FLE blaðið - 01.01.2016, Síða 24
Flýting álagningar opinberra gjalda
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisskattstjóri
Meginfyrirkomulag síðustu ára
Álagning opinberra gjalda einstaklinga og lögaðila ár hvert
hefur verið í tiltölulega föstum skorðum undanfarin ár. Á það
m.a. við um birtingu álagningar en hún hefur verið með þeim
hætti síðasta hálfan annan áratug að einstaklingar sem staðið
hafa skil á skattframtali hafa fengið niðurstöðu álagningar í lok
júlí og framtaldir lögaðilar í lok október ár hvert. Hvor hópur
fyrir sig fær niðurstöðuna í einu lagi á einum og sama tíma, svo
framarlega sem skattframtali ásamt viðeigandi fylgiskjölum
hafi verið skilað. Þeir sem ekki hafa staðið skil á skattframtali
innan tímamarka skilatíma og hafa sætt áætlun skattstofna við
álagninguna sjálfa en skila skattframtali síðar fá raunálagningu
með kæruúrskurði eða eftir atvikum sem afgreiðslu á erindi.
Loks er sá hópur sem aldrei skilar framtali og sætir áætlun
opinberra gjalda við álagningu sem stendur óbreytt án leiðrétt-
ingar um ókomin ár. Allt hljómar þetta kunnuglega fyrir endur-
skoðendum og öðrum þeim sem atvinnu hafa af framtalsgerð
þar sem vinnulag og vinnuskipulag á álagningartíma hefur skipt
miklu máli.
Breytingar í augsýn
Álagningin hefur fyrir fagaðila í framtalsskilum verið eins og
fastur þáttur í tilverunni og að þessu hefur verið gengið ár
hvert og ugglaust finnst einhverjum að þetta sé eitthvað sem
alltaf hafi verið - og breytingar þar á séu fjarlægar. Álagning
lögaðila hefur þó ekki verið svo lengi aðskilin frá birtingartíma
álagningar einstaklinga, en síðar í greinarkorni þessu verður
vikið að því. Á þessu verður eins og öðru breytingar eftir því
sem þróun og þarfir þjóðfélagsins krefjast - álagningin og fyrir-
komulag hennar er einn þeirra verkþátta skattframkvæmdar-
innar sem taka mun breytingum eins og annað. Þar þarf að
horfa til markmiðs og tilgangs álagningar opinberra gjalda ár
hvert, þar sem ekki einungis ákvörðunin um hve mikið hvér
skattaðili skuli greiða í opinber gjöld skiptir máli, heldur einnig
hvernig tekjur, gjöld, eignir og velta í samfélaginu þróast og
skiptist milli atvinnugreina og innan fyrirfram skilgreindra hópa.
Endurmat á framkvæmdinni er nú á döfinni hvað varðar álagn-
ingartímann og fyrstu breytingar þar á koma til framkvæmda
þegar á þessu ári. Að öllum líkindum er stutt í að næstu skref
verði stigin.
Almennt má um skattframkvæmdina segja að hún hafi á und-
anförnum árum gengið í gegnum mikla endurnýjun þar sem
flest hefur verið tekið til endurmats og í kjölfar þess hafa orðið
breytingar á verklagi bæði hjá starfsmönnum skattyfirvalda og
þeim sem sýsla við gerð skattframtala og forsendna þeirra.
Þannig fer óðum að styttast í að tímamörk álagningar verði
einnig sá þáttur skattframkvæmdarinnar sem taka mun breyt-
ingum og það jafnvel umtalsvert. Rétt er þó áður en lengra
verður haldið að horfa til liðins tíma og rifja upp hvernig mál
hafa þróast í tímanna rás. Þar er ágætt að hafa hugfast að
margt á sér sögulegar skýringar og alltaf eru ástæður á öllum
tímum fyrir einstökum ákvörðunum sem oft standa og sæta
ekki breytingum - stundum af því að enginn veit forsendur
þeirra.
Eldra fyrirkomulag
Þeir sem eldri eru í endurskoðendastétt minnast ugglaust
flestir dagsetninganna 19. og 31. janúar en þeir dagar voru
lykildagsetningar árum saman hjá skattyfirvöldum og almenn-
ingi öllum. Fyrri dagurinn var síðasti skiladagur launamiða. í
auglýsingum þess tíma var brýnt fyrir launagreiðendum að
skila gögnum í síðasta lagi þann dag en ekki síður að skrá sam-
viskusamlega nafnnúmer launamanns - sem þá var notað sem
auðkenni - á alla launamiða. Verkefni margra endurskoðenda-
og bókhaldsstofa á þessum árstíma var þannig að liðsinna
launagreiðendum og stemma þetta tímanlega af svo unnt
væri að skila gögnum á réttum tíma. Síðari dagsetningin var
enn afdráttarlausari. Þann dag var skilafrestur skattframtala
manna í áratugi eða allt til ársins 1980 þegar áhrifa laga nr.
40/1978 tók að gæta í skattframkvæmdinni. Miklar annir voru
við að aðstoða einstaklinga við framtalsskilin og „vertíðin" sem
svo var iðulega nefnd, var mikil og þetta var krefjandi tími hjá
endurskoðendum og öðrum aðilum sem höfðu framtalsskil og
uppgjör að aðalstarfi. Á þessum árum fór öll álagning opinberra
gjalda fram á sama tíma, þ.e. bæði á menn og lögaðila og var
31. júlí ár hvert. Kæruafgreiðslan hófst síðan fljótlega og hún
tók oft á tíðum langan tíma og í einstaka tilfellum nokkur ár og
gat verið mismunandi eftir skattumdæmum. Einnig hefur verið
heimild til að senda inn skatterindi, þ.e. þeir sem misstu af því
að senda inn framtöl á réttum tíma og einnig í kærufresti gafst
kostur á að óska eftir breytingum á álagningu opinberra gjalda
eða breytingum á einstökum liðum framtals þótt kærufrestur
væri liðinn. Slík heimild hefur verið í lögum áratugum saman.
Afgreiðsla skatterinda gat reyndar á stundum tekið langan tíma
og ekki var óalgengt að afgreiðslunnar væri beðið uppundir eitt
ár og stundum meira en það. Með skattalagabreytingunum
sem urðu með lögum nr. 40/1978 jókst mjög erindafjöldinn
og afgreiðslutíminn gat þannig lengst. Á síðustu árum hefur
verið lögð áhersla á það af hálfu ríkisskattstjóra, einkum eftir
að öll staðbundin skattstjóraembætti voru lögð niður og verk-
efni felld undir ríkisskattstjóra, að stytta úrskurðatíma verulega
og sömuleiðis afgreiðslutíma skatterinda. Hefur þetta tekist f
flestum tilfellum og árangurinn hefurfarið batnandi. Þær breyt-
22 • FLE blaðiðjanúar2016