Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1991, Blaðsíða 27
Höfundur: Árni Tómasson löggiitur endurskoÖandi
REIKNINGSSKILARÁÐ
Ársreikningur er frásögn í talnaformi af starfsemi
rekstrar-einingar á tólf mánaða tímabili og stöðu í upp-
hafi og lok sama tímabils. Samkvæmt ákvæðum bók-
haldslaga skulu bókhaldsskyldir aðilar semja ársreikn-
inga í samræmi við reglur laganna og góða reiknings-
skilavenju. Petta hugtak, góð reikningsskilavenja, hefur
verið mjög til umræðu á síðustu árum og hefur sætt
gagnrýni fyrir að vera óljóst. Hluti gagnrýninnar bygg-
ist á mismunandi skilningi manna á orðinu venja. Laga-
leg merking þess orðs er verulega önnur en sú, sem
reikningshaldarar nota í sambandinu góð reiknings-
skilavenja. Ástæðan er í meginatriðum sú að góð reikn-
ingsskilavenja er síbreytilegt hugtak, sem byggist þó á
ákveðnum grunnþáttum og hefur nokkuð skýran ytri
ramma.
Hugtakið góð reikningsskilavenja hefur verið skil-
greint sem þær aðferðir, sem hæfir og samviskusamir
kunnáttumenn á sviði reikningshalds beita á hverjum
tíma við gerð reikningsskila, þ.m.t. ársreikninga. Ekki
má þó túlka þetta þannig, að kunnáttu-menn á sviði
reikningshalds hafi alfarið frjálsar hendur um að beita
nýjum aðferðum þegar þeim hentar, heldur verða nýjar
að-ferðir hverju sinni að uppfylla ákveðin ytri skilyrði
og hins vegar að sæta ákveðinni faglegri málsmeðferð,
áður en hægt er að telja þær til góðrar reikningsskila-
venju. Þau skilyrði sem nýjar aðferðir þurfa einkum að
uppfylla eru eftirfarandi:
Þær þurfa að samrýmast grundvallarreglum reikn-
ingshalds og þeim forsendum sem hefðbundin reikn-
ingsskilagerð byggist á. Sem dæmi um forsendur má
nefna að rekstrareining verður að vera hag-ræn og að
hún verður að vera rekstrarhæf. Sem dæmi um grund-
vallarreglur má nefna kostnaðarverðsregluna, innlaus-
narregluna, jöfnunarregluna og lotunarregluna. Einnig
þurfa aðferðirnar að samrýmast gildandi lögum og regl-
um á sviði reikningshalds og þeim alþjóðlegu reiknings-
haldsreglum sem samþykktar hafa verið og Félag lög-
giltra endurskoðenda hefur skuldbundið sig til að veita
brautargengi hér á landi.
Sú málsmeðferð sem aðferðirnar þurfa að hljóta, áð-
ur en þær geta talist til góðrar reikningsskilavenju, eru
gagnrýnin umræða meðal reikningshaldara og þeirra
hagsmunaaðila sem aðferðirnar varða, aðlögun að ís-
lenskum aðstæðum og formleg birting. Fram til þessa
hefur umræða um nýjar aðferðir einkum átt sér stað
innan Félags löggiltra endurskoðenda og að því loknu
hefur reikningsskilanefnd FLE látið í ljós álit á ýmsum
aðferðum og viðfangsefnum sem varða reikningshald
og gerð reikningsskila. Það er einkum að þessari máls-
meðferð sem gagnrýnin hefur snúið. í fyrsta lagi hefur
verið bent á að formfesta í máls-meðferð sé ekki nægj-
anleg, t.d. hafi álitsgerðir reikningsskila-nefndar ekki
hlotið formlegt samþykki innan félagsins. í öðru lagi,
að ekki sé tryggð nægjanlega breið umræða um aðferð-
irnar, t.d. hafi hinir ýmsu hagsmunaaðilar ekki átt þess
kost að koma sínum sjónarmiðum að, þar sem umræð-
an hafi nær einvörðungu átt sér stað innan vébanda
FLE. I þriðja lagi hefur verið óljóst hvaðan reiknings-
skilanefnd FLE kæmi vald til að mæla fyrir um notkun
tiltekinna aðferða við gerð reikningsskila og annarra
ekki. Reynslan hefur þannig leitt í ljós að í vissum til-
vikum hafa félagsmenn FLE ekki talið sig bundna af
því að fara eftir álitsgerðum reikningsskilanefndar
FLE, hvað þá forráðamenn fyrirtækja og sveitarfélaga
og aðrir þeir sem standa utan FLE og fást við reikn-
ingsskilagerð.
Á það ber hins vegar að leggja áherslu, að álitsgerðir
reikningsskilanefndar FLE hafa verið mjög leiðandi við
gerð allra reikningsskila á síðari árum og hefur tilmæl-
um nefndarinnar verið fylgt í yfirgnæfandi tilvika.
Stjórn FLE tók þessi mál til umfjöllunar innan fé-
lagsins á árinu 1990 með það að markmiði að bæta þá
málsmeðferð sem viðhöfð er, áður en aðferðir eru við-
urkenndar sem góð reikningsskila-venja. Ef vel tækist
til yrði niðurstaðan sú, að ávallt lægju fyrir skýrar regl-
ur um reikningsskil rekstrareininga, settar af þar til
bærum aðila, reglur sem víðtæk samstaða ríkti um í
þjóð-félaginu. Afleiðingin yrði væntanlega aukið sam-
ræmi í reiknings-skilum á íslandi.
27