Ráðunautafundur - 14.02.1978, Side 37
331
beitarþunga og á milli staöa, svo og tiiaÓ áætla svörun viö
áburði og nýtingu hans.
Heildaruppskera var aðeins reiknuð út fyrir 1976. Á áborna
landinu á öllum tilraunastöðunum, nema Hvanneyri, hafði þung beit
neikvæð áhrif á sprettu. Tafla 1. sýnir útreiknaða heildarsprettu
á ábornu landi í fjórum tilra-unanna.
Tafla 1. Heildarspretta á ábornu . landi í fjórum beitartilraunum
1976, hkg þ.e./ha.
Staður Létt Beitarþungi Hófleg Þung
Kálfholt, sauðfjárbeit 38.1 41.4 35.2
Kálfholt, blönduð beit 46.1 44.8 33.4
Sölvaholt, kálfabeit 27.8 29.6 20.7
Álftaver, sauðfé 26.2 26.2 18.0
Auðkúluheiði, sauðfé 12.1 10.8 9.0
Meðaltal 30.1 30.5 23.9
I heild er lækkun á sprettu vegna mikils beitarþunga, 22%
miðað við hóflega beit á ofangreindum stöðum. Mest er lækkunin
í Álftaveri, 31%. Þar var, eins og á fleiri stöðum, áberandi
rýrari gróður í þungbeittu hólfunum, t.d. meiri mosi. I þung-
beittu sauðfjárbeitarhólfunum í Kálfholti og á Auðkúluheiði var
beitarþunginn tiltölulega minni en á hinum stöðunum, enda kemur
það fram á sprettutölunum.
Tafla 2 sýnir niðurstöður írskra rannsókna á áhrifum beitar-
þunga á sprettu (2).
Tafla 2. Beitarþungi og spretta. Irskar niðurstöður. (2)
Beitarþungi (kýr/ha) Uppsker^., 1972 hkg þ.e, 1973 . /ha. 1974
3.9 - 91 98
5.5 99 78 87
7.1 87 75 81
Skekkja + 6 + 5 + 6'