Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 38
dreifa mismun á kaupverði og staðgreiðsluvirði til
gjalda á afborgunartímanum, sem vöxtum.
Skrifstofu og stjórnunarkostnaður er aldrei talinn
hluti stofnverðs nema hann verði beinlínis rakinn til
kaupa eða uppsetningar á ákveðinni eign.
Kostnaður við gangsetningu og prufuframleiðslu telst
ekki til stofnverðs nema að því marki sem hann telst
nauðsynlegur hluti í uppsetningu viðkomandi eignar.
Þegar fyrirtæki framleiðir eða byggir sjálft eignir sem
flokkast sem varanlegir rekstrarfjármunir, er beitt
sömu reglum og við kaup. Með í stofnkostnaði eignar
telst því allur kostnaður sem beint tengist framkvæmd,
þó aldrei það sem reiknast sem eigin hagnaður.
Aukakostnaður við að koma verki af stað eða vegna
verkfalla eða annarra óvenjulegra atvika, sem til fellur
við eigin framleiðslu, telst venjulega ekki til stofnverðs.
Rétt er þar að hafa til hliðsjónar kaupverð sambæri-
legra eigna sé það tiltækt.
Kostnaðarverð eigna í eignaskiptum er yfirleitt
ákvarðað með tilliti til markasðvirðis þeirrar eignar
sem látin er af hendi. Sé markaðsvirði keyptu eignar-
innar nærtækara, þá má miða við það. Einnig má velja
þann kost að telja stofnverð hinnar keyptu eignar jafnt
bókfærðu verði hinnar seldu að teknu tilliti til tengdra
peningahreyfinga. Á þetta sérstaklega við þegar um
svipaðar eignir er að ræða.
Oft er erfiðleikum bundið að meta hvort á að eign-
færa eða gjaldfæra ílagðann kostnað við varanlega
rekstrarfjármuni. Meginreglan er sú að eignfæra aðeins
þann kostnað sem eykur framtíðarhagnað af eign frá
því sem var. Dæmi hér um er aukinn líftími, aukin af-
kastageta, bætt gæði framleiðslu eða lækkun rekstrar-
kostnaðar eignar.
Stofnverð eignar er venjulega endurheimt á ending-
artíma hennar. Ef gagnsemi eignar minnkar varanlega
t.d. vegna tjóns eða tæknibreytinga, getur dagvirði
eignarinnar orðið lægra en bókfært verð. Við slíkar að-
stæður er bókfært verð lækkað í dagvirði og mismunur
gjaldfærður.
Algengasta aðferðin við endurmat varanlegra rekstr-
arfjármuna er að fá sérhæfða matsmenn til að meta þá.
Aðrar aðferðir sem eru notaðar eru vísitöluviðmiðun
og tilvísun til staðverðs. Tvær leiðir eru við framsetn-
ingu endurmetinna eigna. Annarsvegar að endurmeta
bæði stofnverðið sjálft ( fyrningargrunninn) og uppsafn-
aðar afskriftir þannig að bókfært verð verði jafnt endur-
metnu verði eignarinnar. Hin leiðin er að sleppa upp-
söfnuðum afskriftum og nýr fyrningargrunnur er færður
jafn endurmetnu verði. Upplýsa þarf í skýringum hvor
leiðin er valin. Komi til lækkunar uppsafnaðra afskrifta
við endurmatshækkun eigna samkvæmt þessu, eru þær
aldrei tekjufærðar.
Mismunandi verðstuðlar eru stundum notaðir við
endurmat einstakra eigna eða eignaflokka í sama árs-
reikningi. Nauðsynlegt er þá að upplýsa um skiptingu
heildarstofnverðs eftir aðferðum.
Endurmat eignaflokks má ekki leiða til þess að bók-
fært verð þess flokks verði hærra en dagvirði eigna í
þeim flokki.
Hækkun bókfærðs verðs sem leiðir af endurmati
eigna er fært á sérstakan endurmatsreikning meðal eig-
in fjár, sem talinn er meðal bundinna reikninga. Lækk-
un bókfærðs verðs eigna vegna endurmats er færð til
gjalda, að svo miklu leiti sem hún stafar ekki af áður
fenginni endurmatshækkun sem færð hefur verið á end-
urmatsreiking, en er þá færð þar til lækkunar. Eins ger-
ist með endurmatshækkun sem leiðir af fyrri endur-
matslækkun, að hafi lækkunin verið færð til gjalda er
hækkunin færð til tekna.
Varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir úr ársreikn-
ingi við sölu eða þegar af þeim er ekki frekari hagnað-
arvon við notkun eða sölu.
Varanlegir rekstrarfjármunir sem ekki eru lengur
notaðir en bíða sölu, eru færðir við bókfærðu verði eða
skrapvirði sé það lægra og eru sýndir sérstaklega í árs-
reiknngi. Allt viðbúið tap er gjaldfært strax.
Þegar kostnaðarverðsreglunni er beitt er hagnaður
eða tap af sölu fært í rekstrarreikning. Eins er með mis-
mun söluverðs endurmetinna eigna og bókfærðs verðs
þeirra. Þann hluta endurmatsreikning sem tilheyrir
seldri eða aflagðri eign má flytja á óráðstafað eigið fé.
Helstu skýringar vegna varanlegra rekstrarfjármuna
koma fram í staðli IAS 4, afskriftarreglur, og staðli IAS
5, skýringar með ársreikningum. Viðbótarskýringar ef
gerðar eru, sýna sölu, kaup, endurmat, afskriftir og
aðrar breytingar eignaflokka, innborganir vegna kaupa
eða byggingaframkvæmda og bókfært verð bráða-
birgðaeigna.
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall 16 inniheldur grein-
ar 35 til 50. Hann skal lesa í samhengi við formálann og
greinar 1-34 og inngangsorð að alþjóðlegum reiknings-
skilastöðlum.
35. Varanlegir rekstrarfjármúnir eru eignir sem:
a) fyrirtæki á og notar við starfsemi sína.
b) hafa verið keyptar eða í þær lagt og eru ætlaðar til
varanlegrar notkunar,
c) eru ekki söluvara fyrirtækis.
Leigufjármunir sem fjalla unir liði a, b og c geta við
vissar aðstæður verið meðhöndlaðir sem varanlegir
rekstrarfj ármunir.
36. Stofnverð (fyrningargrunnur) eignar skal annað
hvort vera kostnaðarverð eð endurmetið verð, þá í
samræmi við þennan staðal. Greinar 37 til 43 eiga
við þegar kostnaðarverðsaðferð er notuð en grein-
ar 44 til 49 þegar endurmatsaðgerð er viðhöfð.
KOSTNAÐARVERÐSAÐFERÐ
37. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna saman-
stendur af kaupverði og öllum beinum viðbótar-
kostnaði við að koma eign í stand til ætlaðrar notk-
unar.
38