Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 46

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 46
MENNTUNARNEFND FLE. Á undarförnum mánuðum hefur menntunarnefnd unn- ið að skipulagningu námskeiða og ráðstefna sem halda á nú í haust (1991). Þar ber hæst námskeið sem haldið verður á Akureyri dagana 11-12 október í samvinnu við félag endurskoðenda í Englandi og Wales. Fjallað verð- ur annars vegar um endurskoðun smærri fyrirtækja og hins vegar um endurskoðun tölvukerfa - áhætta og eft- irlit með tölvukerfum. Fyrirlesarar koma frá Englandi og heita þeir Alan Bonham og Richard Fullerton. Það hefur lengi verið skoðun nefndarmanna að nám- skeið með takmörkuðum þátttökufjölda séu betra fyrir- komulag með tilliti til endurmenntunar félagsmanna heldur en hið hefðbundna ráðstefnuhald, þar sem þáttakendur eru á bilinu 50-100. Almenn skoðanaskipti milli þáttakenda og leiðbeinanda á viðfangsefnum nám- skeiðanna verði meiri ef fjöldi hverju sinni er takmark- aður. Nefndin gerði tilraun með þetta í fyrra og þótti sú tilraun takast vel. Á þessu ári er haldið áfram á þessari braut og boðið upp á 3 námskeið með þessu sniði, um samstæðureikningsskil, rekstrar- og greiðsluáætlanir og um sjóðsstreymi. Nefnin annaðist skipulagningu hins faglega hluta sum- arráðstefnu FLE, sem haldin var að Hótel Örk, Hvera- gerði 5.-7. júlí sl. Efni ráðstefnunar var tvískipt. Fjallað var annars vegar um „pappírslaun viðskipti“ og héldu þeir Vilhjálmur Egilsson, Óskar Hauksson og Jón Magnússon erindi um það efni. Hinn hluti ráðstefnunar fjallaði um „tölvur og endurskoðendur" og voru fyrir- lesarar þeir Frosti Bergsson, Guðmundur Hannesson og Baldur Johnsen. Nefnin hefur haldið fjölda funda við undirbúning nám- skeiða. Einnig hafa verið haldnir fundir með fyrirlesur- um eins og ástæða hefur þótt til. Námskeið á vegum fé- lagsins hafa hingað til verið vel sótt og er það von nefndarinnar að svo verði áfram. Menntunarnefndin sænska félagsins (FAR) hélt haustf- und sinn að þessu sinni á íslandi og fóru tveir fulltrúar úr menntunarnefnd FLE til fundar við þá. Sérstaklega forvitnilegt var að sjá hversu umfangsmikil starfsemin er og hversu mikil áhersla er lögð á endurmenntun hjá frændum okkar. Þetta vakti upp spurningar hjá okkur um það hvort við værum á réttri leið eða hvort félagið eigi að leggja meiri áherslu á endurmenntunarmál í framtíðinni og þá á hvern hátt það verði gert. Slíkt væri hægt að gera í samráði við Háskóla íslands og með auknu samstarfi við menntunarnefndir erlendra endur- skoðendafélaga, eins og raunar er verið að gera tilraun með nú í haust. Ég tel að næsta stjórn FLE verði að taka upp umræður á sínum vettvangi á hvern hátt þess- um málum verði best háttað innan félagsins og móta framtíðarstefnu í menntunarmálum FLE. 46

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.