Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 30

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 30
B. Eðli máls umfram form. (Substance over form) Viðskipti og önnur atriði skal meðhöndla í samræmi við eðli þeirra og raunverulegt fjárhagslegt gildi en ekki einvörðungu með tilliti til lagalegs forms þeirra. C. Mikilvægi. (Materiality) Arsreikningur á að gefa upplýsingar um öll þau atriði sem eru nógu mikilvæg til að hafa áhrif á mat eða ákvarðanatöku. Útskýringar 10. Arsreikningur á að vera skýr og skiljanlegur. Hann er byggður á reikningsskilavenjum sem eru mis- munandi milli fyrirtækja bæði innan hvers lands og á milli landa. Vegna þessa er nauðsynlegt að veita upplýsingar um mikilvægar reikningsskilavenjur, sem ársreikningurinn er byggður á, svo hann verði rétt skilinn. Upplýsingar um þessar venjur eiga að vera óaðskiljanlegur hluti ársreiknings og það er þægilegra fyrir lesendur hans að þær séu allar á ein- um stað. Stundum er viðhöfð röng eða óeðlileg meðferð á liðum efnahagsreiknings, rekstrarreikn- ings eða annarra yfirlita. Upplýsingar um þær að- ferðir sem beitt er eru ætíð nauðsynlegar en geta þó ekki leiðrétt ranga eða óviðeigandi aðferð. Notendur reiknigsskila 11. Arsreikningur veitir upplýsingar sem notaðar eru af ýmsum aðilum, einkum hluthöfum og lánadrottnum (núverandi og tilvonandi) og starfsfólki. Aðrir mik- ilvægir notendahópar eru birgjar, viðskiptavinir, verkalýðssambönd, fjármálasérfræðingar, tölfræð- ingar, hagfræðingar, skattyfirvöld og aðrir eftirlits- aðilar. 12. Notendur ársreikninga álíta ársreikninginn vera hluta af þeim upplýsingum, sem eru nauðsynlegar til þess m.a. að meta og taka fjármálalegar ákvarð- anir. Þeir geta ekki myndað sér áreiðanlega skoðun um þessi mál nema því aðeins að ársreikningur upplýsi greinilega um mikilvægar reikningsskila- venjur sem notaðar voru við gerð hans. Breytileiki í reikningsskilavenjum og upplýsingum þar að lútandi 13. Notkun mismunandi reikningsskilavenja á mörgum sviðum veldur því að túlkun ársreikninga verður erfiðari en ella. Ekki er hægt að vísa til ákveðinna viðtekinna venja en hinar mismunandi reiknings- skilavenjur sem nú eru í notkun geta gefið verulega mismunandi niðurstöður í ársreikningum þó byggt sé á sömu forsendum. Eftirfarandi eru dæmi um þau svið þar sem mismunandi reikningsskilavenjur eru notaðar og því ber að upplýsa í skýringum hvaða reikningsskilavenjur voru valdar til notkunar: Almennt Samstæðureikningsskil Umreikningur upphæða í erlendri mynt ásamt reikn- ingslegri meðferð á gengismun. Almennar matsreglur (t.d. kostnaðarverð, almennur kaupmáttur og endurkaupsverð). Atvik sem eiga sér stað eftir uppgjörsdag. Leigumálar, leigukaup eða afborgunarsamningar ásamt tilheyrandi vöxtum. Skattar Langtímasamningar Einkaréttur Eignir Viðskiptakröfur Vörubirgðir og vörunotkun Afskrifanlegar eignir og afskriftir Ræktað land Byggingarlóðir Fjárfestingar í dótturfélögum, tengdum félögum o.þ.h. Rannsóknir og vöruþróun Einkaleyfi og vörumerki Viðskiptavild Skuldir og skuldbindingar Ábyrgðir Skuldbindingar og ófyrirséð útgjöld Eftirlaunaskuldbindingar Skaðabótagreiðslur vegna uppsagna og samningsriftunar Hagnaður og tap Aðferðir við tekjuákvörðun Viðhald, viðgerðir og endurbætur Ágóði og tap af sölu eigna Myndun varasjóðs, lögbundins eða annars konar ásamt beinum færslum á eiginfjárreikninga 14. Itarlegar skýringar um viðhafðar reikningsskila- venjur er ekki alltaf að finna í ársreikningum. Verulegur munur er á framsetningu, umfangi og skýrleika upplýsinga milji og innan þeirra landa þar sem reikningsskilavenjur eru upplýstar. I sama árs- reikningi kunna að vera upplýsingar um mikilvægar reikningsskilavenjur á meðan öðrum mikilvægum reikningsskilavenjum er sleppt. Jafnvel í löndum þar sem þess er krafist að gefnar séu upplýsingar um allar þýðingarmiklar reikningsskilavenjur eru ekki alltaf til staðar leiðbeiningar um aðferðir til að tryggja samræmi í upplýsingagjöf. Vöxtur fjölþjóða- fyrirtækja og aukin alþjóðleg fjármálaumsvif hafa aukið þörfina fyrir meira samræmi ársreikninga á milli landa. 15. Ársreikningur ætti að sýna samanburðartölur frá fyrra reikningsári. Verði breyting á reikningsskila- venju, sem hefur veruleg áhrif, er nauðsynlegt að upplýsa um hana ásamt fjárhagslegum áhrifum hennar. Breyting á reikningsskilavenju, sem ekki kann að hafa veruleg áhrif á yfirstandandi reikn- ingsári, skal engu að síður upplýsa ef hún hefur veruleg áhrif á komandi reikningsárum. 30

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.