Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 21

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 21
Þorvarður Gunnarsson löggiltur endurskoðandi Meðferð fiskveiðiheimilda í reikningshaldi 1. Inngangur. Fyrir réttu ári síðan skipaði reikningsskilanefndin und- irnefnd eða vinnuhóp til að fjalla um meðferð kvóta- mála í reikningshaldi. Formaður þessarar undirnefndar var skipaður Hallgrímur Þorsteinsson. Aðrir í nefnd- inni, auk mín voru Ólafur Nílsson, Valdimar Guðnason og Sigurður Stefánsson. Skipun þessarar nefndar var hluti af þeirri stefnu reikningsskilanefndarinnar að virkja félaga til starfa í mótun reikningsskilaaðferða á afmörkuðum sviðum sem félagsmenn hafa sérstakan áhuga á. Það verður að segjast eins og er að það að koma sam- an tillögum að reglum um meðferð kvóta í reiknings- haldi reyndist erfiðara en á horfðist í fyrstu. Það var samt mat okkar að við þyrftum að koma fastákveðnum reikningsskilareglum á blað til kynningar fyrir félags- menn og til umfjöllunar hjá reikningsskilanefnd félags- ins. Kaup á kvóta til lengri tíma hefur viðgengist í nokkrum mæli undanfarin ár, en þessi viðskipti hafa sí- fellt verið að aukast og því tímabært að reyna að sam- ræma þær aðferðir sem notaðar eru við bókfærslu á kvóta í reikningshaldi. Við upphaf kvótakerfis á bolfisk í núverandi mynd árið 1984 var kvóta úthlutað til skipa eftir veiðiárangri áranna 1981-1983. Þessi viðmiðun myndar enn grund- völlinn að þeim kvóta sem skip fá úthlutað. Fyrir þenn- an tíma hafði viðgengist svokallað „skrapdagakerfi“ á togurum sem byggðist á því að menn höfðu ákveðinn dagafjölda til að stunda þorskveiðar og þurftu að vera ákveðinn dagafjölda á „skrapi“, þe. að veiða óæðri teg- undir. Bátar fengu úthlutað ákveðnum heildarkvóta af þorski og máttu ekki stunda veiðar eftir að þeim heild- arkvóta var náð. Þetta kerfi veiðitakmarkana var í gildi frá 1977, en þótti ekki gefast vel og því var núverandi kvótakerfi tekið upp árið 1984. Kvóti á loðnu og síld var kominn á áður. Þegar menn kaupa fiskiskip með fiskveiðiréttindum þá eru þeir í raun að tryggja sér þrjú atriði. I fyrsta lagi skipið sjálft, þe. tækið til að nota til að afla teknanna. I öðru lagi öðlast menn það veiðileyfi sem fylgir skipinu, en enginn má stunda veiðar í atvinnuskyni við ísland nema hafa fengið til þess almennt veiðileyfi. Veiðileyfi gilda til eins árs í senn. Veiðileyfi gefur mönnum m.a. rétt til að veiða vannýtta fiskistofna að vild, þe. fiski- stofna sem ekki eru háðir kvóta. í þriðja lagi eru menn að kaupa aflamark viðkomandi skips eða kvóta þess með öðrum orðum þeas það magn sem viðkomandi skipi er heimilt að veiða af þeim tegundum sjávardýra, sem heildarafli er takmarkaður af. Aflahlutdeild skips er eins og áður sagði ákveðinn í samræmi við fyrri veið- ireynslu skipsins og helst óbreytt sem hlutfall af heildar- úthlutun viðkomandi tegundar, en getur hækkað eða lækkað í tonnum á hverju ári ef forsendur varðandi veiðar á viðkomandi stofni breytast. Það er væntanlega rétt á þessu stigi málsins að skil- greina þau hugtök sem notuð eru í tillögunum. Þegar rætt er um fiskveiðiheimildir þá er átt við bæði veiði- leyfi og aflamark eða aflakvóta skips. Veiðileyfi er heimildin til að stunda veiðar í atvinnuskyni við ísland skv. 4. gr. laganna. Aflakvóti er aftur það aflamark sem skip fær úthlutað af þeim tegundum nytjastofna sem heildarafli er takmarkaður af skv. 7. gr. laga um stjórn fiskveiða. Einnig er vert að benda á það að erlendis er orðið „depreciation" notað um afskriftir varanlegra rekstrar- fjármuna, svo sem véla, fasteigna og skipa. Orðið „amortization“ er hins vegar notað um kerfisbundna gjaldfærslu eða niðurfærslu óáþreifanlegra eigna. Skil- greiningin í stóru ensk íslensku orðabók Arnar og Ör- lygs á þessu orði er hins vegar þessi: „Greiða niður skuld, einkum með því að leggja fé reglulega í niður- greiðslusjóð til ávöxtunar." Þessi skilgreining bendir 21

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.