FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 11
Löggildingarpróf til endurskoðunarstarfa
Árni Tómasson er endurskoðandi og formaður prófnefndar
Hér á eftir verður fjallað um próf til öflunar endurskoðunarrétt-
inda; hvaða reglur gilda, framkvæmd prófanna, hvernig til hefur
tekist og hugleiðingar um hverju má breyta.
Um skilyrði þess að gangast undir löggildingarpróf
Með lögum nr. 79/2008 um endurskoðendur er fest í lög hvaða
skilyrði þurfi að uppfylla til þess að öðlast löggildingu til endur-
skoðunarstarfa. Kemur fram í 2. gr. laganna að þeir þurfi m.a. að
hafa lokið meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum sem
viðurkennt er af endurskoðendaráði, að hafa starfað að lágmarki
í þrjú ár undir handleiðslu endurskoðenda við endurskoðun árs-
reikninga og annarra reikningsskila hjá endurskoðunarfyrirtæki og
að hafa staðist sérstakt próf sbr. 5. gr. laganna.
Að því er varðar fyrsta liðinn hefur verið miðað við meistaranám i
HÍ og HR eða sambærilegt nám og er þetta til samræmis við
kröfur í EES löndum. Þeir sem lokið hafa námi í löndum utan EES
eða vafi leikur að öðru leyti á um að þeir hafi uppfyllt ákvæði
laganna að því er þennan átt varðar, geta leitað til endurskoð-
endaráðs um staðfestingu á því að nám þeirra uppfylli kröfur
laganna.
Að því er varðar annan liðinn um starfsnám var í lögunum fallið
frá eldri kröfu um að hluti starfsnáms færi fram eftir að meistara-
námi á háskólastigi lyki og einnig var hnykkt á því að starfsnám
færi fram undir handleiðslu endurskoðenda hjá endurskoðunar-
fyrirtæki og fælist í endurskoðun reikningsskila. Var verið að
bregðast við því að áður höfðu nemar starfað í reikningshaldi eða
innri endurskoðunardeildum fyrirtækja undir handleiðslu löggilts
endurskoðanda og talist þannig hafa uppfyllt ákvæði laganna.
Það var ekki talið nægjanlegt lengur, en að öðru leyti hefur við
framkvæmd á þessu ákvæði laganna verið látið nægja að ganga
úr skugga um að viðkomandi aðili sem hyggst gangast undir próf
hafi verið tilkynntur í starfsnámi til Félags Löggiltra
Endurskoðenda og að fyrir liggi yfirlýsing endurskoðanda eða
endurskoðunarfyrirtækis um að þessari kröfu hafi verið fullnægt.
í þessu sambandi má m.a. vísa til greinar 130.5 í Siðareglum
endurskoðenda en þar segir: „Endurskoðandi skal gera ráðstaf-
anir til að tryggja að þeir sem starfa undir stjórn hans í faglegu
tilliti fái viðeigandi þjálfun og leiðsögn". Að því er varðar tíma-
lengd hefur verið miðað við 4.950 vinnustundir í heild, sem
svarar til 1.650 vinnustunda á ári að jafnaði. Um þriðja liðinn, próf
til löggildingar, verður fjallað síðar. Þess skal getið að úrskurði
prófnefndar um hvort fullnægt sé skilyrðum til að mega gangast
undir próf er ávallt unnt að skjóta til endurskoðendaráðs til
ákvörðunar.
Ekki hefur verið ágreiningur um menntunarkröfur og endur-
skoðendum hefur verið látið eftir að leggja mat á hvort starfs-
nám það sem þeir bjóða upp á sé nægjanlega fjölbreytt. í
stærri endurskoðunarfyrirtækjunum eru álitaefnin væntanlega
þau hvort sérhæfing sé of mikil, hvort nemar eigi þess kost að
vinna jöfnum höndum að endurskoðun, reikningshaldi, skatt-
skilum og öðrum sérverkefnum, hvort notkun á fyrirframútbún-
um stöðluðum lausnum komi niður á grundvallarskilningi sem
að baki býr og hvort nemar fái í nægjanlega ríkum mæli að taka
þátt í lausn á vandasömum verkefnum með heildarmynd i
huga. í minni endurskoðunarfyrirtækjunum snúa álitaefnin
væntanlega fremur að því hvort nemar fái í nægjanlega ríkum
mæli að spreyta sig á verkefnum sem kalla á notkun alþjóð-
legra endurskoðunar- og reikningsskilastaðla og hvort mennt-
unar- og gæðakerfi fyrirtækisins veiti nemum fullnægjandi
stuðning. Hér eru tilgreind nokkur dæmi sem fram hafa komið,
en Ijóst er að mjög kefjandi er að veita nemum alhliða þjálfun
þannig að öllum sjónarmiðum sé mætt.
Því hefur verið haldið fram að það líði of langur tími frá því
nemar setja stefnuna á að hljóta löggildingu til endurskoðunar,
þar til í Ijós kemur hvort þeir standast faglegar kröfur. Þetta er
um margt réttmæt ábending, þannig tekur það oftast 8-10 ár
frá því nám er hafið á háskólastigi þar til í Ijós kemur hvort við-
komandi aðili stenst þær kröfur sem gerðar eru til þess að
hljóta réttindi sem endurskoðandi. Vandasamt er að gera hér
úrbætur án þess að slaka á kröfum og ef horft er til nágranna-
landa virðist svipaður háttur á hafður og hér á landi. Hugsa
mætti sér stöðupróf eða árlega umsögn umsjónarendurskoð-
anda til þess að leiðbeina nemum fyrr í ferlinu. Ef litið er hlut-
lægt á málið hafa vísbendingar væntanlega komið fram á fyrri
stigum, þannig er því ekki að leyna að talsverð fylgni er milli
einkunna úr háskóla og árangri í löggildingarprófum, þó að á
þvi séu talsverð frávik. Ennfremur ber að hafa í huga að þó
nemar nái ekki tilskilinni lágmarkseinkunn á löggildingarpróf-
um, nýtist þekking þeirra í yfirgnæfandi tilvika mjög vel innan
endurskoðunarfyrirtækjanna eða í öðrum fyrirtækjum og stofn-
unum.
Um löggildingarprófin og framkvæmd þeirra
í 5. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur er fjallað um próf
til öflunar endurskoðunarréttinda. Kemur þar fram að prófin
skuli ná til þeirra greina bóknáms og verkmenntunar sem helst
varða endurskoðendur og störf þeirra, próf skuli að jafnaði
haldin einu sinni ár hvert og að próftökugjald skuli standa undir
kostnaði við framkvæmd prófanna. Að öðru leyti er visað til
FLE blaðið janúar 2016 • 9