Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 23

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 23
og höfundaréttur getur gilt gagnvart félögum í 75 ár. En það er ekki þar með sagt að viðkomandi eign hafi gildi fyrir fyrirtækið í jafnlangan tíma. Pannig getur ný uppfinning gert einkaleyfi fyrir eldri uppfinningu verð- laust. Höfundarréttur þarf ekki að gefa tekjur nema í 1-2 ár. Þannig er hinn hagræni líftími eignarinnar styttri og þarf því að miða við hann við mat á hæfilegum tíma til dreifingar á gjaldfærslunni. c. Tilskipanir Evrópubandalagsins. Innan Evrópubandalagsins er unnið að því að samræma reikningshald aðildarríkjanna. Par sem samskipti okkar við Evrópubandalagið aukast stöðugt og ef hinu evr- ópska efnahagssvæði verður komið á þá eru líkur á að við verðum í framtíðinni að beygja okkur undir tilskip- anir Evrópubandalagsins varðandi reikningshald. í þessum tilskipunum virðist amk. ennþá vera nokkuð mikið af tilslökunum þannig að aðildarríki fá að halda sínum reglum þó þær séu ekki alfarið innan þeirra marka sem tilskipanir Evrópubandalagsins setja. Á þetta m.a. við um gjaldfærslu á viðskiptavild og rann- sóknar og þróunarkostnaði. I fjórðu tilskipun (directive) Efnahagsbandalagsins er fjallað um framsetningu efnahagsreiknings. Varðandi óáþreifanlegar eignir eru eftirtalin atriði m.a. talin til þeirra: c.l. Rannsóknar og þróunarkostnaður, svo framanlega sem lög einstakra þjóða leyfa eignfærslu. c.2. Sérleyfi og leyfi til sérstakra nýtinga auðlinda, einkaleyfi, vörumerki og sambærileg réttindi. Þetta á við bæði um keypt réttindi og einnig réttindi sem verða til innan fyrirtækisins, svo framanlega sem lög einstakra þjóða leyfa eignfærslu. c. 3. Viðskiptavild. í þessari tilskipun er að öllu jöfnu ætlast til að óáþreifanlegar eignir séu afskrifaðar á fimm árum, nema að annað sé heimilt í einstökum ríkjum. d. Nýja Sjáland. Á Nýja Sjálandi eru í gildi fiskveiðitakmarkanir þar sem reglum svipar nokkuð til okkar kvótareglna. Þann- ig var áunnum réttindum úthlutað til þeirra sem fisk- veiðar höfðu stundað. Par eru hins vegar engar hömlur á framsali kvótaréttar og ekki er nauðsynlegt að eiga skip til kvótakaupa eins og hér er. Þar fengu menn í upphafi úthlutað ákveðnum tonnafjölda. Ef ríkisstjórn- in telur sig þurfa að minnka veiðar á ákveðnum stofn- um þá þarf hún að kaupa kvótann til baka. Ef hægt er að auka veiðar þá selur ríkisstjórnin viðbótarkvótann. Við þetta hefur myndast markaður með kaup og sölu á veiðiréttindum og skráð markaðsverð. Á Nýja Sjálandi er hins vegar einnig innheimtur auðlindaskattur, sem gjaldfærður er hjá fyrirtækjum eftir því sem gengur á kvótann innan ársins. í reikningshaldsreglum þeirra er gert ráð fyrir að keyptur aflakvóti skuli færður til eignar á kostnaðarverði og ekki afskrifaður. Upphaflegur út- hlutaður kvóti er ekki eignfærður. Getið er um með- ferð kvótamála í skýringum með ársreikningum. e. íslensk lög. I hlutafélagalögunum er ekki getið sérstaklega um eignfærslu á þeim réttindum sem hér um ræðir en þó má ætla að 97. og 98. grein heimili eignfærslu, endur- mat og árlega afskrift á eignfærðum fiskveiðiréttindum. Væntanlega væri líka eðlilegt miðað við hlutafélagalög- in að tilgreina þennan lið sérstaklega í efnahagsreikn- ingi. Skattaleg meðferð viðskipta með kvóta þarf ekki að vera í neinu samræmi við reikningshaldslega meðferð, enda er það svo með ýmsar óáþreifanlegar eignir, svo sem viðskiptavild og óeyðanlegar náttúruauðlindir, að þær eru ekki afskrifanlegar í skattalegu tilliti, þó svo að reikningshaldslega gæti átt að afskrifa þær. Ríkisskatt- stjóri hefur gefið út það álit sitt að kaup á varanlegum veiðiheimildum beri að eignfæra í efnahagsreikningi og að fallast megi á að fyrna þau. Pannig hafa skattyfir- völd fallist á að hér sé um afskrifanlega eign að ræða í skilningi skattalaganna. Það má ljóst vera að ef kvóti er ekki afskrifanlegur í reikningshaldslegu tilliti þá er hann það ekki skattalega þar sem skattalög leyfa ekki afskriftir á óeyðanlegum náttúruauðæfum. 3. Tillögur starfshópsins. Hér að framan hefur verið reynt að fara yfir þau megin atriði sem höfð voru til hliðsjónar við gerð þessara til- lagna, þ.e.a.s. þá alþjóða reikningsskilastaðla sem við erum bundin af, aðstæður í öðrum löndum og íslensk lög. Mun ég nú fara yfir tillögurnar lið fyrir lið. Meginatriði tillagnanna eru sett fram í sjö liðum: 1. Áunninn kvóta skipa, sem úthlutað er á skip af Sjáv- arútvegsráðuneytinu skal ekki eignfæra sérstaklega. 2. Aflakvóti, sem keyptur er til frambúðar til viðbótar við úthlutaðan áunninn kvóta skal eignfæra og gjald- færa að fullu á 5 árum. 3. Ef skip er selt án kvóta og söluverðið er lægra en bókfært verð, skal færa mismuninn til eignar sem aflakvóta og gjaldfæra á fimm árum. 4. Ef skip er keypt með fiskveiðiheimildum til áfram- haldandi rekstrar og veiðiheimildir ekki sérstaklega verðlagðar við kaupin skal eignfæra skipið og af- skrifa á hefðbundinn hátt. Þegar sérstaklega er tekið fram um verðmæti fiskveiðiheimilda skal eignfæra þau og gjaldfæra á fimm árum. 5. Gætt sé sérstakrar varúðar við mat á aflakvóta til frambúðar. 6. Aflakvóti sem keyptur er til eins árs í senn skal gjaldfæra á kaupári. 7. Geta skal um fiskveiðiheimildir í skýringum með reikningsskilum. 23

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.