FLE blaðið - 01.01.2016, Qupperneq 14
Með aukinni sérhæfingu innan þess efnissviðs sem löggild-
ingarprófin taka til, hefur komið til umræðu í prófnefnd hvaða
kröfur sé eðlilegt og sanngjarnt að gera til próftaka um sérhæf-
ingu t.d. í skattarétti, upplýsingatækni og fleiri greinum.
Niðurstaða nefndarinnar hefur verið sú að krefjast annars vegar
þekkingar sem gerir endurskoðendum kleift að leysa almenn
viðfangsefni innan efnissviðs prófanna og hins vegar að hafa
næga þekkingu til að bera til að gera sér grein fyrir hvenær kalla
þarf til frekari sérfræðiaðstoð í samræmi við ákvæði staðla og
siðareglna.
Loks hefur verið fundið að framkvæmd prófanna, einkum því
að aðbúnaður í prófum sé ekki nægjanlega góður, að prófmenn
geti ekki nýtt sér eigin tölvur og séu ekki að vinna í umhverfi
sem þeir eiga að venjast. Þetta er um margt réttmæt gagnrýni,
sem prófnefndin hefur rætt og reynt að finna lausnir á.
Próftakar þurfa að standa undir öllum kostnaði við prófin og til
þess að halda honum niðri hefur prófnefndin notið velvildar
háskólanna, á síðustu árum Háskólans í Reykjavík, með
aðgengi að tölvuverum þeirra. Þróun mála í skólunum er hins
vegar sú að dregið hefur úr umfangi tölvuvera og skýrir það hve
þröngt hefur verið um próftaka í löggildingarprófum á síðari
árum. Prófnefndin stefnir að því að próftakar geti notað eigin
tölvur og haft með sér allar upplýsingar á rafrænu formi þegar
fram í sækir. í þessu sambandi þarf þó að tryggja að farið sé
að kröfum um próf á háskólastigi og að próftakar fari að fyrir-
mælum um það hvaða aðstoðarforrit megi styðjast við og hver
ekki. í þessu sem öðru ræður tíðarandi og tækni för að vissu
marki, en aldrei má þó missa sjónar á því mikilvæga hlutverki
sem endurskoðendur gegna við að sannreyna réttmæti fjár-
hagsupplýsinga og er ég þeirrar skoðunar að próf til staðfest-
ingar á hæfi einstaklinga til að gegna þessu starfi eigi ávallt að
vera krefjandi.
Árni Tómasson
Nýir félagar 2016
FLE hefur borist listi yfir þá sem stóðust tilskilin verkleg próf sem fram fóru dagana 12. og 14. október 2015 og hafi
þar með öðlast rétt til að fá löggildingu sem endurskoðendur. Niðurstaða nefndarinnar er sú að eftirtaldir átta ein-
staklingar hafi staðist tilskilin verkleg próf. Það er gleðilegt að sjá að í hópunum eru tveir sem koma frá minni endur-
skoðunarfyrirtækjum, en undanfarin ár hafa eingöngu einstaklingar frá fjórum stærstu stofunum komist í gegnum
nálaraugað. Prófnefnd hefur sent listann til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem veitir löggildinguna form-
lega. Til hamingju með þetta öll og velkomin í félagið.
Kristján Þór Ragnarsson, Magnús Mar Vignisson, Oddný Assa Jóhannsdóttir, Örvar Omrí Óiafsson,
Deloitte PwC KPMG BDO
12 • FLE blaðið janúar 2016