Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 39

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 39
38. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna sem aðili framleiðir eða byggir sjálfur til eigin notkunar ræðst af þeim kostnaði sem beint er lagt í viðkom- andi eign auk kostnaðarauka sem beint tengist framkvæmd. 39. Þegar aðili eignast varanlegan rekstrarfjármun í skiptum fyrir annan að hluta eða öllu leiti, ákvarð- ast kostnaðarverð þeirrar eignar sem fengin er ann- aðhvort af markaðsvirði eða bókfærðu verði hinnar seldu eignar að teknu tilliti til minnigreiðslna, ef eru. Markaðsvirði í þessu tilliti getur ráðist af hvorri eigninni sem er, eftir því hvort er auðfund- ara. Eins er með varanlega rekstrarfjármuni sem keyptir eru í skiptum fyrir hlutabréf eða önnur verðbréf. 40. Kostnaður sem lagt er í vegna varanlegra rekstrar- fjármuna eftir að þeir hafa verið teknir í notkun, skal aðeins eignfærður að hann auki framtíðar- hagnaðarvon af eigninni. 41. Ef gagnsemi varanlegs rekstrarfjármunar minnkar varanlega t.d. vegna tjóns eða tæknibreytinga, þannig að dagvirði verður lægra en bókfært verð, skal bókfærða verðið lækkað í dagvirði og mismun- ur gjaldfærður. Eins er með varanlega rekstrarfjár- muni sem eru aflagðir og bíða sölu. Skulu þeir sýndir sérstaklega í ársreikningi. 42. Varanlegir rekstrarfjármunir eru ekki sýndir í árs- reikningi hafi þeir verið seldir eða sé ekki af þeim frekari hagnaðarvon við notkun eða sölu. 43. Hagnaður eða tap af sölu eigna færðra eftir kostn- aðarverðsaðferð, skal fært í rekstrarreikning. ENDURMATSAÐFERÐ 44. Ef varanlegir rekstrarfjármunir eru endurmetnir í ársreikningi, skal allur flokkur eins eigna endur- metinn, eða að val eigna til endurmats skal unnið kerfisbundið. Upplýsa skal hvernig það er gert. 45. Endurmat má ekki leiða til þess að bókfært verð eignarflokks verði hærra en dagvirði þess eigna- flokks. 46. Ekki má tekjufæra endurmatshækkun eigna. 47. Hækkun á bókfærðu verði varanlegra rekstrarfjár- muna sem stafar af endurmati skal fært ásérstakan endurmatsreikning meðal eiginfjárliða. Undan- tekning er þó ef eign hefur áður verið metin niður og sú lækkun verið gjaldfærð, þá er heimilt að tekjufæra samsvarandi upphæð. Lækkun á bók- færðu verði varanlegra rekstrarfjármuna skal gjald- færð, sé þar ekki um að ræða lækkun á eign sem áður hefur verið hækkuð í bókfærðu verði með endurmati og sú hækkun hafi verið færð á endur- matsreikning og stendur þar enn. Pá er lækkun færð á endurmatsreikning. 48. Ákvæði greina 40, 41 og 42 eiga einnig við um end- urmetnar eignir. 49. Við sölu endurmetinna eigna færist mismunur sölu- verðs og bókfærðs verðs í rekstrarreikning. SKÝRINGAR 50. Til viðbótar við skýringar sem krafist er skv staðli IAS 4, Afskriftarreglur, og staðli IAS 5, Skýringar í ársreikningum, þarf að skýra eftirfarandi. a) grunnur sá sem ákvörðun stofnerðs (fyrningar- grunns) eigna byggir á. Séu notaðir fleiri en einn, þarf að upplýsa skiptingu stofnverðs eftir þeim og eignaflokkum. b) í þeim tilvikum sem varanlegir rekstrarfjármun- ir eru færðir við endurmetnu verði, skal endur- matsaðferðin upplýst og einnig tíðni endurmats- ins. Einnig skal upplýsa um stuðla ef notaðir eru, það ár sem mat er framkvæmt og hvort óháður matsmaður framkvæmdi það. GILDISTÖKUDAGUR 51. Þessi alþjóðlegi reikningsskilastaðall gildir um þá ársreikninga sem ná til tímabila sem hefjast eftir 1. janúar 1983. 39

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.