Ráðunautafundur - 14.02.1978, Side 52
346
Meö vaxandi beitarþunga hafa þessar breytingar helztar
oröiö á gróðurfari: Hlutdeild grasa minnkar, mosi eykst
vegna þess aö gróÖurbreiðan gisnar, hálfgrösum fjölgar,
einkum lélegum beitarjurtum, þursaskeggi, móasefi o.fl.,
hlutdeild tvíkímblaöa jurta lækkar nokkuö, hlutfall lyngs
og smárunna breytist lxtið. Þaö skal haft í huga, að
mælingar þessar eru gerðar bæöi á þurrlendi og votlendi.
Ef þær heföu aðeins verið geröar á þurrlendi, heföi munur-
inn á lítið og ofbitnu landi orðið miklu meiri vegna þess
aö votlendi er yfirleitt lítiö bitiö og er snautt af eftir-.
sóttum beitarplöntum, þ.e. grösum og blómplöntum. Þá voru
fáar mælingar á alfriöuöu landi og hlutdeild tvíkímblaða
jurta því lág, jafnvel á lítiö bitnum svæöum, því aö þær
þola mjög illa beit (I. Þorsteinsson, 1977).
Enda þótt hér á landi sé enn ekki grundvöllur til að
meta beitarþol og ástand úthagans eingöngu eftir hlutfalli
tegunda, liggur fyrir mikil vitneskja um þetta samhengi.
1 stórum dráttum má þannig staöhæfa, aö beitiland til sumar-
beitar sé því betba sem þaö er auðugra af grösum og tvíkím-
blaöa jurtum, enda ákvaröast næringargildi beitargróöursins
að verulegu leyti •á hlutdeild þessara plöntuflokka í gróður
breiöunni eins og tafla 1 sýnir. (G. ölafsson, 1973).
Tafla 1.
Grös og tvíkímblaða jurtir
In vitro meltanl. þurrefni
kg. þ.e. £ fóöureiningu
I
20%
20-55%
2,0-2,4
II
20-30%
55-60%
1,8-2,0
III
30-60%
60-65%
1,6-1,8
öþarft er að taka fram, aö enda þótt áhrif beitar á
ræktuöu ábornu landi og úthaga séu í grundvallaratriðum hin
sömu er þó reginmunur á, fyrst og fremst vegna munar á
næringarástandi jarövegsins. í úthaga verður gróöurinn aö
bjargast af sjálfsdáðum, en á ræktuöu landi má bæta við
áburði eftir þörfum.