Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 25

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 25
Einnig getur komiö til verðlagningar og uppgjörs á fiskveiðiheimildum við sölu á skipi án aflakvóta, með skertum aflakvóta eða ef skip er úrelt. Við kaup á skipi með aflakvóta er mjög erfitt eins og málum er nú háttað.að meta rétt verðmæti skips ann- arsvegar og aflakvóta hins vegar. Hið raunverulega mat á verðmætum fæst fyrst þegar viðskipti fara fram á milli aðila. Á undanförnum mánuðum hafa átt sér stað margar skipasölur, þar sem fram kemur mjög mismunandi söluverð á skipum með aflakvóta, allt frá þvi að þau séu seld á vátryggingarverði og upp í nær tvöfalt vá- tryggingarverð skips. Eins og að ofan greinir er mjög óæskilegt að utan- aðkomandi aðilar séu fengnir til að meta viðskipti sem þessi og er ráðlegt að aðskilja ekki skip og aflakvóta í reikningshaldi fyrr en við ákveðna aðgreiningu, svo sem þegar skip er selt kvótalaust, úrelt eða aðilar hafa komið sér saman um verðlagningu á fiskveiðiheimild- um við skipasölu þar sem aflakvóti og veiðileyfi fylgja með. Ég tel að það sé ekki hlutverk okkar að leggja mat á þau verðmæti sem aðilar leggja til grundvallar í við- skiptum heldur verður verðmætamatið að skapast í við- skiptunum sjálfum. Það er líka spurning í þessu sam- bandi hvort afskriftahlutfall skipa eigi alltaf að vera 8% t.d. í tilfellum þegar verið er að kaupa eldgamalt skip, jafnvel 20 ára eða eldra. Það hlýtur að vera afar ólík- legt að endingartími slíks skips séu 12 ár til viðbótar. Ef að sú leið væri farin að skipta þessum eignum í reikningshaldi fyrirtækja án þess að um það sé nokkuð getið í samningum aðila þá vaknar sú spurning hvað eigi að leggja til grundvallar og hvað eigi að vera af- gangsstærð. Eigum við að gefa okkur það að menn séu aðallega að kaupa kvótann og leggja markaðsverð á honum til grundvallar, sem er kannske 130 kr. pr. kilo og hafa skipið sem afgangsstærð? Eða eigum við að gefa okkur það að tryggingarmat skipa endurspegli raunverð þeirra miðað við afskrifað smíðaverð, eins og það á að gera og hafa kvótann sem afgangsstærð? Á nýrri skipum er mismunur á kvóta og trygginga- mati minni en á eldri skipum og í minni viðskiptum. Það bendir til þess að menn séu tilbúnir að borga meira fyrir viðbótarkvóta en þeir væru tilbúnir að borga fyrir þann heildarkvóta sem t.d. togari þarf til að rekstur hans sé arðbær, enda nokkuð ljóst að reksturinn ætti erfitt með að standa undir fjárfestingunni. Enda er það svo að við kaup á nýjum skipum er kaupverð oft jafnt tryggingarverði eða lítið hærra. Varðandi þá skoðun að hafa skipið sem afgangsstærð og meta kvótann á einhverju markaðsverði skal bent á þá aðferð sem oftast er notuð erlendis við mat á við- skiptavild í viðskiptum, þe. „residual method“ þar sem viðskiptavildin er fundin sem afgangsstærð þegar búið er að meta verðmæti annara eigna, svo sem fastafjár- muna. Þar sem kvóti flokkast undir óáþreifanlega eign þá tel ég eðlilegt að sama aðferð væri notuð ef niður- staðan verði sú að við eigum að skipta verðmætunum, þannig að miðað yrði við tryggingarmat skipa t.d. og kvótinn yrði síðan afgangsstærð. Skoðun vinnuhópsins var hins vegar sú að við eigum að láta aðila sjálfa meta verðmæti í viðskiptum sínum. Skoðun okkar er sú að það verði æ algengara að menn tilgreini hvað þeir eru að eiga viðskipti með í samning- um sínum, sérstaklega ef það er nú orðið ljóst að kvóti er fyrnanlegur í skattalegu tilliti og skattayfirvöld hugs- anlega fallast í framtíðinni á þær röksemdir okkar að gjaldfæra eigi kvóta á fimm árum, en ekki tengja hann skipi beint eins og haldið er fram í áliti ríkisskattstjóra frá í sumar. 5. Gæta skal sérstakrar varúðar við mat á aflakvóta til frambúðar. Við mat á kvótakaupunum skal hafa í huga mark- aðsverð kvótans og þær takmarkanir sem geta verið á framsali hans. Ef aflakvóti er óeðlilega hátt metinn í samningum milli aðila má telja eðlilegt að gera við það athugasemd eða leiðréttingu eftir aðstæðum hverju sinni. Það mætti hugsa sér t.d. að slíkt kallaði á fyrirvara í áritun, en væntanlega eðlilegast að leiðrétting sé gerð, annað hvort með gjaldfærslu eða leiðréttingu á verð- mæti skipsins ef tilefni er til þess. Að öðru leyti tel ég að þetta þarfnist ekki skýringar. 6. Aflakvóti sem keyptur er til eins árs í senn skal gjaldfæra á kaupári. Þetta atriði þarfnast í raun ekki skýringar. Þó getur verið að kvótaréttindi til eins árs dreifist á fleiri en eitt ár, t.d. ef kvótaár er ekki það sama og reikningsárið eða ef möguleikar eru á að færa óveiddan kvóta á milli ára. Þá fer með þetta eins og hvern annan fyrirfram greiddan kostnað. 7. í skýringum reikningsskila skal geta um aflakvóta og fiskveiðiheimildir. f milliuppgjörum skal upplýst um notkun aflakvóta á uppgjörstímabilinu. Ekki er tekin afstaða til þess hér hvar í skýringum þetta á að koma. Hægt er að hugsa sér að þetta sé til- greint í skýringum um fastafjármuni, t.d. þar sem fjall- að er um opinbert mat eigna og bókfært verð þeirra. Einnig má hugsa sér að þetta sé tilgreint undir önnur mál í skýringum. 4. Lokaorð. Starfshópurinn gerir sér grein fyrir því að á þessum til- lögum okkar geti verið smávægilegir ágallar, enda eru tillögurnar fyrst og fremst settar fram til að ná fram samræmi og skapa umræðu enda hljóta reikningsskila- aðferðir varðandi fiskveiðiheimildir að taka breytingum eftir því sem þessi viðskipti þróast áfram. 25

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.