Ráðunautafundur - 14.02.1978, Blaðsíða 19
313
Taflan sýnir aö lítill munur er á étnum fóöureiningum í
fóðurbætis.flokkunum (A, B og D) yfir veturinn. Aftur á móti
kemur fram í desember mikill munur á étnum fóðureiningum í C-
flokki, tööuflokknum, annars vegar og A, B og D flokkum hins
vegar. Þá éta C-flokksærnar aðeins þaö magn, sem svarar til
viöhaldsfóðurþarfar þeirra,enda koma áhrif þess greinilega í
ljós í frjósemi þeirra (sjá 5. töflu). Þessi munur áti nemur
um 30%. I apríl og byrjun maí eykst heyát C-flokks ánna aö mun,
enda taðan betri og lystugari en fyrr um veturinn. Til jafnaðar
yfir veturinn fengu ærnar £ fóöurbætisflokknum (A,B og D) 0,7
FE á dag handa á, en ærnar í C-flokki 0,63 FE, sem er 10%
minna fóður. Taðan var það ólystug að ekki var hægt að koma meiru
í þær.
Eftir burðinn var öllum flokkum gefin taða að vild, eins og
áður segir,en haft var til hliðsjónar hvernig þær átu upp. Tví-
lembur í graskögglaflokknum fengu 1,0 kg af tööu til jafnaðar
handa á á dag og 0,784 kg af graskögglum,en eins og fyrr er getið,
voru þessir flokkar fóðraðir saman eftir burð. Einlembur x
þessum flokkum fengu 1,0 kg af töðu til jafnaðar á dag og 0,381
kg af graskögglum.
Tvílembur og einlembur x C-flokki voru fóðraðar saman og
var þeim gefið 1,1 kg af töðu til jafnaðar á dag handa á.
Tvílembur í B-flokki fengu 0,6 kg af fóðurblöndu og ein-
lembur 0,4 kg á dag og sama magn af töðu og tvílembur og ein-
lembur í graskögglaflokkunum.
II. Þungi, þyngdarbreytingar og holdafar ánna.
3. tafla sýnir meðalþunga ánna í tilraunaflokkunum í hvert
sinn, er þær voru vegin um veturinn og meöalþyngdarbreytingap
þeirra milli vigtana og 4. tafla sýnir holdastig og holdafars-
breytingar.