Ráðunautafundur - 14.02.1978, Side 108
402
Erlendir sérfræóingar 1977:
Þrír erlendir sérfræöingar komu hingaö á árinu vegna land-
nýtingarverkefnisins.
Dr. Robert Bement, frá Colorado x Bandaríkjunum, kom tvisvar
á árinu, en hann er aöalráögjafi og fulltrúi UNDP/FAO gagnvart
tilrauninni.
Dr. A.C.Field, steinefnasérfræöingur viö Moredun Institute
í Edinborg, kom í ágúst og var hér £ mánuö. Hann feröaöist á
flesta tilraunastaöina og ræddi viö flesta aðila sem vinna við
tilraunirnar. Áöur en hann fór samdi hann greinagóöa skýrslu,
(Field 1977) þar sem hann gerir tillögur um framhald tilraun-
anna almennt og breytingar í þvx sambandi.
I haust kom hingaö frá Agricultural Institute í Dublin á
írlandi J. Connolly, sérfræöingur í tölfræði og uppgjöri beitar-
tilrauna . Hann dvaldist hér í viku og ræddi viÖ marga þá sem
koma til með að vinna við uppgjör tilraunanna auk fleiri aðila.
Um áramótin kom svo frá honum vönduö skýrsla meö tillögum um
meðhöndlun gagna úr beitartilraununum (Connolly 1977).
Bæöi Dr. A.C.Field og J. Connolly héldu fyrirlestra meöan
þeir dvöldu hér.
Auk þessara manna kom hingað fóður- og næringarfræöingur,
Dr. A.J.F. Russel, frá Hill Farm Organization í Skotlandi
á vegum Alþjóða kjamorkumálastofnunarinnar. Hann gaf góö ráð í
sambandi við landnýtingartilraunirnar (Russel 1977) og tók aö
sér efnagreiningar á nokkrum gróður- og blóösýnum.
Framhald tilraunanna:
Ekki liggja fyrir ákvaröanir um hvernig tilraununum veröur
hagaö næsta sumar, né hvaöa breytingar verða gerðar. Þó hafa
þessi mál verið rædd nokkuö meöal þeirra sem að tilraununum
standa og nokkrar tillögur komiö fram um breytingar og úrbætur.
Hvaöa tillögur ná fram aö ganga er ekki vitað ennþá,en nokkuð
öruggt má telja aÖ engar eöa mjög litlar breytingar veröi gerðar
á þurrlendistilraununum þ.e. Álftaveri, Auðkúluheiði, Kelduhverfi
og viö Sandá.