Ráðunautafundur - 14.02.1978, Síða 107
401
I Kálfholti var annað lambið tekið undan hverri á og sett
á tvo beitarþunga káls 0,9 ha (kállömb I) (8,3 hkg/ha) og 0,5 ha
(kállömb II) (5,1 hkg/ha)með aðgang að óræktaðri mýri. Hin
lömbin gengu áfram á mýrinni undir mæðrum sínum. Sjöunda sept.
var kálið í minna hólfinu (kállömb II) búið og þá var opnað
fyrir lömbin inn á 0,4 ha hólf (30,8 hkg/ha). Eitthvað virðist
hafa dregist að lömbin færu inn á þetta hólf því eins og sést
af 5. töflu hafa þau ekki þyngst eins mikið eftir 6. sept og hin
lömbin (kállömb I). Þar sem kálið var frekar lélegt þegar
lömbunum var beitt á það þyngdust þau ekki eins mikið og búast
hefði mátt við. Fallþungi kállamba I var 2,6 kg meiriog kál-
lamba II 1,2 kg meiri en mýrarlambanna (5. tafla). Einnig var
gæðaflokkun. kállamba II töluvert lakari en kállamba I þó hún
sé betri en hjá mýrarlömbunum (6. tafla).
Kálbeitartilraunirnar á Hesti og í Kálfholti 1977 sýna vel
hversu mikilvægt er að vanda vel til kálræktarinnar og ekki síður
kálbeitarinnar. Mjög líkleg-t er að minnsta kosti önnur þessara
tilrauna verði endurtekin næsta sumar og jafnvel lengur. Það
má því ekki reikna með fullnaðaruppgjöri fyrr en eftir tvö til
þrjú ár.
Athuganir á sníkjudýrum:
Ásgeir Einarsson, dýralæknir, var ráðinn sumarið 1977 til
að hafa umsjón með talningu á ormaeggjum í saursýnum sem tekin
eru reglulega úr flestum tilraunanna. Ætlunin var að fylgjast
með ormaeggjafjölda í saurnum og pepsinogen magni í blóðsýnum
til að dæma um hvernig tekist hafi að halda niðri ormasmiti
í tilraununum almennt. Auk þess var innyflum safnað við slátrun
eftir því sem ástæða þótti til. Niðurstöður liggja ekki fyrir
ennþá.
Auk þess var Sigurði H. Richter hjá Tilraunastöð Háskólans
í meinafræði veitt aðstaða- til rannsókna á sníkjudýrum í sam-
bandi við tilraunina á Hvanneyri og hafa þær niðurstöður birst
annars staðar (Sigurður H. Richter 1977a, b, 1978).