fyrirtækjanna. Leggja þarf mat á hlutfallslega arðsemi eigin fjár við- komandi fyrirtækis samanborið við önnur fyrirtæki í greininni, þar sem verðmæti hlutabréfanna getur legið á nokkuð víðu bili. Arðsömustu fyrirtækin á þennan mælikvarða myndu þá raða sér á efsta hluta bilsins. Ef við gefum okkur þá forsendu að viðkomandi fyrirtæki verði tiltölulega arðsamt miðað við greinina £ heild væri hægt að álykta að gengi bréfa á bilinu 3,5-3,75 væri ekki óeðlileg viðmiðun við verðlagningu hlutabréfanna. í þessu mati er miðað við að aðrir þættir, sem getið var hér að framan, eigi ekki við, en þar var m.a. um að ræða hversu virkur markaður með bréfin verður, hvort um minnihlutaeign í lokuðu félagi er að ræða, eða hvort bréfin eru að koma í fyrsta sinn á markað. Að lokum er gagnlegt að skoða hvert V/H hlutfall hlutabréfanna verður miðað við gengið 3,5-3,75. Sé miðað við hagnað ársins 1990 er V/H hlutfallið á bilinu 5,7-6,1. Hlutfallið er heldur lágt miðað við meðaltal V/H hlutfalls á markaðinum, en þá ber þess að geta að hagnaður ársins 1990 var mun hærri en fyrri ára, og þannig er ekki óeðlilegt að álykta að eðlilegur árshagn- aður fyrirtækisins til lengri tíma geti verið mun minni en á árinu 1990, sem gæfi þá hærra V/H hlutfall miðað við eðlilegan langtímahagnað. Sé V/H hlutfallið hins vegar reiknað miðað við meðaltal hagnaðarins s.l. 4 ár reynist það vera 24-26. Ef markaðurinn tæki við bréf- unum á genginu 3,5-3,75 væri það vísbending um það að markaðurinn teldi að meðalhagnaður s.l. 4 ára gæfi ekki rétta mynd af hagnaði fyrirtækisins á næstu árum, og að hann byggist við að sjá aukinn hagnað af rekstri fyrirtækisins, þó ekki endilega jafnmikinn og á árinu 1990. c) Fyrirvari við eignavirðisaðferð vegna takmörkunar á sölu eigna. Rétt þykir að minnast á fyrirvara, sem sérstaklega gæti átt við í ofangreindu tilviki, þar sem verðmæti hluta- 10

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.